Fá stjórnvaldssekt vegna auglýsinga á CBD-snyrtivörum Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2022 07:52 Það var Umhverfisstofnun til sendi ábendingu til Neytendastofu vegna málsins. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur sektað CBD ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga félagsins um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á síðunni atomos.is. Er félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og er brot félagsins talið hafa verið alvarlegt. Á heimasíðu Neytendastofu segir að félagið hafi í auglýsingum notast við fullyrðingar um lyfjavirkni CBD, sem væri að finna í snyrtivörum félagins, að þær gætu verið gagnlegar gegn tilgreindum sjúkdómum og kvillum. „Þó liggur fyrir að vörurnar eru ekki skráðar sem lyf og óheimilt er að auglýsa lyf sem ekki hefur hlotið markaðsleyfi eða leyfi til samhliða innflutnings hér á landi. Með fullyrðingunum og kynningarefni, sem að mati Neytendastofu verði að telja að sé í beinum tengslum við sölu og auglýsinga á vörum félagsins, sé verið að fullyrða um eiginleika og hlutverk sem eiga almennt ekki við um snyrtivörur.“ Taldar raska fjárhagslegri hegðun neytenda Fram kemur að Neytendastofa hafi metið fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni þeirra vara sem CBD ehf. selur. Þá telur stofnunin að fullyrðingarnar séu til þess fallnar að valda því að hinn almenni neytandi, sem fullyrðingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið og þannig vera líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Það var Umhverfisstofnun til sendi ábending til Neytendastofu vegna málsins. Neytendastofa taldi hæfileg upphæð stjórnvaldssektarinnar vera 100 þúsund krónur, og skal CBD ehf. greiða sektina í ríkissjóð innan þriggja mánaða frá dagsetningu ákvörðunarinnar. Neytendur Verslun Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Á heimasíðu Neytendastofu segir að félagið hafi í auglýsingum notast við fullyrðingar um lyfjavirkni CBD, sem væri að finna í snyrtivörum félagins, að þær gætu verið gagnlegar gegn tilgreindum sjúkdómum og kvillum. „Þó liggur fyrir að vörurnar eru ekki skráðar sem lyf og óheimilt er að auglýsa lyf sem ekki hefur hlotið markaðsleyfi eða leyfi til samhliða innflutnings hér á landi. Með fullyrðingunum og kynningarefni, sem að mati Neytendastofu verði að telja að sé í beinum tengslum við sölu og auglýsinga á vörum félagsins, sé verið að fullyrða um eiginleika og hlutverk sem eiga almennt ekki við um snyrtivörur.“ Taldar raska fjárhagslegri hegðun neytenda Fram kemur að Neytendastofa hafi metið fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni þeirra vara sem CBD ehf. selur. Þá telur stofnunin að fullyrðingarnar séu til þess fallnar að valda því að hinn almenni neytandi, sem fullyrðingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið og þannig vera líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Það var Umhverfisstofnun til sendi ábending til Neytendastofu vegna málsins. Neytendastofa taldi hæfileg upphæð stjórnvaldssektarinnar vera 100 þúsund krónur, og skal CBD ehf. greiða sektina í ríkissjóð innan þriggja mánaða frá dagsetningu ákvörðunarinnar.
Neytendur Verslun Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira