„Skandall að hún sé að hætta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 13:00 Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik KA/Þórs og Hauka sem Norðankonur unnu 26-25. Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik Þórs/KA og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta um helgina en hún tilkynnti nýverið að skórnir væru komnir upp í hillu. Hún var því til umræðu í Seinni bylgjunni. Martha verður 39 ára á árinu og ákvað að láta gott heita eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu tvö ár. Hún er hins vegar komin út í þjálfun og var á skýrslu hjá KA/Þórs liðinu í leiknum auk þess sem hún sinnir yngri flokkum hjá KA. Það er viðeigandi að hún hafi verið heiðruð fyrir þennan leik þar sem Haukar eru liðið sem hún lék með í bænum á sínum tíma. Þar vann hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitil, sem hún náði svo að endurtaka uppeldisfélaginu á þarsíðasta tímabili. „Það er skandall að hún sé að hætta,“ sagði Einar Jónsson í Seinni bylgjunni. „Hún á að taka allavega þrjú til fimm ár í viðbót,“ bætti hann við. Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir benti þá á það að eiginmaður hennar, Heimir Örn Árnason, fyrrum leikmaður KA, hefði verið jafn gamall þegar hann hætti. „Ég hefði tekið allavega eitt í viðbót og gæti þá alltaf sagt: „Heimir, manstu að ég spilaði lengur en þú? Og ég gekk með öll börnin“,“ sagði Svava. „Gekk ekki Heimir með eitt? Mig minnir það,“ sagði Einar þá sposkur. Klippa: Seinni bylgjan: Martha heiðruð Fer treyjan upp í rjáfur? Þá var því velt upp hvort að áttan, númerið sem Martha bar fyrir félagið, yrði lagt til hliðar til að heiðra hana. „Mér finnst hún 100 prósent eiga það skilið og mér finnst bara mjög líklegt að þeir geri það. Hún er algjör fyrirmynd fyrir yngri konur og bara fólk í íþróttum yfirhöfuð. Ég fæ bara gæsahúð,“ „Þetta er frábær íþróttamaður og það er bara leiðinlegt að hún sé að hætta. En við verðum bara að sýna því skilning,“ sagði Einar þá. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira
Martha verður 39 ára á árinu og ákvað að láta gott heita eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu tvö ár. Hún er hins vegar komin út í þjálfun og var á skýrslu hjá KA/Þórs liðinu í leiknum auk þess sem hún sinnir yngri flokkum hjá KA. Það er viðeigandi að hún hafi verið heiðruð fyrir þennan leik þar sem Haukar eru liðið sem hún lék með í bænum á sínum tíma. Þar vann hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitil, sem hún náði svo að endurtaka uppeldisfélaginu á þarsíðasta tímabili. „Það er skandall að hún sé að hætta,“ sagði Einar Jónsson í Seinni bylgjunni. „Hún á að taka allavega þrjú til fimm ár í viðbót,“ bætti hann við. Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir benti þá á það að eiginmaður hennar, Heimir Örn Árnason, fyrrum leikmaður KA, hefði verið jafn gamall þegar hann hætti. „Ég hefði tekið allavega eitt í viðbót og gæti þá alltaf sagt: „Heimir, manstu að ég spilaði lengur en þú? Og ég gekk með öll börnin“,“ sagði Svava. „Gekk ekki Heimir með eitt? Mig minnir það,“ sagði Einar þá sposkur. Klippa: Seinni bylgjan: Martha heiðruð Fer treyjan upp í rjáfur? Þá var því velt upp hvort að áttan, númerið sem Martha bar fyrir félagið, yrði lagt til hliðar til að heiðra hana. „Mér finnst hún 100 prósent eiga það skilið og mér finnst bara mjög líklegt að þeir geri það. Hún er algjör fyrirmynd fyrir yngri konur og bara fólk í íþróttum yfirhöfuð. Ég fæ bara gæsahúð,“ „Þetta er frábær íþróttamaður og það er bara leiðinlegt að hún sé að hætta. En við verðum bara að sýna því skilning,“ sagði Einar þá. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira