„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 09:32 Orri Steinn Óskarsson með hárið í lagi fyrir æfingu U21-landsliðsins í gær. vísir/Arnar „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. Ísland og Tékkland eigast við á Víkingsvelli klukkan 16 í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á EM U21-landsliða í fótbolta. Seinni leikurinn er svo í Tékklandi næsta þriðjudag. Sigurliðið verður í hópi þeirra sextán liða sem spila í sjálfri lokakeppninni næsta sumar. „Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki. Þetta eru liðin sem við viljum keppast við. Við þurfum að njóta þess og þannig komumst við í gegnum þetta. Við erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna í Víkinni og það hjálpar mjög mikið. Það koma allir hingað til að styðja og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Orri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Orri um umspilið í dag og breytingar hjá FCK Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 18 ára er Orri farinn að gera sig gildandi hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn, og þegar búinn að spila sínar fyrstu mínútur með aðalliði félagsins. Þær mínútur spilaði hann undir stjórn Jess Thorup sem var rekinn í þessari viku og Orri segir söknuð af honum. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara „Hann er mjög góður maður og góður þjálfari, og hafði mikla trú á ungum leikmönnum. Hann gaf mér sénsinn; fyrsta leikinn minn [með aðalliði FCK], svo það var auðvitað mjög leiðinlegt að sjá hann fara. En síðan er að sjálfsögðu frábært að fá [Jacob] Neestrup inn. Hann er flottur þjálfari sem gerði vel sem bæði aðstoðar- og aðalþjálfari hjá Viborg. Þetta er flott tækifæri fyrir hann og við ætlum að gera okkar besta með honum.“ Orri segist ekki óttast að með nýjum þjálfara fylgi stefnubreyting varðandi það að nota unga leikmenn: „Það er í kúltúrnum hjá FCK síðustu tvö ár að gefa ungum leikmönnum séns og það á stóran part í því hvernig FCK hefur þróast fram á við. Við komumst í Meistaradeildina og unnum dönsku deildina, og ungu leikmennirnir stigu upp og spiluðu mjög stóran part í því, eins og til dæmis Hákon [Arnar Haraldsson], Ísak [Bergmann Jóhannesson] og margir ungir, danskir leikmenn. Núna er komið að okkur sem erum að koma upp í ár að sýna að við getum líka gert þetta,“ segir Orri sem var í leikmannahópi FCK gegn Sevilla í Meistaradeildinni á dögunum: „Það er svolítið súrrealískt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var maður í Inkasso-deildinni [með Gróttu] og svo er maður mættur á fullan Parken í Meistaradeildinni. En þetta er það sem maður stefnir að og vill gera sem leikmaður. Ég nýt þess bara og þegar ég kem inn á þarf ég að sýna hvað ég er góður.“ EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira
Ísland og Tékkland eigast við á Víkingsvelli klukkan 16 í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á EM U21-landsliða í fótbolta. Seinni leikurinn er svo í Tékklandi næsta þriðjudag. Sigurliðið verður í hópi þeirra sextán liða sem spila í sjálfri lokakeppninni næsta sumar. „Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki. Þetta eru liðin sem við viljum keppast við. Við þurfum að njóta þess og þannig komumst við í gegnum þetta. Við erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna í Víkinni og það hjálpar mjög mikið. Það koma allir hingað til að styðja og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Orri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Orri um umspilið í dag og breytingar hjá FCK Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 18 ára er Orri farinn að gera sig gildandi hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn, og þegar búinn að spila sínar fyrstu mínútur með aðalliði félagsins. Þær mínútur spilaði hann undir stjórn Jess Thorup sem var rekinn í þessari viku og Orri segir söknuð af honum. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara „Hann er mjög góður maður og góður þjálfari, og hafði mikla trú á ungum leikmönnum. Hann gaf mér sénsinn; fyrsta leikinn minn [með aðalliði FCK], svo það var auðvitað mjög leiðinlegt að sjá hann fara. En síðan er að sjálfsögðu frábært að fá [Jacob] Neestrup inn. Hann er flottur þjálfari sem gerði vel sem bæði aðstoðar- og aðalþjálfari hjá Viborg. Þetta er flott tækifæri fyrir hann og við ætlum að gera okkar besta með honum.“ Orri segist ekki óttast að með nýjum þjálfara fylgi stefnubreyting varðandi það að nota unga leikmenn: „Það er í kúltúrnum hjá FCK síðustu tvö ár að gefa ungum leikmönnum séns og það á stóran part í því hvernig FCK hefur þróast fram á við. Við komumst í Meistaradeildina og unnum dönsku deildina, og ungu leikmennirnir stigu upp og spiluðu mjög stóran part í því, eins og til dæmis Hákon [Arnar Haraldsson], Ísak [Bergmann Jóhannesson] og margir ungir, danskir leikmenn. Núna er komið að okkur sem erum að koma upp í ár að sýna að við getum líka gert þetta,“ segir Orri sem var í leikmannahópi FCK gegn Sevilla í Meistaradeildinni á dögunum: „Það er svolítið súrrealískt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var maður í Inkasso-deildinni [með Gróttu] og svo er maður mættur á fullan Parken í Meistaradeildinni. En þetta er það sem maður stefnir að og vill gera sem leikmaður. Ég nýt þess bara og þegar ég kem inn á þarf ég að sýna hvað ég er góður.“
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira