„Eigum stóran séns á að gera vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2022 12:01 Kristian Nökkvi Hlynsson var markahæstur í íslenska liðinu í undankeppni EM 2023. stöð 2 sport Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. „Mér líst mjög vel á þetta og ég held við eigum stóran séns á að gera vel,“ sagði Kristian í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni, þar sem fyrri leikurinn gegn Tékklandi fer fram á morgun. „Tékkar fóru tiltölulega létt í gegnum sinn riðil nema á móti Englandi. Þeir halda oft hreinu,“ sagði Kristian um andstæðinga morgundagsins. Ísland tryggði sér 2. sætið í D-riðli undankeppninnar, og þar með umspilssæti, með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Íslendingar fengu átján stig í tíu leikjum í riðlinum. „Leikirnir gegn Grikkjum voru þeir einu sem við hefðum getað fengið fleiri stig úr. En leikirnir gegn Portúgölum voru góðir,“ sagði Kristian sem skoraði sex mörk í undankeppninni. Klippa: Viðtal við Kristian Nökkva Hann hefur verið á mála hjá hollenska stórveldinu Ajax síðan í ársbyrjun 2020. Hann hefur aðallega leikið með ungmenna- og varaliðum félagsins en einnig verið viðloðandi aðalliðið. „Þetta hefur verið mjög fínt,“ sagði Kristian um byrjun tímabilsins hjá sér í Ajax. „Ég spila mest með varaliðinu og við erum í kringum 5. sætið,“ bætti hann við en varalið Ajax leikur í hollensku B-deildinni. En hversu bjartsýnn er Kristian á að fá mínútur með aðalliði Ajax á næstunni? „Það kemur allt í ljós. Ég get ekkert sagt núna en ef ég spila vel með varaliðinu hljóta tækifærin að koma,“ svaraði þessi efnilegi leikmaður að lokum. Viðtalið við Kristian má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta og ég held við eigum stóran séns á að gera vel,“ sagði Kristian í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni, þar sem fyrri leikurinn gegn Tékklandi fer fram á morgun. „Tékkar fóru tiltölulega létt í gegnum sinn riðil nema á móti Englandi. Þeir halda oft hreinu,“ sagði Kristian um andstæðinga morgundagsins. Ísland tryggði sér 2. sætið í D-riðli undankeppninnar, og þar með umspilssæti, með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Íslendingar fengu átján stig í tíu leikjum í riðlinum. „Leikirnir gegn Grikkjum voru þeir einu sem við hefðum getað fengið fleiri stig úr. En leikirnir gegn Portúgölum voru góðir,“ sagði Kristian sem skoraði sex mörk í undankeppninni. Klippa: Viðtal við Kristian Nökkva Hann hefur verið á mála hjá hollenska stórveldinu Ajax síðan í ársbyrjun 2020. Hann hefur aðallega leikið með ungmenna- og varaliðum félagsins en einnig verið viðloðandi aðalliðið. „Þetta hefur verið mjög fínt,“ sagði Kristian um byrjun tímabilsins hjá sér í Ajax. „Ég spila mest með varaliðinu og við erum í kringum 5. sætið,“ bætti hann við en varalið Ajax leikur í hollensku B-deildinni. En hversu bjartsýnn er Kristian á að fá mínútur með aðalliði Ajax á næstunni? „Það kemur allt í ljós. Ég get ekkert sagt núna en ef ég spila vel með varaliðinu hljóta tækifærin að koma,“ svaraði þessi efnilegi leikmaður að lokum. Viðtalið við Kristian má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira