Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2022 09:31 Benjamin Kallman og Nikola Vukcevic í baráttunni í einum af pollunum á vellinum í Podgorica í gærkvöld. Getty/Filip Filipovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Ísland hefði með sigri gegn Albaníu í kvöld mögulega getað komist í 2. styrkleikaflokk, með liðum á borð við England og Frakkland, en þarf að gera sér að góðu sæti í 3. flokki. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli á Evrópumótið, og nú er ljóst að Ísland þarf að minnsta kosti að slá við tveimur liðum sem eru hærra skráð en Ísland. En af hverju skipti einhver leikur í Svartfjallalandi máli í þessu sambandi? Málið er að lokastaða í Þjóðadeildinni, sem er að klárast í þessari viku (fyrir utan úrslitakeppni sem skiptir ekki máli í þessu sambandi), ræður röðun í styrkleikaflokka. Tíu efstu liðin úr A-deild Þjóðadeildar fara því í efsta styrkleikaflokk. Þýskaland er ekki talið með vegna þess að liðið er gestgjafi EM og fer ekki í undankeppnina. Fimm áminntir og einn fékk rautt í fyrri hálfleik Síðustu fimm liðin í A-deildinni fara svo í 2. styrkleikaflokk ásamt liðunum fjórum sem vinna sinn riðil í B-deildinni, og liðinu með bestan árangur í 2. sæti í B-deildinni (í því sambandi eru úrslit gegn neðsta liði hvers riðils strokuð út vegna þess að Rússland, sem dróst í riðil með Íslandi, var rekið úr keppni). Ísland hefði getað orðið það lið sem náði bestum árangri í 2. sæti í B-deild en með 2-0 útisigri sínum í gær eru Finnar öruggir um 2. sæti í sínum riðli og betri árangur en Ísland. Leikur Svartfjallalands og Finnlands í gær vakti athygli því heimamenn virtust eitthvað vanstilltir í fyrri hálfleik og uppskáru fjölda spjalda. Þar af fékk Zarko Tomasevic tvö gul og þar með rautt strax á 17. mínútu, en auðvelt var að renna til á rennblautum vellinum. Fimm aðrir fengu áminningu í fyrri hálfleiknum. Is there a war between Montenegro and Finland I didn t know about? pic.twitter.com/kdG4SPGkq4— Joshua Picken (@pickjo_507) September 26, 2022 Manni fleiri náðu Finnar svo að skora tvö mörk snemma í seinni hálfleik. Lætin voru ekki þau sömu og í fyrri hálfleik en þó fékk þjálfari Svartfjallalands, Miodrag Radulovic, rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Lærisveinar hans náðu hins vegar ekki að jafna metin sem hefði getað reynst íslenska landsliðinu svo dýrmætt, og Finnar fögnuðu kærkomnum sigri. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Sjá meira
Ísland hefði með sigri gegn Albaníu í kvöld mögulega getað komist í 2. styrkleikaflokk, með liðum á borð við England og Frakkland, en þarf að gera sér að góðu sæti í 3. flokki. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli á Evrópumótið, og nú er ljóst að Ísland þarf að minnsta kosti að slá við tveimur liðum sem eru hærra skráð en Ísland. En af hverju skipti einhver leikur í Svartfjallalandi máli í þessu sambandi? Málið er að lokastaða í Þjóðadeildinni, sem er að klárast í þessari viku (fyrir utan úrslitakeppni sem skiptir ekki máli í þessu sambandi), ræður röðun í styrkleikaflokka. Tíu efstu liðin úr A-deild Þjóðadeildar fara því í efsta styrkleikaflokk. Þýskaland er ekki talið með vegna þess að liðið er gestgjafi EM og fer ekki í undankeppnina. Fimm áminntir og einn fékk rautt í fyrri hálfleik Síðustu fimm liðin í A-deildinni fara svo í 2. styrkleikaflokk ásamt liðunum fjórum sem vinna sinn riðil í B-deildinni, og liðinu með bestan árangur í 2. sæti í B-deildinni (í því sambandi eru úrslit gegn neðsta liði hvers riðils strokuð út vegna þess að Rússland, sem dróst í riðil með Íslandi, var rekið úr keppni). Ísland hefði getað orðið það lið sem náði bestum árangri í 2. sæti í B-deild en með 2-0 útisigri sínum í gær eru Finnar öruggir um 2. sæti í sínum riðli og betri árangur en Ísland. Leikur Svartfjallalands og Finnlands í gær vakti athygli því heimamenn virtust eitthvað vanstilltir í fyrri hálfleik og uppskáru fjölda spjalda. Þar af fékk Zarko Tomasevic tvö gul og þar með rautt strax á 17. mínútu, en auðvelt var að renna til á rennblautum vellinum. Fimm aðrir fengu áminningu í fyrri hálfleiknum. Is there a war between Montenegro and Finland I didn t know about? pic.twitter.com/kdG4SPGkq4— Joshua Picken (@pickjo_507) September 26, 2022 Manni fleiri náðu Finnar svo að skora tvö mörk snemma í seinni hálfleik. Lætin voru ekki þau sömu og í fyrri hálfleik en þó fékk þjálfari Svartfjallalands, Miodrag Radulovic, rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Lærisveinar hans náðu hins vegar ekki að jafna metin sem hefði getað reynst íslenska landsliðinu svo dýrmætt, og Finnar fögnuðu kærkomnum sigri.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Sjá meira