Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.

Bandarískur ferðamaður sem hefur setið fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í gær vegna veðurs. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum.

Við sjáum myndir af tjóni eftir óveðrið og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Næstum annað hvert vistheimili á landinu hefur orðið uppvíst að einhvers konar ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum. Nú þegar hafa um tólf hundruð manns fengið greiddar sanngirnisbætur en umsjónarmaður þeirra segir stefnuleysi hafi ríkt í málefnum barna og ungmenna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og Íslandi í dag.

Bólusetningar gegn kórónuveirunni og inflúensu hefjast aftur í Laugardalshöll á morgun eftir hálfs árs hlé. Við verðum í beinni þaðan þar sem verið að gera allt tilbúið fyrir sprauturnar.

Þá kynnum við okkur umdeildan sigurvegara ítölsku kosninganna og glænýja könnun um vinsælustu sundlaug landsins auk þess sem við kíkjum á glæsilega hannyrðasýningu í Fljótshlíð.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×