Watford heldur þar með áfram að skipta út knattspyrnustjórum eins og síðustu ár en félagið rak Rob Edwards eftir að hann hafði aðeins stýrt liðinu í ellefu leikjum.
Edwards, sem er 39 ára, var ráðinn til Watford í maí eftir að hafa stýrt Forest Green Rovers upp úr ensku D-deildinni.
Að meðaltali hafa síðustu knattspyrnustjórar Watford, á síðustu þremur árum, aðeins enst í 18 leiki. Bilic er sá níundi sem ráðinn er til félagsins síðan þá og kemur á eftir kunnum stjórum á borð við Roy Hodgson, Claudio Ranieri og fleiri.
Since September 2019, Watford have had EIGHT managers :
— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 26, 2022
- Quique S. Flores
- Hayden Mullins
- Nigel Pearson
- Vladimir Ivi
- Xisco Munoz
- Claudio Ranieri
- Roy Hodgson
- Rob Edwards
And now Slaven Bilic makes it nine. That is a new manager every 18 MATCHES. pic.twitter.com/Rn3mf8our2
Watford er í 10. sæti ensku B-deildarinnar með 14 stig eftir 10 leiki en liðið gerði 2-2 jafntefli við Sunderland í síðasta leik og hefur þar með leikið þrjá leiki í röð án sigurs. Liðið er níu stigum á eftir toppliði Sheffield United.
Hinn 54 ára Bilic starfaði síðast í enska boltanum þegar hann stýrði WBA 2019-2020 og hann stýrði einnig West Ham á árunum 2015-2017. Síðasta starf hans var hins vegar í Kína þar sem hann stýrði Beijing Guoan.