Sakaður um að láta óæskileg ummæli falla um samstarfskonu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 07:00 Ime Udoka á hliðarlínunni á síðustu leiktíð. Eric Espada/Getty Images Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Ime Udoka hefði verið dæmdur í ársbann af félaginu fyrir samband við samstarfskonu. Um var að ræða framhjáhald þar sem Udoka er giftur maður. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu: „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar.“ Udoka náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en það var hans fyrsta sem aðalþjálfari Boston Celtics. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors. Sem stendur er framtíð hans óráðin þar sem forráðamenn félagsins segjast ætla að taka ákvörðun um hana þegar fram líða stundir. Þangað til mun Joe Mazzulla, aðstoðarmaður Udoka, stýra liðinu. Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Celtics og hefur hinn stóryrti Stephen A. Smith - sem starfar meðal annars fyrir ESPN - sagt að ákvörðunin sé „kjaftæði.“ Málið heldur hins vegar áfram að vinda upp á sig og nú hefur komið í ljós að Udoka hafði látið óæskileg ummæli falla í garð samstarfskonu sinnar, þó ekki þeirrar sem hann svaf hjá. Fyrrnefnda konan, ekki hjásvæfan, lét forráðamenn félagsins vita af hegðun þjálfarans og í kjölfarið fór af stað óháð rannsókn á hegðun hans. Í ljós kom að ásamt því að láta óæskileg ummæli falla um téða samstarfskonu þá væri hann að sofa hjá annarri. Í kjölfarið var hann svo dæmdur í ársbann og er alls óvíst hvort hann þjálfi áfram hjá félaginu. Brad Stevens, fyrrverandi þjálfari Boston Celtics og núverandi yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Celtics standi við bakið á báðum konum sem og öllum þeim konum sem vinna fyrir félagið. Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Ime Udoka hefði verið dæmdur í ársbann af félaginu fyrir samband við samstarfskonu. Um var að ræða framhjáhald þar sem Udoka er giftur maður. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu: „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar.“ Udoka náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en það var hans fyrsta sem aðalþjálfari Boston Celtics. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors. Sem stendur er framtíð hans óráðin þar sem forráðamenn félagsins segjast ætla að taka ákvörðun um hana þegar fram líða stundir. Þangað til mun Joe Mazzulla, aðstoðarmaður Udoka, stýra liðinu. Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Celtics og hefur hinn stóryrti Stephen A. Smith - sem starfar meðal annars fyrir ESPN - sagt að ákvörðunin sé „kjaftæði.“ Málið heldur hins vegar áfram að vinda upp á sig og nú hefur komið í ljós að Udoka hafði látið óæskileg ummæli falla í garð samstarfskonu sinnar, þó ekki þeirrar sem hann svaf hjá. Fyrrnefnda konan, ekki hjásvæfan, lét forráðamenn félagsins vita af hegðun þjálfarans og í kjölfarið fór af stað óháð rannsókn á hegðun hans. Í ljós kom að ásamt því að láta óæskileg ummæli falla um téða samstarfskonu þá væri hann að sofa hjá annarri. Í kjölfarið var hann svo dæmdur í ársbann og er alls óvíst hvort hann þjálfi áfram hjá félaginu. Brad Stevens, fyrrverandi þjálfari Boston Celtics og núverandi yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Celtics standi við bakið á báðum konum sem og öllum þeim konum sem vinna fyrir félagið.
Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn