Ótrúlegar tilviljanir lituðu sigur Þorláks Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2022 19:28 Liðsmenn Þorláks íklæddir fagurbláum treyjum liðsins við leiði vinar síns. Visir/einar Það var kraftaverki líkast þegar knattspyrnuliðið Þorlákur vann Boladeildina í knattspyrnu fyrr í vikunni, á afmælisdegi vinar liðsmanna sem féll fyrir eigin hendi - og liðið heitir eftir. Liðið fékk síðar að vita að sigurmarkið í hinum æsispennandi leik hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur heitinn kom í heiminn á sínum tíma. Þorlákur Ingi Sigmarsson var 21 árs þegar hann tók sitt eigið líf í lok árs 2020. Hann var ötull knattspyrnumaður úr Hafnarfirði og það hafði lengi blundað í honum og vinum hans úr bænum, sem hann átti nóg af, að stofna knattspyrnulið. Eftir að Þorlákur kvaddi kom ekki annað til greina en að vinirnir kæmu hugmyndinni til framkvæmda. Og knattspyrnuliðið Þorlákur var stofnað. „Þetta gerði svo mikið fyrir okkur að við strákarnir gátum hist, þó það væri ekki bara fótbolti. Bara að hittast og spjalla um hvernig menn höfðu það. Daglegt „chat“,“ segir Sigurður Tómas Hjartarson, vinur Þorláks og liðsmaður. Félagið hafi verið mikilvægur liður í að takast á við sorgina í kjölfar fráfalls Þorláks. „Svo viljum við líka sýna að fólki er ekki sama. Við erum að missa alltof marga úr sjálfsvígum. Ég held þetta sé bara risastórt fyrir suma, að sjá einmitt að fólki er ekki sama.“ Höfrungur í fyrra lífi Merki liðsins er höfrungur. Strákarnir lýsa því að Þorlákur hafi nefnilega alltaf talað um að hafa verið höfrungur í fyrra lífi. „Það fór aldrei á milli mála þegar Þorlákur var með okkur í herbergi. Hann var alltaf skærasta ljósið í herberginu,“ segir Jónas Eyjólfur Jónasson, einnig vinur Þorláks og liðsmaður. „Hann hló mest, mestu lætin. Hvað getur maður sagt? Hann var bara svo... engum líkur. Hann var „one of a kind.“ Þess vegna skilur hann svo rosalega stórt skarð eftir sig. Hann var svo mikil stoð og stytta í hópnum okkar,“ bætir Sigurður við. Sigurður Tómas Hjartarson og Jónas Eyjólfur Jónasson.Vísir/einar Og liðið var skráð til leiks í Boladeildina, helstu utandeild landsins í knattspyrnu, og vann sig upp í úrslitaleikinn. Sem fyrir algjöra tilviljun var spilaður á afmælisdegi Þorláks, 20. september. Leikurinn var spennuþrunginn. „Við lendum 1-0 undir en svörum strax með þremur mörkum þannig að leikurinn var í 3-1. Það hélt ekki lengi því þeir jöfnuðu okkur svo í 3-3 og við förum í vítaspyrnukeppni, alveg fram í rauðan dauðann,“ segir Jónas. Ótrúlegar tilviljanir Og Þorlákur hafði loks betur. Sigurvítið, og fleiri augnablik úr úrslitaleiknum 20. september, má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. En ekki nóg með að leikurinn hafi verið spilaður á deginum hans Þorláks heldur tjáði móðir hans liðsmönnum síðar að sigurmarkið hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur kom í heiminn fyrir 23 árum. Þorlákur tók sitt eigið líf árið 2020. Fótboltaliðið sem vinir hans stofnuðu í minningu hans hefur hjálpað þeim að vinna úr sorginni.Vísir/einar Hvernig fannst ykkur að heyra það? „Alveg bara sjokkerandi sko, okkur fannst hitt nógu sjokkerandi og svo þetta einhvern veginn ofan á. Þessi dagur var þvílíkt persónulegur fyrir okkur. Og það voru allir svo gíraðir í þetta,“ segir Sigurður sem notar tækifærið og þakkar andstæðingunum í Knattspyrnufélaginu Loka kærlega fyrir drengilega framgöngu í úrslitaleiknum. Í Loka eru einnig margir félagar Þorláks. „Það gat ekki átt meira við. Þetta var dagurinn hans. Og við sannarlega heiðruðum það,“ segir Jónas. Og strákarnir eru hvergi nærri hættir. Utandeild KSÍ er næst á dagskrá. Allt fyrir Láka. Fótbolti Hafnarfjörður Geðheilbrigði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Þorlákur Ingi Sigmarsson var 21 árs þegar hann tók sitt eigið líf í lok árs 2020. Hann var ötull knattspyrnumaður úr Hafnarfirði og það hafði lengi blundað í honum og vinum hans úr bænum, sem hann átti nóg af, að stofna knattspyrnulið. Eftir að Þorlákur kvaddi kom ekki annað til greina en að vinirnir kæmu hugmyndinni til framkvæmda. Og knattspyrnuliðið Þorlákur var stofnað. „Þetta gerði svo mikið fyrir okkur að við strákarnir gátum hist, þó það væri ekki bara fótbolti. Bara að hittast og spjalla um hvernig menn höfðu það. Daglegt „chat“,“ segir Sigurður Tómas Hjartarson, vinur Þorláks og liðsmaður. Félagið hafi verið mikilvægur liður í að takast á við sorgina í kjölfar fráfalls Þorláks. „Svo viljum við líka sýna að fólki er ekki sama. Við erum að missa alltof marga úr sjálfsvígum. Ég held þetta sé bara risastórt fyrir suma, að sjá einmitt að fólki er ekki sama.“ Höfrungur í fyrra lífi Merki liðsins er höfrungur. Strákarnir lýsa því að Þorlákur hafi nefnilega alltaf talað um að hafa verið höfrungur í fyrra lífi. „Það fór aldrei á milli mála þegar Þorlákur var með okkur í herbergi. Hann var alltaf skærasta ljósið í herberginu,“ segir Jónas Eyjólfur Jónasson, einnig vinur Þorláks og liðsmaður. „Hann hló mest, mestu lætin. Hvað getur maður sagt? Hann var bara svo... engum líkur. Hann var „one of a kind.“ Þess vegna skilur hann svo rosalega stórt skarð eftir sig. Hann var svo mikil stoð og stytta í hópnum okkar,“ bætir Sigurður við. Sigurður Tómas Hjartarson og Jónas Eyjólfur Jónasson.Vísir/einar Og liðið var skráð til leiks í Boladeildina, helstu utandeild landsins í knattspyrnu, og vann sig upp í úrslitaleikinn. Sem fyrir algjöra tilviljun var spilaður á afmælisdegi Þorláks, 20. september. Leikurinn var spennuþrunginn. „Við lendum 1-0 undir en svörum strax með þremur mörkum þannig að leikurinn var í 3-1. Það hélt ekki lengi því þeir jöfnuðu okkur svo í 3-3 og við förum í vítaspyrnukeppni, alveg fram í rauðan dauðann,“ segir Jónas. Ótrúlegar tilviljanir Og Þorlákur hafði loks betur. Sigurvítið, og fleiri augnablik úr úrslitaleiknum 20. september, má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. En ekki nóg með að leikurinn hafi verið spilaður á deginum hans Þorláks heldur tjáði móðir hans liðsmönnum síðar að sigurmarkið hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur kom í heiminn fyrir 23 árum. Þorlákur tók sitt eigið líf árið 2020. Fótboltaliðið sem vinir hans stofnuðu í minningu hans hefur hjálpað þeim að vinna úr sorginni.Vísir/einar Hvernig fannst ykkur að heyra það? „Alveg bara sjokkerandi sko, okkur fannst hitt nógu sjokkerandi og svo þetta einhvern veginn ofan á. Þessi dagur var þvílíkt persónulegur fyrir okkur. Og það voru allir svo gíraðir í þetta,“ segir Sigurður sem notar tækifærið og þakkar andstæðingunum í Knattspyrnufélaginu Loka kærlega fyrir drengilega framgöngu í úrslitaleiknum. Í Loka eru einnig margir félagar Þorláks. „Það gat ekki átt meira við. Þetta var dagurinn hans. Og við sannarlega heiðruðum það,“ segir Jónas. Og strákarnir eru hvergi nærri hættir. Utandeild KSÍ er næst á dagskrá. Allt fyrir Láka.
Fótbolti Hafnarfjörður Geðheilbrigði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira