Viðskipti innlent

Taka við störfum vöru­flokka­stjóra og fræðslu­stjóra Hag­kaups

Atli Ísleifsson skrifar
Ingibjörg Karlsdóttir og Ólöf Sara Árnadóttir.
Ingibjörg Karlsdóttir og Ólöf Sara Árnadóttir. Hagkaup

Ólöf Sara Árnadóttir hefur verið ráðin nýr vöruflokkastjóri Hagkaups og Ingibjörg Karlsdóttir nýr fræðslustjóri.

Í tilkynningu frá Hagkaup segir að Ólöf Sara muni sem vöruflokkastjóri leiða innleiðingu á vörustýringakerfi og koma að greiningu á vöruflokkum og vöruúrvali. Hún muni tryggja meiri áreiðanleika og rétt magn í hillum auk samræmis á milli verslana. 

„Ólöf Sara starfaði frá árinu 2015-2018 sem framkvæmdastjóri birgða og framleiðslustjóri hjá Artic Shopping ehf en þar hafði hún starfað við birgðastýringu frá árinu 2012. Frá árinu 2019 – 2021 starfaði Ólöf hjá Hafnarfjarðarbæ og hafði yfirumsjón með bókasafni skóla. Ólöf Sara er viðskiptafræðingur að mennt en hún útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2020.

Ingibjörg Karlsdóttir er nýr fræðslustjóri Hagkaups og mun leiða stafræna þróun í þjálfun. Markmiðið er að auka hæfni og þekkingu starfsmanna. Fræðslustjóri mun innleiða nýtt fræðslukerfi sem mun gjörbreyta því hvernig fræðsla fer fram. Ingibjörg hefur starfað hjá Hagkaup frá árinu 2002, fyrst sem gjaldkeri í hlutastarfi með skóla og síðar sem rekstrarstjóri í Hagkaup Smáralind og Hagkaup Kringlu. Ingibjörg er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri ásamt því að vera viðurkenndur bókari,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×