Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2022 08:00 Björgvin Njáll Ingólfsson kvartaði til Grímsnes- og Grafningshrepps og síðar innviðaráðuneytisins þar sem þeir sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu þurfa að greiða nærri þrefalt meira fyrir árskortið í sund á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru þar með lögheimili. vísir Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. Ráðuneytið sendi erindi til sveitarfélagsins fyrr í mánuðinum vegna kvörtunar einstaklings sem hefur óskað eftir úrskurði ráðuneytisins vegna óútskýrðrar mismununar við gjaldtökuna, líkt og þar segir. Vill maðurinn meina að gjaldskrá sundlaugarinnar standist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, meginregluna um bann við mismunun eftir búsetu og sömuleiðis að gjaldskráin sé ekki í samræmi við lögmætis- eða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Björgvin Njáll Ingólfsson ákvað að gera eitthvað í málunum.Aðsend Árskortið nærri þrisvar sinnum dýrara Þegar litið er til gjaldskrár íþróttamiðstöðvarinnar að Borg í Grímsnesi segir á heimasíðunni að stakur tími fyrir fullorðna í sund kosti 1.050 krónur. Hægt sé að kaupa árskort í sund og þreksal á 35 þúsund krónur. Á fundi sveitarstjórnar í desember síðastliðinn var ákveðið að halda áfram að bjóða fullorðnum íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu árskort í sund, þreksal og íþróttasal á 12 þúsund krónur. Árskortið er því nærri þrisvar sinnum dýrara fyrir þá sem eiga ekki lögheimili í sveitarfélaginu. Ekki er að sjá á heimasíðu íþróttamiðstöðvarinnar að gjaldskrá fyrir íbúa með lögheimili í sveitarfélaginu sé sérstaklega auglýst. Fyrir börn með lögheimili utan Grímsnes- og Grafningshrepps er árskortið á 17.500 krónur, en 4.500 krónur fyrir börn með lögheimili í sveitarfélaginu. Finnst ekkert leiðinlegt að vera með vesen Maðurinn sem kvartaði til sveitarfélagsins og síðar innviðaráðuneytisins heitir Björgvin Njáll Ingólfsson. Hann á sjálfur sumarbústað í Grímsnes- og Grafningshreppi og svíður það að fá ekki að njóta sömu kjara og þeir sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu. Björgvin Njáll segir að hann borgi fasteignagjöld og fleira til sveitarfélagsins, en hann geti hins vegar ekki verið með skráð lögheimili þar sem um er að ræða sumarbústað. „Ég er með bústað ekki langt frá Borg í Grímsnesi og datt á sínum tíma í hug að það gæti verið sniðugt að kaupa árskort í sundlaugina, enda sá ég fram á að vera reglulegur gestur þarna í lauginni. En þá tók ég eftir því að það kostaði margfalt meira fyrir mig að fara í sund á Borg samanborið við þá sem eru með lögheimili í hreppnum. Mér finnst augljóst að þetta brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Svo finnst mér nú ekkert leiðinlegt að búa til smá vesen, svo ég sendi erindi til sveitarfélagsins fyrir um ári,“ segir Björgvin Njáll í samtali við Vísi. Iða Marsibil Jónsdóttir tók við embætti sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps eftir sveitarkosningarnar í maí. Henni hefur verið falið, ásamt lögmanni sveitarfélagsins, að svara ráðuneytinu.GOGG Sveitarstjóra og lögmanni falið að svara ráðuneytinu Erindi ráðuneytisins var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í síðustu viku og hefur nýjum sveitarstjóra, Iðu Marsibil Jónsdóttur, verið falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Í bréfi ráðuneytisins segir að mat verði lagt á hvort að tilefni sé til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins vegna gjaldskrárinnar til formlegrar umfjöllunar á grundvelli sveitarstjórnarlaga. Björgvin Njáll sendi fyrst kvörtun til sveitarstjórnar vegna málsins sumarið 2021 og barst honum svar frá þáverandi sveitarstjóra, Ingibjörgu Harðardóttur, í september sama ár. Í svari sveitarstjórans, sem fréttastofa hefur undir höndum, er lögð áhersla á að rekstur sundlauga sé ólögbundið verkefni sveitarfélaga. Rekin í þágu íbúa sveitarfélagsins Í niðurlagi bréfsins segir að sundlaugin og þreksalurinn séu opin öllum óháð búsetu. „Eini munurinn er sá að íbúar sveitarfélagsins geta keypt árskort á hagstæðara verði en þeir sem eru með lögheimili utan sveitarfélagsins. Ástæða þess að íbúar sveitarfélagsins geta keypt árskort á hagstæðara verði en þeir sem eru með lögheimili utan sveitarfélagsins er annars vegar súað íþróttamiðstöðin er rekin af sveitarfélaginu í þágu íbúa þess […] Reynslan sýnir að afslátturinn hefur stóraukið notkun íbúa á sundlauginni og ekki síst yfir vetrartímann. Þannig má fullyrða að ákvörðun um lækkun gjalda til íbúa hafi stuðlað að bættri lýðheilsu og aukinni hreyfingu íbúa sveitarfélagsins. Borg í Grímsnesi.South.is Hins vegar greiða íbúar útsvar til sveitarfélagsins, sem er meðal annars nýtt til að fjármagna rekstur sundlaugarinnar til viðbótar við aðgangseyrinn. Sama gildir ekki um þá gesti íþróttamiðstöðvarinnar sem eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum. Af þessum sökum telur sveitarfélagið að það sé eðlilegt og málefnanlegt að íbúar fái afslátt af árskortum í íþróttamiðstöðina,“ segir í svari sveitarstjórans þáverandi. Innviðaráðuneytið óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna málsins fyrir 3. október næstkomandi. Grímsnes- og Grafningshreppur Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Ráðuneytið sendi erindi til sveitarfélagsins fyrr í mánuðinum vegna kvörtunar einstaklings sem hefur óskað eftir úrskurði ráðuneytisins vegna óútskýrðrar mismununar við gjaldtökuna, líkt og þar segir. Vill maðurinn meina að gjaldskrá sundlaugarinnar standist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, meginregluna um bann við mismunun eftir búsetu og sömuleiðis að gjaldskráin sé ekki í samræmi við lögmætis- eða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Björgvin Njáll Ingólfsson ákvað að gera eitthvað í málunum.Aðsend Árskortið nærri þrisvar sinnum dýrara Þegar litið er til gjaldskrár íþróttamiðstöðvarinnar að Borg í Grímsnesi segir á heimasíðunni að stakur tími fyrir fullorðna í sund kosti 1.050 krónur. Hægt sé að kaupa árskort í sund og þreksal á 35 þúsund krónur. Á fundi sveitarstjórnar í desember síðastliðinn var ákveðið að halda áfram að bjóða fullorðnum íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu árskort í sund, þreksal og íþróttasal á 12 þúsund krónur. Árskortið er því nærri þrisvar sinnum dýrara fyrir þá sem eiga ekki lögheimili í sveitarfélaginu. Ekki er að sjá á heimasíðu íþróttamiðstöðvarinnar að gjaldskrá fyrir íbúa með lögheimili í sveitarfélaginu sé sérstaklega auglýst. Fyrir börn með lögheimili utan Grímsnes- og Grafningshrepps er árskortið á 17.500 krónur, en 4.500 krónur fyrir börn með lögheimili í sveitarfélaginu. Finnst ekkert leiðinlegt að vera með vesen Maðurinn sem kvartaði til sveitarfélagsins og síðar innviðaráðuneytisins heitir Björgvin Njáll Ingólfsson. Hann á sjálfur sumarbústað í Grímsnes- og Grafningshreppi og svíður það að fá ekki að njóta sömu kjara og þeir sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu. Björgvin Njáll segir að hann borgi fasteignagjöld og fleira til sveitarfélagsins, en hann geti hins vegar ekki verið með skráð lögheimili þar sem um er að ræða sumarbústað. „Ég er með bústað ekki langt frá Borg í Grímsnesi og datt á sínum tíma í hug að það gæti verið sniðugt að kaupa árskort í sundlaugina, enda sá ég fram á að vera reglulegur gestur þarna í lauginni. En þá tók ég eftir því að það kostaði margfalt meira fyrir mig að fara í sund á Borg samanborið við þá sem eru með lögheimili í hreppnum. Mér finnst augljóst að þetta brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Svo finnst mér nú ekkert leiðinlegt að búa til smá vesen, svo ég sendi erindi til sveitarfélagsins fyrir um ári,“ segir Björgvin Njáll í samtali við Vísi. Iða Marsibil Jónsdóttir tók við embætti sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps eftir sveitarkosningarnar í maí. Henni hefur verið falið, ásamt lögmanni sveitarfélagsins, að svara ráðuneytinu.GOGG Sveitarstjóra og lögmanni falið að svara ráðuneytinu Erindi ráðuneytisins var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í síðustu viku og hefur nýjum sveitarstjóra, Iðu Marsibil Jónsdóttur, verið falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Í bréfi ráðuneytisins segir að mat verði lagt á hvort að tilefni sé til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins vegna gjaldskrárinnar til formlegrar umfjöllunar á grundvelli sveitarstjórnarlaga. Björgvin Njáll sendi fyrst kvörtun til sveitarstjórnar vegna málsins sumarið 2021 og barst honum svar frá þáverandi sveitarstjóra, Ingibjörgu Harðardóttur, í september sama ár. Í svari sveitarstjórans, sem fréttastofa hefur undir höndum, er lögð áhersla á að rekstur sundlauga sé ólögbundið verkefni sveitarfélaga. Rekin í þágu íbúa sveitarfélagsins Í niðurlagi bréfsins segir að sundlaugin og þreksalurinn séu opin öllum óháð búsetu. „Eini munurinn er sá að íbúar sveitarfélagsins geta keypt árskort á hagstæðara verði en þeir sem eru með lögheimili utan sveitarfélagsins. Ástæða þess að íbúar sveitarfélagsins geta keypt árskort á hagstæðara verði en þeir sem eru með lögheimili utan sveitarfélagsins er annars vegar súað íþróttamiðstöðin er rekin af sveitarfélaginu í þágu íbúa þess […] Reynslan sýnir að afslátturinn hefur stóraukið notkun íbúa á sundlauginni og ekki síst yfir vetrartímann. Þannig má fullyrða að ákvörðun um lækkun gjalda til íbúa hafi stuðlað að bættri lýðheilsu og aukinni hreyfingu íbúa sveitarfélagsins. Borg í Grímsnesi.South.is Hins vegar greiða íbúar útsvar til sveitarfélagsins, sem er meðal annars nýtt til að fjármagna rekstur sundlaugarinnar til viðbótar við aðgangseyrinn. Sama gildir ekki um þá gesti íþróttamiðstöðvarinnar sem eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum. Af þessum sökum telur sveitarfélagið að það sé eðlilegt og málefnanlegt að íbúar fái afslátt af árskortum í íþróttamiðstöðina,“ segir í svari sveitarstjórans þáverandi. Innviðaráðuneytið óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna málsins fyrir 3. október næstkomandi.
Grímsnes- og Grafningshreppur Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira