Íslenski hesturinn á forsíðu New York Times Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2022 20:35 Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum, ásamt Stormi, sem er á forsíðu New York Times Magazine blaðsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn Stormur, sem er blesóttur, níu vetra verður heimsfrægur á morgun, því hann prýðir forsíðu New York Times Magazine blaðsins, sem kemur þá út. 150 milljónir manna eru áskrifendur af blaðinu á netinu, og blaðið verður líka gefið út í milljónum prentaðra eintaka. Davíð Jónsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir eiga hestabúgarðinn Skeiðvelli í Rangárþingi ytra þar sem þau eru með um hundrað hross. Þau þjónusta mikið ferðamenn, sem koma í ferðir í hestaleigunni hjá þeim og eru Bandaríkjamenn þar áberandi. Nýlega voru ljósmyndarar frá New York Times á Skeiðvöllum í tvo daga til að mynda hestana og hesturinn Stormur frá Hamrahóli er á forsíðu blaðsins. „Já, hann er bara algjör stjarna, stór og fallegur,“ segir Katrín og bætir við. „Ég var ekki alveg að trúa þessu fyrst en svo þegar það var búið að ráða True Nord líka í verkefnið þá sá ég að það var fúlasta alvara á bak við þetta og við bara tókum þátt í þessu.“ Ljósmyndastúdíói var komið fyrir í hesthúsinu þar sem 17 hestar á búinu voru myndaðir í bak og fyrir og verða þær myndir notaðar í blaðinu á nokkrum blaðsíðum, sem kynning á íslenska hestinum. „Þetta eru mjög listrænar myndir, við skulum bara segja það. Það eru miklir litir, ekkert endilega allar í fókus, þetta eru svona allt öðruvísi hestamyndir en maður hefur séð áður að minnsta kosti,“ segir Katrín og hlær. Hestarnir stóðu sig einstaklega vel í myndatökunni.Aðsend “Þetta fær mikla dreifingu því það eru um 150 milljón manns, sem eru áskrifendur af þessu blaði á netinu og einhver milljón eintaka, sem eru prentuð líka. Þetta er góð kynning fyrir íslenska hestinn, mér finnst það alveg frábært,“ segir Katrín. En af hverju er íslenski hesturinn svona vinsæll í útlöndum? „Ég er búin að finna þessar vinsældir bara hérna í sumar hjá okkur, en við erum búin að fá rosalega mikið af hópum til okkar frá Bandaríkjunum á hestasýningar og þá er svolítið gaman að geta bætt þessu við kynninguna, sagt þeim frá þessu, að kíkja í þetta blað þegar það kemur út,“ segir Katrín stolt af íslenska hestinum og þeirri athygli, sem hann er að fá í New York Times og víðar. Hér er Stormur á forsíðunni en myndir af fullt af öðrum hestum frá Skeiðvöllum eru svo inn í blaðinu.Aðsend Rangárþing ytra Hestar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Davíð Jónsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir eiga hestabúgarðinn Skeiðvelli í Rangárþingi ytra þar sem þau eru með um hundrað hross. Þau þjónusta mikið ferðamenn, sem koma í ferðir í hestaleigunni hjá þeim og eru Bandaríkjamenn þar áberandi. Nýlega voru ljósmyndarar frá New York Times á Skeiðvöllum í tvo daga til að mynda hestana og hesturinn Stormur frá Hamrahóli er á forsíðu blaðsins. „Já, hann er bara algjör stjarna, stór og fallegur,“ segir Katrín og bætir við. „Ég var ekki alveg að trúa þessu fyrst en svo þegar það var búið að ráða True Nord líka í verkefnið þá sá ég að það var fúlasta alvara á bak við þetta og við bara tókum þátt í þessu.“ Ljósmyndastúdíói var komið fyrir í hesthúsinu þar sem 17 hestar á búinu voru myndaðir í bak og fyrir og verða þær myndir notaðar í blaðinu á nokkrum blaðsíðum, sem kynning á íslenska hestinum. „Þetta eru mjög listrænar myndir, við skulum bara segja það. Það eru miklir litir, ekkert endilega allar í fókus, þetta eru svona allt öðruvísi hestamyndir en maður hefur séð áður að minnsta kosti,“ segir Katrín og hlær. Hestarnir stóðu sig einstaklega vel í myndatökunni.Aðsend “Þetta fær mikla dreifingu því það eru um 150 milljón manns, sem eru áskrifendur af þessu blaði á netinu og einhver milljón eintaka, sem eru prentuð líka. Þetta er góð kynning fyrir íslenska hestinn, mér finnst það alveg frábært,“ segir Katrín. En af hverju er íslenski hesturinn svona vinsæll í útlöndum? „Ég er búin að finna þessar vinsældir bara hérna í sumar hjá okkur, en við erum búin að fá rosalega mikið af hópum til okkar frá Bandaríkjunum á hestasýningar og þá er svolítið gaman að geta bætt þessu við kynninguna, sagt þeim frá þessu, að kíkja í þetta blað þegar það kemur út,“ segir Katrín stolt af íslenska hestinum og þeirri athygli, sem hann er að fá í New York Times og víðar. Hér er Stormur á forsíðunni en myndir af fullt af öðrum hestum frá Skeiðvöllum eru svo inn í blaðinu.Aðsend
Rangárþing ytra Hestar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira