Öfugmæli að aðgerðir Seðlabankans komi heimilunum illa Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2022 12:23 Ásgeir Jónsson formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns svöruðu fyrir skýrslu nefndarinnar í morgun. Þrátt fyrir góðan hagvöxt, lítið atvinnuleysi og minnkandi verðbólgu eru blikur á lofti vegna stöðu efnahagsmála í öðrum löndum. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri segir að þeir sem gagnrýnt hafi aðgerðir Seðlabankans til að ná niður verðbólgu fari með öfugmælavísur. Verðbólga sé mesti óvinur þeirra verst settu í þjóðfélaginu og nú bendi margt til að aðgerðir til á ná henni niður séu farnar að virka. Í skýrslu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans í morgun kemur fram að versnandi alþjóðlegar efnahagshorfur að undanförnu kunni að hafa áhrif á íslenskan þjóðarbúskap. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum hafi til að mynda ekki verið meiri í áratugi og seðlabankar gripið til brattra vaxtahækkana. Þá hafi stríðið í Úkraínu leitt til hærra orkuverðs. Margt horfir þó til betri vegar samkvæmt skýrslunni. Í yfirlýsingu nefndarinnar, sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf í morgun, segir að mikil hækkun fasteignaverðs hér á landi hafi að mestu verið eignfjárdrifin og skuldir heimilanna fylgt tekjum síðustu ár. Heimilin hafi því ekki verið að auka skuldir sínar í hlutfalli við tekjur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir öfugmæli að aðgerðir bankans gegn verðbólgu komi verst niður á þeim sem minna hafi.Stöð 2/Egill „Beiting lánþegaskilyrða á fasteignamarkaði hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum, stuðlað að auknu hlutfalli eiginfjár og varðveitt greiðslugetu nýrra lántakenda. Þetta ásamt vaxtahækkunum hefur dregið úr spennu á fasteignamarkaði,“ sagði Ásgeir. Seðlabankinn hefur undanfarið hækkað meginvexti sína umtalsvert til að vinna gegn verðbólgu sem innanlands hefur aðallega verið drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs. Áshildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi vaxtahækkanir Seðlabankans harðlega í sérstökum umræðum á Alþingi í gær. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins hóf sérstakar umræður á Alþingi í gær þar sem hún sagði aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda í baráttunni við verðbólguna hafa gert illt verra.Vísir/Vilhelm „Eins og baráttunni gegn verðbólgunni hefur verið háttað eru aðgerðirnar gegn henni mun verri en verðbólgan sjálf og bitna einkum á heimilum og fyrirtækjum landsins,“ sagði Ásthildur Lóa á Alþingi í gær. Samkvæmt nýjustu mælingum er verðbólga nú komin niður í 9,3 prósent en hún var 9,7 prósent í ágúst og fór mest í 9,9 prósent í júlí. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir bankans hafi skilað árangri. „Þeir sem fara með slíkt mál, að aðgerðir Seðlabankans bitni verst á þeim tekjulægstu og það sé betra að hafa verðbólgu fara með öfugmælavísur. Af því að verðbólga kemur verst niður á þeim sem minnst hafa. Þannig að barátta Seðlabankans gegn verðbólgu er háð fyrir heimilin í landinu,“ sagði Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 28. september 2022 09:04 Líkur á að vaxandi áhætta tengdri fjármálastöðugleika haldi áfram Líkur eru á að áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi muni halda áfram að vaxa vegna versnandi ytri aðstæðna. 28. september 2022 08:35 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Í skýrslu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans í morgun kemur fram að versnandi alþjóðlegar efnahagshorfur að undanförnu kunni að hafa áhrif á íslenskan þjóðarbúskap. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum hafi til að mynda ekki verið meiri í áratugi og seðlabankar gripið til brattra vaxtahækkana. Þá hafi stríðið í Úkraínu leitt til hærra orkuverðs. Margt horfir þó til betri vegar samkvæmt skýrslunni. Í yfirlýsingu nefndarinnar, sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf í morgun, segir að mikil hækkun fasteignaverðs hér á landi hafi að mestu verið eignfjárdrifin og skuldir heimilanna fylgt tekjum síðustu ár. Heimilin hafi því ekki verið að auka skuldir sínar í hlutfalli við tekjur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir öfugmæli að aðgerðir bankans gegn verðbólgu komi verst niður á þeim sem minna hafi.Stöð 2/Egill „Beiting lánþegaskilyrða á fasteignamarkaði hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum, stuðlað að auknu hlutfalli eiginfjár og varðveitt greiðslugetu nýrra lántakenda. Þetta ásamt vaxtahækkunum hefur dregið úr spennu á fasteignamarkaði,“ sagði Ásgeir. Seðlabankinn hefur undanfarið hækkað meginvexti sína umtalsvert til að vinna gegn verðbólgu sem innanlands hefur aðallega verið drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs. Áshildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi vaxtahækkanir Seðlabankans harðlega í sérstökum umræðum á Alþingi í gær. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins hóf sérstakar umræður á Alþingi í gær þar sem hún sagði aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda í baráttunni við verðbólguna hafa gert illt verra.Vísir/Vilhelm „Eins og baráttunni gegn verðbólgunni hefur verið háttað eru aðgerðirnar gegn henni mun verri en verðbólgan sjálf og bitna einkum á heimilum og fyrirtækjum landsins,“ sagði Ásthildur Lóa á Alþingi í gær. Samkvæmt nýjustu mælingum er verðbólga nú komin niður í 9,3 prósent en hún var 9,7 prósent í ágúst og fór mest í 9,9 prósent í júlí. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir bankans hafi skilað árangri. „Þeir sem fara með slíkt mál, að aðgerðir Seðlabankans bitni verst á þeim tekjulægstu og það sé betra að hafa verðbólgu fara með öfugmælavísur. Af því að verðbólga kemur verst niður á þeim sem minnst hafa. Þannig að barátta Seðlabankans gegn verðbólgu er háð fyrir heimilin í landinu,“ sagði Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 28. september 2022 09:04 Líkur á að vaxandi áhætta tengdri fjármálastöðugleika haldi áfram Líkur eru á að áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi muni halda áfram að vaxa vegna versnandi ytri aðstæðna. 28. september 2022 08:35 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23
Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 28. september 2022 09:04
Líkur á að vaxandi áhætta tengdri fjármálastöðugleika haldi áfram Líkur eru á að áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi muni halda áfram að vaxa vegna versnandi ytri aðstæðna. 28. september 2022 08:35
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent