Vextir, verðbólga og öskrandi verkkvíði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. september 2022 18:02 Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Nýtt fjárlagafrumvarp geymir hins vegar fá svör. Þar vantar markviss skref um aðhald í ríkisrekstri sem er mikilvægur þáttur þess að halda verðbólgu í skefjum. Þar vantar aðgerðir gegn verðbólgu og viðbrögð við vaxtahækkunum. Þar vantar framtíðarsýn og metnað fyrir heilbrigðiskerfið. Tekjuöflun eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu er ómarkviss – og hún er ósanngjörn. Þar virðist einfaldlega vanta skilning á því hver veruleiki margra heimila er. Alls konar gjöld hækka sem auka byrðar heimilanna – á meðan veiðigjöld standa óhreyfð. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Verðbólgan er ekki séríslenskt vandamál. En vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt meira hér á landi en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. En það eru ekki bara heimilin í landinu sem glíma við þungar afborganir. Fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vextir. Í þann kostnað fara fjármunir sem annars væri hægt að nýta í heilbrigðis- og velferðarkerfið. Það er dýrt að skulda en í stað þess að sýna aðhald og lækka kostnaðinn af skuldunum er vandanum bara slegið á frest og fluttur í fang næstu ríkisstjórnar. Það virðist ekki einu sinni þykja neitt til að staldra við hjá ríkisstjórninni að hallinn fyrir árið 2023 er næstum 90 milljarðar. Og það virðist ekki heldur þykja neitt til að tala um að það er stefnt að áframhaldandi halla næstu árin, reyndar alveg til 2027. Gjöld hækkuð á almenning Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu talaði fjármálaráðherra um tækifæri í einfaldara kerfi og sameiningu ríkisstofnana. Verst er að það er ekkert að finna um þessi tækifæri í frumvarpinu. Engar leiðir kynntar og ekkert plan. Það er eins og það sé feimnismál að reyna að snúa við hallarekstri ríkissjóðs, sem nemur yfir 500 milljörðum króna frá árinu 2019. Í stað þess að ríkisstjórnin leiti leiða til að draga úr kostnaði hefur ríkisstjórnin farið þá leið að hækka alls konar gjöld á almenning og auka á sama tíma útgjöld ríkisins. Millitekjufólk sem fær á sig skelllinn er auðvitað sama fólk og hefur í allt sumar fundið harkalega fyrir hækkandi vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi. Við blasir að auknar byrðar eru enn þyngri fyrir þá hópa sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Þau gjöld sem hækka munu ekki aðeins bíta heimilin heldur eru þau líkleg til að auka verðbólgu. Auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld, en reikningurinn til almennings Fjármálaráðherra talar um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná niður verðbólgu. Það er rétt hjá honum. Ríkisstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki þar. Nýja fjárlagafrumvarpið hans ómar hins vegar þær áherslur á engan hátt. Þar eru engar aðgerðir sjáanlegar. Krónutölugjöld eru hins vegar hækkuð miðað við vísitölu, eins og venjulega, þótt þau renni beint út í vísitölu neysluverðs. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann einan eftir með það mikilvæga verkefni að ná tökum á verðbólgu. Ríkisstjórnin stendur sjálf á hliðarlínunni og talar um að staðan sé í sjálfu sér góð. Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer leið sem er stjórnvöldum auðveld en almenningi erfið. Ríkisstjórnin er eins og lömuð af verkkvíða og heldur sig þess vegna bara við að gera það sem hún er vön að gera: að fresta því að takast á við vandamál en auka umsvif ríkisins án þess þó að bæta þjónustu við almenning. Áfram fer fjármagn í að greiða vexti en ekki í að styrkja innviði og brýn velferðarmál. Áfram er talað um að staðan sé góð svona miðað við að skuldirnar gætu kannski jafnvel bara verið enn hærri. Áfram gerist lítið sem ekkert. Fyrir það greiða heimili og fyrirtæki í landinu hátt gjald. Þau eru skilin eftir með reikninginn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Nýtt fjárlagafrumvarp geymir hins vegar fá svör. Þar vantar markviss skref um aðhald í ríkisrekstri sem er mikilvægur þáttur þess að halda verðbólgu í skefjum. Þar vantar aðgerðir gegn verðbólgu og viðbrögð við vaxtahækkunum. Þar vantar framtíðarsýn og metnað fyrir heilbrigðiskerfið. Tekjuöflun eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu er ómarkviss – og hún er ósanngjörn. Þar virðist einfaldlega vanta skilning á því hver veruleiki margra heimila er. Alls konar gjöld hækka sem auka byrðar heimilanna – á meðan veiðigjöld standa óhreyfð. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Verðbólgan er ekki séríslenskt vandamál. En vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt meira hér á landi en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. En það eru ekki bara heimilin í landinu sem glíma við þungar afborganir. Fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vextir. Í þann kostnað fara fjármunir sem annars væri hægt að nýta í heilbrigðis- og velferðarkerfið. Það er dýrt að skulda en í stað þess að sýna aðhald og lækka kostnaðinn af skuldunum er vandanum bara slegið á frest og fluttur í fang næstu ríkisstjórnar. Það virðist ekki einu sinni þykja neitt til að staldra við hjá ríkisstjórninni að hallinn fyrir árið 2023 er næstum 90 milljarðar. Og það virðist ekki heldur þykja neitt til að tala um að það er stefnt að áframhaldandi halla næstu árin, reyndar alveg til 2027. Gjöld hækkuð á almenning Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu talaði fjármálaráðherra um tækifæri í einfaldara kerfi og sameiningu ríkisstofnana. Verst er að það er ekkert að finna um þessi tækifæri í frumvarpinu. Engar leiðir kynntar og ekkert plan. Það er eins og það sé feimnismál að reyna að snúa við hallarekstri ríkissjóðs, sem nemur yfir 500 milljörðum króna frá árinu 2019. Í stað þess að ríkisstjórnin leiti leiða til að draga úr kostnaði hefur ríkisstjórnin farið þá leið að hækka alls konar gjöld á almenning og auka á sama tíma útgjöld ríkisins. Millitekjufólk sem fær á sig skelllinn er auðvitað sama fólk og hefur í allt sumar fundið harkalega fyrir hækkandi vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi. Við blasir að auknar byrðar eru enn þyngri fyrir þá hópa sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Þau gjöld sem hækka munu ekki aðeins bíta heimilin heldur eru þau líkleg til að auka verðbólgu. Auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld, en reikningurinn til almennings Fjármálaráðherra talar um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná niður verðbólgu. Það er rétt hjá honum. Ríkisstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki þar. Nýja fjárlagafrumvarpið hans ómar hins vegar þær áherslur á engan hátt. Þar eru engar aðgerðir sjáanlegar. Krónutölugjöld eru hins vegar hækkuð miðað við vísitölu, eins og venjulega, þótt þau renni beint út í vísitölu neysluverðs. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann einan eftir með það mikilvæga verkefni að ná tökum á verðbólgu. Ríkisstjórnin stendur sjálf á hliðarlínunni og talar um að staðan sé í sjálfu sér góð. Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer leið sem er stjórnvöldum auðveld en almenningi erfið. Ríkisstjórnin er eins og lömuð af verkkvíða og heldur sig þess vegna bara við að gera það sem hún er vön að gera: að fresta því að takast á við vandamál en auka umsvif ríkisins án þess þó að bæta þjónustu við almenning. Áfram fer fjármagn í að greiða vexti en ekki í að styrkja innviði og brýn velferðarmál. Áfram er talað um að staðan sé góð svona miðað við að skuldirnar gætu kannski jafnvel bara verið enn hærri. Áfram gerist lítið sem ekkert. Fyrir það greiða heimili og fyrirtæki í landinu hátt gjald. Þau eru skilin eftir með reikninginn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun