„Litapallettan í ár er jarðlitirnir, mjúkir tónar og kremaðir“ sagði Gummi meðal annars um tískuna í haust. Hann fagnar því sjálfur að geta notað þykkari jakka, frakka, trefla og húfur núna. Hann segir að það sé „must“ að hafa þykkan trefil í haust.
Viðtalið við Gumma má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
„Top tips er að taka allt meira „loose fit“ og minna aðsniðið,“ segir Gummi sem kaupir flíkurnar einni stærð stærra núna.
Hlýr mittissíður jakki með loðkraga, flottur frakki og eru skyldueign fyrir þetta haustið að mati Gumma. Sjálfur fer hann sínar eigin leiðir og er óhræddur við að klæðast áberandi flíkum.
„Hafa bara sjálfstraustið til að vera maður sjálfur, í einu og öllu. Ég hef alltaf gert það, sama hvað fólki finnst um það.“
Gummi er sjálfur á leið á tískuvikuna í París um helgina ásamt kærustu sinni Línu Birgittu.