Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2022 10:08 Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. Gríðarlegar hækkanir á fasteignaverði hafa verið undanfarin misseri. Til að mynda mælist vegin árshækkun íbúðarverðs 23 prósent. Þessi tala er þó á niðurleið en í júlí mældist þessi hækkum 25,4 prósent. Vísitala húsnæðisverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagna um þinglýsta kaupsamninga um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) lækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% milli júlí og ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem íbúðaverð lækkar milli mánaða og mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% milli mánaða,“ segir á vef Landsbankans. Staðfesting þess að markaðurinn sé farinn að kólna Þar er jafn framt bent á það að á fyrri árshelmingi ársins hafi mánaðarlegar hækkanir mælst á bilinu 2,2 til þrjú prósent. Í júli fór að hægja á þessari þróun þegar mánaðarleg hækkun mældist 1,1 prósent. Nú, í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019, lækkar vísitala húsnæðisverðs á milli mánaða. „Mælingin nú er enn frekari staðfesting á því að markaður sé farinn að kólna og mögulega hraðar en spár gera ráð fyrir,“ segir á vef Landsbankans. Ákveðinn fyrirvari er þó settur á gagnsemi þess að draga of miklar ályktanir út frá þessari lækkun. „Það sama gildir um þróun á íbúðaverði almennt, að varasamt er að draga of miklar ályktanir út frá einni mælingu. Þó íbúðaverð lækki lítillega milli mánaða nú er ekki endilega víst að sú þróun haldi áfram. Hagfræðideild hefur verið þeirra skoðunar að rólegri tíð sé framundan á fasteignamarkaði með hóflegum hækkunum milli mánaða, mun minni en sáust á fyrri mánuðum þessa árs, og er sú skoðun óbreytt þrátt fyrir lítilsháttar lækkun milli mánaða nú.“ Hagfræðideildin hefur einnig birt nýja og uppfærða verðbólguspá. Gerir hún nú ráð fyrir því að verðbólga á fjórða ársfjórðungi verði 8,8 prósent, en áður var spáð 9 prósent verðbólgu. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Landsbankinn Neytendur Tengdar fréttir Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Gríðarlegar hækkanir á fasteignaverði hafa verið undanfarin misseri. Til að mynda mælist vegin árshækkun íbúðarverðs 23 prósent. Þessi tala er þó á niðurleið en í júlí mældist þessi hækkum 25,4 prósent. Vísitala húsnæðisverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagna um þinglýsta kaupsamninga um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) lækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% milli júlí og ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem íbúðaverð lækkar milli mánaða og mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% milli mánaða,“ segir á vef Landsbankans. Staðfesting þess að markaðurinn sé farinn að kólna Þar er jafn framt bent á það að á fyrri árshelmingi ársins hafi mánaðarlegar hækkanir mælst á bilinu 2,2 til þrjú prósent. Í júli fór að hægja á þessari þróun þegar mánaðarleg hækkun mældist 1,1 prósent. Nú, í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019, lækkar vísitala húsnæðisverðs á milli mánaða. „Mælingin nú er enn frekari staðfesting á því að markaður sé farinn að kólna og mögulega hraðar en spár gera ráð fyrir,“ segir á vef Landsbankans. Ákveðinn fyrirvari er þó settur á gagnsemi þess að draga of miklar ályktanir út frá þessari lækkun. „Það sama gildir um þróun á íbúðaverði almennt, að varasamt er að draga of miklar ályktanir út frá einni mælingu. Þó íbúðaverð lækki lítillega milli mánaða nú er ekki endilega víst að sú þróun haldi áfram. Hagfræðideild hefur verið þeirra skoðunar að rólegri tíð sé framundan á fasteignamarkaði með hóflegum hækkunum milli mánaða, mun minni en sáust á fyrri mánuðum þessa árs, og er sú skoðun óbreytt þrátt fyrir lítilsháttar lækkun milli mánaða nú.“ Hagfræðideildin hefur einnig birt nýja og uppfærða verðbólguspá. Gerir hún nú ráð fyrir því að verðbólga á fjórða ársfjórðungi verði 8,8 prósent, en áður var spáð 9 prósent verðbólgu.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Landsbankinn Neytendur Tengdar fréttir Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49
Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31