Útvíkka starfsemina og stofna sjóða- og eignastýringu Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2022 09:39 Starfsemi eignastýringar VÍS mun hefjast um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu. Nýtt dótturfélag verður stofnað undir starfsemina sem mun hljóta nafnið SIV eignastýring. Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að félagið muni í framhaldi sækja um starfsleyfi til eignastýringar og rekstrar sjóða og að stefnt sé að því að starfsemi félagsins hefjist um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir. „Árangur VÍS í fjárfestingum hefur verið mjög góður á undanförnum árum. Fjárfestingartekjur félagsins frá árinu 2018 nema um 21 milljarði króna og telja fjárfestingareignir þess nú um 45 milljarða króna. Fjárfestingar eru önnur af tveimur grunnstoðum í starfsemi VÍS ─ og því fellur eignastýring vel að starfsemi félagsins. VÍS mun fela SIV eignastýringu að stýra fjárfestingareignum sínum. Reynsla í lykilhlutverki VÍS mun eiga ráðandi hlut í SIV eignastýringu ─ og mun eitt fara með virkan eignarhlut í félaginu. Aðrir helstu hluthafar verða Arnór Gunnarsson, nú forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, og Þorkell Magnússon, sem starfað hefur sem forstöðumaður sjóðastýringar Kviku banka ─ en þeir munu jafnframt starfa hjá félaginu. Arnór Gunnarsson verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar, en hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði síðan 2001. Þorkell verður forstöðumaður sjóðastýringar hjá SIV eignastýringu, en reynsla hans á fjármálamarkaði nær aftur til ársins 1998. Áður störfuðu Arnór og Þorkell saman hjá Öldu sjóðum, Stefni og Kaupþingi. Tækifæri á íslenskum fjármálamarkaði Örar samfélagsbreytingar kalla á stöðuga endurskoðun á þjónustuframboði, ekki síst í trygginga- og fjármálaþjónustu. Þessi útvíkkun á starfsemi VÍS endurspeglar þá þróun sem hefur átt sér stað víða í Evrópu þar sem tryggingafélög hafa boðið upp á fjölbreyttari trygginga-og fjármálaþjónustu. Á undanförnum árum hefur verðbréfamarkaður verið að byggjast upp hér á landi og hefur fjárfestingakostum í skráðum verðbréfum fjölgað til muna. Á sama tíma hefur þátttakendum á markaði fjölgað talsvert með aukinni þátttöku almennings á skráðum hlutabréfamarkaði og uppfærslu Íslands í flokk nýmarkaðsríkja hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Því er ljóst að spennandi tækifæri eru til staðar á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir í tilkynningunni. Sterkir innviðir Haft er eftir Helga Bjarnasonar, forstjóra VÍS, að félagið leggi ríka áherslu á að VÍS þróist í takt við samfélagið og horfi til þess að bjóða upp á fjölbreyttari trygginga- og fjármálaþjónustu. „Sterk staða á tryggingamarkaði, breiður viðskiptavinagrunnur, fjárhagslegur styrkur, öflugur tæknilegur grunnur og góður árangur í fjárfestingum ─ eru styrkleikar sem við viljum byggja á. Við höfum góðan grunn og afar sterka innviði til þess að taka næstu skref. Ég trúi því að árangur hins nýja félags muni byggja á umtalsverðri þekkingu og reynslu öflugs starfsfólks í fjárfestingum og eignastýringu. Ég tel að þetta skref í útvíkkun starfseminnar, sem eignastýringin felur í sér, sé mikið heillaskref ─ og auðvitað mikil tímamót í sögu félagsins,“ er haft eftir Helga. VÍS Kauphöllin Tryggingar Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að félagið muni í framhaldi sækja um starfsleyfi til eignastýringar og rekstrar sjóða og að stefnt sé að því að starfsemi félagsins hefjist um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir. „Árangur VÍS í fjárfestingum hefur verið mjög góður á undanförnum árum. Fjárfestingartekjur félagsins frá árinu 2018 nema um 21 milljarði króna og telja fjárfestingareignir þess nú um 45 milljarða króna. Fjárfestingar eru önnur af tveimur grunnstoðum í starfsemi VÍS ─ og því fellur eignastýring vel að starfsemi félagsins. VÍS mun fela SIV eignastýringu að stýra fjárfestingareignum sínum. Reynsla í lykilhlutverki VÍS mun eiga ráðandi hlut í SIV eignastýringu ─ og mun eitt fara með virkan eignarhlut í félaginu. Aðrir helstu hluthafar verða Arnór Gunnarsson, nú forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, og Þorkell Magnússon, sem starfað hefur sem forstöðumaður sjóðastýringar Kviku banka ─ en þeir munu jafnframt starfa hjá félaginu. Arnór Gunnarsson verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar, en hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði síðan 2001. Þorkell verður forstöðumaður sjóðastýringar hjá SIV eignastýringu, en reynsla hans á fjármálamarkaði nær aftur til ársins 1998. Áður störfuðu Arnór og Þorkell saman hjá Öldu sjóðum, Stefni og Kaupþingi. Tækifæri á íslenskum fjármálamarkaði Örar samfélagsbreytingar kalla á stöðuga endurskoðun á þjónustuframboði, ekki síst í trygginga- og fjármálaþjónustu. Þessi útvíkkun á starfsemi VÍS endurspeglar þá þróun sem hefur átt sér stað víða í Evrópu þar sem tryggingafélög hafa boðið upp á fjölbreyttari trygginga-og fjármálaþjónustu. Á undanförnum árum hefur verðbréfamarkaður verið að byggjast upp hér á landi og hefur fjárfestingakostum í skráðum verðbréfum fjölgað til muna. Á sama tíma hefur þátttakendum á markaði fjölgað talsvert með aukinni þátttöku almennings á skráðum hlutabréfamarkaði og uppfærslu Íslands í flokk nýmarkaðsríkja hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Því er ljóst að spennandi tækifæri eru til staðar á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir í tilkynningunni. Sterkir innviðir Haft er eftir Helga Bjarnasonar, forstjóra VÍS, að félagið leggi ríka áherslu á að VÍS þróist í takt við samfélagið og horfi til þess að bjóða upp á fjölbreyttari trygginga- og fjármálaþjónustu. „Sterk staða á tryggingamarkaði, breiður viðskiptavinagrunnur, fjárhagslegur styrkur, öflugur tæknilegur grunnur og góður árangur í fjárfestingum ─ eru styrkleikar sem við viljum byggja á. Við höfum góðan grunn og afar sterka innviði til þess að taka næstu skref. Ég trúi því að árangur hins nýja félags muni byggja á umtalsverðri þekkingu og reynslu öflugs starfsfólks í fjárfestingum og eignastýringu. Ég tel að þetta skref í útvíkkun starfseminnar, sem eignastýringin felur í sér, sé mikið heillaskref ─ og auðvitað mikil tímamót í sögu félagsins,“ er haft eftir Helga.
VÍS Kauphöllin Tryggingar Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira