Handbolti

Um­fjöllun: KA/Þór-Haukar 26-25 | Naumur sigur heima­liðsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rut Arnfjörð Jónsdóttir skoraði fimm mörk í liði KA/Þórs.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir skoraði fimm mörk í liði KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét

KA/Þór vann nauman eins marks sigur á Haukum í Olís deild kvenna i handbolta í dag, lokatölur 26-25.

Leikurinn var æsispennandi en Akureyringar voru þó alltaf hænuskrefi á undan. KA/Þór skoraði, Haukar jöfnuðu, KA/Þór skoraði, Haukar jöfnuðu. Svona var leikurinn í upphafi eða allt þangað til heimaliðið komst í tveggja marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks. Undir lok fyrri hálfleiks tókst Haukum hins vegar að minnka muninn í eitt mark og var staðan 11-10 er flautað var til hálfleiks.

Hægt og rólega náði KA/Þór að auka forystu sína í síðari hálfleik. Haukar voru þó aldrei langt undan en munurinn var mest þrjú mörk. Haukar náðu áhlaupi undir lok leiks en tókst ekki að jafna metin, lokatölur 26-25 og sigur Akureyringa staðreynd.

Var þetta fyrsti sigur KA/Þórs á mótinu en liðið tapaði með eins marks mun fyrir ÍBV í fyrstu umferð. Haukar hafa á sama tíma tapað báðum sínum leikjum.

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir voru markahæstar í liði KA/Þórs með fimm mörk hvor á meðan Matea Lonac fór hamförum í markinu. Alls varði hún 20 skot. Elín Klara Þorkelsdóttir var allt í öllu í liði Hauka en hún skoraði níu mörk. Þá varði Margrét Einarsdóttir 10 skot í markinu.

KA/Þór mætir Stjörnunni í næstu umferð á meðan Haukar fá nýliða Selfoss í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×