Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 22:16 Sveinn Margeir Hauksson er mættur í U21-landsliðshópinn sem leikur tvo leiki við Tékka um sæti á EM. vísir/Arnar KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson þurfti að hafa hraðar hendur þegar hann var óvænt kallaður inn í íslenska U21-hópinn í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Tékka um sæti í lokakeppni EM. Sveinn Margeir var mættur á æfingu í Víkinni klukkan 11 í dag en þar fer fyrri leikurinn við Tékka fram síðdegis á morgun. Hann var kallaður inn þegar ljóst varð að Kristall Máni Ingason yrði ekki með vegna meiðsla. „Það var skemmtilegt að fá að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta var erfitt ferðalag í morgun en það er gaman að vera kominn og hitta strákana,“ sagði Sveinn við Vísi fyrir æfinguna í dag. Fékk hann sem sagt ekki flug að norðan? „Það var uppselt í flugvélina þannig að ég keyrði í morgun frá Akureyri. Við vöknuðum klukkan fimm og skiptumst á að keyra, ég og kærastan,“ sagði Sveinn hress í bragði. Reyndi að láta þetta vera blóð á tennurnar Eftir góða frammistöðu með KA hefur Sveinn eflaust gert sér vonir um sæti í U21-landsliðinu en nafn hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var kynntur síðasta föstudag. „Ég reyndi nú bara að láta þetta vera blóð á tennurnar. Ég hef bara verið þolinmóður og auðvitað er mjög gaman að fá þetta núna. Það verður bara gaman að sjá hvernig gengur.“ Klippa: Sveinn Margeir mættur í U21-landsliðið Sveinn Margeir er mikilvægur hlekkur í liði KA sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. „Okkur er búið að ganga mjög vel í KA og sérstaklega á meðan Nökkvi [Þeyr Þórisson] var enn með okkur. Við erum svo líka alveg búnir að sýna það eftir að hann fór að við erum ekkert vængbrotnir án hans, þó að auðvitað sé hræðilegt að missa hann. Frábær náungi. En það verður gaman að sjá hvernig þessi úrslitakeppni spilast. Ég byrjaði sjálfur tímabilið aðeins hægt en það hefur verið stígandi hjá mér. Það er fínt að koma inn nokkrum stoðsendingum, sérstaklega á Nökkva. Það er gaman að leggja upp á hann,“ sagði Sveinn. Hef fulla trú á okkur Nú þarf hann hins vegar að einbeita sér að Tékkum og leikjunum við þá: „Ég er ekki búinn að skoða þá enn en helli mér yfir þá í kvöld og stúdera þá aðeins. En ég hef fulla trú á okkur og vona að við vinnum þetta,“ sagði Sveinn, meðvitaður um að íslenska liðið er mögulega tveimur leikjum frá því að komast á stórmót: „Það er vægast sagt mjög spennandi.“ Leikur Íslands og Tékklands er á Víkingsvelli á morgun, föstudag, klukkan 16. Miðasala er á tix.is. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson þurfti að hafa hraðar hendur þegar hann var óvænt kallaður inn í íslenska U21-hópinn í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Tékka um sæti í lokakeppni EM. Sveinn Margeir var mættur á æfingu í Víkinni klukkan 11 í dag en þar fer fyrri leikurinn við Tékka fram síðdegis á morgun. Hann var kallaður inn þegar ljóst varð að Kristall Máni Ingason yrði ekki með vegna meiðsla. „Það var skemmtilegt að fá að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta var erfitt ferðalag í morgun en það er gaman að vera kominn og hitta strákana,“ sagði Sveinn við Vísi fyrir æfinguna í dag. Fékk hann sem sagt ekki flug að norðan? „Það var uppselt í flugvélina þannig að ég keyrði í morgun frá Akureyri. Við vöknuðum klukkan fimm og skiptumst á að keyra, ég og kærastan,“ sagði Sveinn hress í bragði. Reyndi að láta þetta vera blóð á tennurnar Eftir góða frammistöðu með KA hefur Sveinn eflaust gert sér vonir um sæti í U21-landsliðinu en nafn hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var kynntur síðasta föstudag. „Ég reyndi nú bara að láta þetta vera blóð á tennurnar. Ég hef bara verið þolinmóður og auðvitað er mjög gaman að fá þetta núna. Það verður bara gaman að sjá hvernig gengur.“ Klippa: Sveinn Margeir mættur í U21-landsliðið Sveinn Margeir er mikilvægur hlekkur í liði KA sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. „Okkur er búið að ganga mjög vel í KA og sérstaklega á meðan Nökkvi [Þeyr Þórisson] var enn með okkur. Við erum svo líka alveg búnir að sýna það eftir að hann fór að við erum ekkert vængbrotnir án hans, þó að auðvitað sé hræðilegt að missa hann. Frábær náungi. En það verður gaman að sjá hvernig þessi úrslitakeppni spilast. Ég byrjaði sjálfur tímabilið aðeins hægt en það hefur verið stígandi hjá mér. Það er fínt að koma inn nokkrum stoðsendingum, sérstaklega á Nökkva. Það er gaman að leggja upp á hann,“ sagði Sveinn. Hef fulla trú á okkur Nú þarf hann hins vegar að einbeita sér að Tékkum og leikjunum við þá: „Ég er ekki búinn að skoða þá enn en helli mér yfir þá í kvöld og stúdera þá aðeins. En ég hef fulla trú á okkur og vona að við vinnum þetta,“ sagði Sveinn, meðvitaður um að íslenska liðið er mögulega tveimur leikjum frá því að komast á stórmót: „Það er vægast sagt mjög spennandi.“ Leikur Íslands og Tékklands er á Víkingsvelli á morgun, föstudag, klukkan 16. Miðasala er á tix.is.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45
„Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01