Meiri ævintýri Birkir Ingibjartsson skrifar 22. september 2022 07:01 Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar. Yfir þetta rúma ár eða svo sem ég fór þessa leið fóru fljótt að koma í ljós ákveðin mynstur. Það var svipaður hópur unglinga sem stóð á brautarpallinum dag frá degi, sama konan sat alltaf í sætinu við dyrnar í lestinni og alltaf brosti maður kumpánlega til kallsins sem spilaði á harmonikku við útganginn á lestarstöðinni. Síðasti spölurinn í vinnuna var um götu sem ber nafnið Tjärhovsgatan. Við hana standa leikskóli, grunnskóli, kaffihús, tannlæknir, hjólabrettagarður, gallerí, slökkvistöð og margt fleira. Á þessum 800m kafla frá lestarstöðinni að vinnunni var oft eins og ákveðið leikrit færi af stað, líkt og ég væri staddur í The Truman Show eða raunverulega að sami dagurinn ætti sér stað aftur og aftur og aftur. Sérstaklega grunaði ég um græsku litlu svartklæddu gömlu konuna með stafinn sem tók oft framúr mér á röltinu eða gráhærða kallinn í rauðu úlpunni sem hjólaði yfir götuna á svona skrítnu liggjandi hjóli strax í kjölfar þess að sæta stelpan með hvíta labradorinn hljóp framhjá. Þó ég hafi aldrei yrt á þetta fólk og í raun varla svo lítið sem brosað til þeirra tengdist ég þeim einhverjum skrítnum böndum. Oft í viku deildum við stuttri stund í borginni áður en dagurinn fór almennilega af stað hjá okkur öllum í sitthvoru lagi og satt að segja hugsa ég oft til þessara gömlu vina minna. Ætli þau hugsi stundum til mín? Þegar við löbbum, hjólum, tökum strætó eða nýtum hvers kyns annan virkan ferðamáta á ferðum okkar um borgina erum við þátttakendur í borgarlífinu. Við erum hluti af borginni og mannlífi þess en ekki afmörkuð við lokað rými bílsins þar sem lang flest sitja ein og bíða eftir að bíllinn fyrir framan mjakist áfram. Þar gerast fá ævíntýri en þegar við göngum eða hjólum eru þau mögulega bara handan við næsta horn. Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn og hvet ég ykkur að því tilefni til að skilja bílinn eftir heima og njóta borgarinnar hvert svo sem leiðin liggur. Hver veit nema þið rekist á gamlan vin á gönguljósunum yfir Miklubraut eða komist að því að þrír erlendir njósnarar séu að fylgjast með hverju skrefi ykkar. Ævintýri enn gerast. Höfundur er arkitekt, áhugamaður um bíllausan lífstíl og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Bílar Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar. Yfir þetta rúma ár eða svo sem ég fór þessa leið fóru fljótt að koma í ljós ákveðin mynstur. Það var svipaður hópur unglinga sem stóð á brautarpallinum dag frá degi, sama konan sat alltaf í sætinu við dyrnar í lestinni og alltaf brosti maður kumpánlega til kallsins sem spilaði á harmonikku við útganginn á lestarstöðinni. Síðasti spölurinn í vinnuna var um götu sem ber nafnið Tjärhovsgatan. Við hana standa leikskóli, grunnskóli, kaffihús, tannlæknir, hjólabrettagarður, gallerí, slökkvistöð og margt fleira. Á þessum 800m kafla frá lestarstöðinni að vinnunni var oft eins og ákveðið leikrit færi af stað, líkt og ég væri staddur í The Truman Show eða raunverulega að sami dagurinn ætti sér stað aftur og aftur og aftur. Sérstaklega grunaði ég um græsku litlu svartklæddu gömlu konuna með stafinn sem tók oft framúr mér á röltinu eða gráhærða kallinn í rauðu úlpunni sem hjólaði yfir götuna á svona skrítnu liggjandi hjóli strax í kjölfar þess að sæta stelpan með hvíta labradorinn hljóp framhjá. Þó ég hafi aldrei yrt á þetta fólk og í raun varla svo lítið sem brosað til þeirra tengdist ég þeim einhverjum skrítnum böndum. Oft í viku deildum við stuttri stund í borginni áður en dagurinn fór almennilega af stað hjá okkur öllum í sitthvoru lagi og satt að segja hugsa ég oft til þessara gömlu vina minna. Ætli þau hugsi stundum til mín? Þegar við löbbum, hjólum, tökum strætó eða nýtum hvers kyns annan virkan ferðamáta á ferðum okkar um borgina erum við þátttakendur í borgarlífinu. Við erum hluti af borginni og mannlífi þess en ekki afmörkuð við lokað rými bílsins þar sem lang flest sitja ein og bíða eftir að bíllinn fyrir framan mjakist áfram. Þar gerast fá ævíntýri en þegar við göngum eða hjólum eru þau mögulega bara handan við næsta horn. Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn og hvet ég ykkur að því tilefni til að skilja bílinn eftir heima og njóta borgarinnar hvert svo sem leiðin liggur. Hver veit nema þið rekist á gamlan vin á gönguljósunum yfir Miklubraut eða komist að því að þrír erlendir njósnarar séu að fylgjast með hverju skrefi ykkar. Ævintýri enn gerast. Höfundur er arkitekt, áhugamaður um bíllausan lífstíl og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun