Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar - Valur 77-62 | Haukar völtuðu yfir Val Andri Már Eggertsson skrifar 28. september 2022 22:15 Hart barist í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í 2. umferð Subway deildar-kvenna. Öflugur varnarleikur Hauka lagði grunninn að sigrinum. Heimakonur litu aldrei um öxl eftir að hafa komist snemma í tíu stiga forystu og Valur ógnaði aldrei forskoti Hauka sem unnu 15 stiga sigur 77-62. Það gekk ekkert upp í sóknarleik Vals til að byrja með. Það tók Val tæplega sex mínútur að brjóta ísinn og koma stigum á töfluna. Valur hafði tekið tólf skot án árangurs en Sara Líf Boama sem byrjaði á bekknum gerði fyrstu körfu Vals og var staðan 10-2 þegar gestirnir komust á blað. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir setur niður sniðskotVísir/Vilhelm Ellefu af þrettán stigum Hauka í fyrsta leikhluta komu eftir tapaða bolta Vals og vítaskot. Valur tók átta þriggja stiga skot í fyrsta leikhluta og hitti ekki úr einu. Það var allt annað að sjá til Vals í öðrum leikhluta heldur en í þeim fyrsta. Það var miklu meira sjálfstraust í sóknarleiknum og var varnarleikurinn betri sem þvingaði Hauka í mistök. Eftir að hafa minnkað forskot Hauka niður í tvö stig fór Valur hins vegar að gefa eftir. Simone Gabriel Costa gerði aðeins sex stig í kvöldVísir/Vilhelm Eva Margrét Kristjánsdóttir var allt í öllu hjá Haukum í fyrri hálfleik. Hún og Keira Robinson gerðu 23 af 31 stigi Hauka í fyrri hálfleik. Haukar voru níu stigum yfir í hálfleik 31-22. Eva Margrét gerði 17 stig í kvöldVísir/Vilhelm Haukar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og náðu 9-2 áhlaupi sem varð til þess að Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, tók leikhlé sextán stigum undir. Eva Margrét Kristjánsdóttir fékk högg í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Valskonur gáfu mikið eftir undir lok þriðja leikhluta og var orkustigið í varnarleiknum lítið sem ekkert. Kiana Johnson endaði á að drippla þriðja leikhluta út þar sem hún vildi ekki skemma tölfræðina sína með skoti fyrir aftan miðju. Haukar voru með átján stiga forskot þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var eini leikhlutinn sem Valur vann en úrslit leiksins löngu ráðin. Haukar unnu að lokum fimmtán stiga sigur 77-62. Valskonur sátu eftir með sárt enniðVísir/Vilhelm Af hverju unnu Haukar? Þrátt fyrir að vera án Helenu Sverrisdóttur og Lovísu Henningsdóttur fylgdu Haukar eftir 51 stigs sigri gegn ÍR með frábærri frammistöðu gegn Val. Varnarleikur Hauka var frábær og settu heimakonur tóninn strax á fyrstu mínútu sem varð til þess að Valur þurfti þrettán tilraunir til að gera sína fyrstu körfu. Haukar litu síðan aldrei um öxlu og sigurinn verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson var allt í öllu í kvöld. Hún gerði 27 stig, tók 10 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og endaði með 37 framlagspunkta. Eva Margrét Kristjánsdóttir endaði einnig með tvöfalda tvennu. Eva gerði 17 stig og tók 10 fráköst. Eva gerði vel í sækja villur þar sem hún fiskaði níu villur. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var afar ómerkilegur. Þær leyfðu Haukum heldur auðveldlega að ýta sér úr öllum aðgerðum. Valur tapaði 27 boltum sem var ellefu boltum meira en Haukar. Kiana Johnson tapaði átta boltum í kvöld og var með 33 prósent skotnýtingu. Hvað gerist næst? Næsta miðvikudag mætast Keflavík og Haukar klukkan 20:15. Fimmtudaginn eftir viku eigast við Valur og ÍR klukkan 18:00 í Origo-höllinni. Ólafur: Leyfðum þeim að labba yfir okkur Ólafur Jónas var ekki sáttur með úrslit kvöldsinsVísir/Vilhelm Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var svekktur með tap kvöldsins. „Við mættum flatar frá fyrstu mínútu. Við vorum að klikka á vítum, sniðskotum og gerðum fimm stig eftir fyrsta leikhluta og við leyfðum þeim að labba yfir okkur,“ sagði Ólafur Jónas og hélt áfram. „Haukar ýttu okkur úr öllu sem við gerðum. Við undirbjuggum okkur fyrir það að Haukar myndu ýta í okkur en við brotnuðum bara niður. Við töpuðum 27 boltum sem er óásættanlegt og það á ekki að gerast.“ Valur minnkaði forskot Hauka niður í tvö stig í öðrum leikhluta og hefði Ólafur viljað sjá Val fylgja því betur eftir. „Svona er þetta stundum. Við vorum flatar, lélegar. Við verðum að fara yfir þetta og gera betur. Ég veit að við vorum að reyna en það gekk ekkert upp. Það er erfitt að snúa taflinu við þegar hlutirnir eru ekki að ganga og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Jónas að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Valur Körfubolti
Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í 2. umferð Subway deildar-kvenna. Öflugur varnarleikur Hauka lagði grunninn að sigrinum. Heimakonur litu aldrei um öxl eftir að hafa komist snemma í tíu stiga forystu og Valur ógnaði aldrei forskoti Hauka sem unnu 15 stiga sigur 77-62. Það gekk ekkert upp í sóknarleik Vals til að byrja með. Það tók Val tæplega sex mínútur að brjóta ísinn og koma stigum á töfluna. Valur hafði tekið tólf skot án árangurs en Sara Líf Boama sem byrjaði á bekknum gerði fyrstu körfu Vals og var staðan 10-2 þegar gestirnir komust á blað. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir setur niður sniðskotVísir/Vilhelm Ellefu af þrettán stigum Hauka í fyrsta leikhluta komu eftir tapaða bolta Vals og vítaskot. Valur tók átta þriggja stiga skot í fyrsta leikhluta og hitti ekki úr einu. Það var allt annað að sjá til Vals í öðrum leikhluta heldur en í þeim fyrsta. Það var miklu meira sjálfstraust í sóknarleiknum og var varnarleikurinn betri sem þvingaði Hauka í mistök. Eftir að hafa minnkað forskot Hauka niður í tvö stig fór Valur hins vegar að gefa eftir. Simone Gabriel Costa gerði aðeins sex stig í kvöldVísir/Vilhelm Eva Margrét Kristjánsdóttir var allt í öllu hjá Haukum í fyrri hálfleik. Hún og Keira Robinson gerðu 23 af 31 stigi Hauka í fyrri hálfleik. Haukar voru níu stigum yfir í hálfleik 31-22. Eva Margrét gerði 17 stig í kvöldVísir/Vilhelm Haukar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og náðu 9-2 áhlaupi sem varð til þess að Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, tók leikhlé sextán stigum undir. Eva Margrét Kristjánsdóttir fékk högg í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Valskonur gáfu mikið eftir undir lok þriðja leikhluta og var orkustigið í varnarleiknum lítið sem ekkert. Kiana Johnson endaði á að drippla þriðja leikhluta út þar sem hún vildi ekki skemma tölfræðina sína með skoti fyrir aftan miðju. Haukar voru með átján stiga forskot þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var eini leikhlutinn sem Valur vann en úrslit leiksins löngu ráðin. Haukar unnu að lokum fimmtán stiga sigur 77-62. Valskonur sátu eftir með sárt enniðVísir/Vilhelm Af hverju unnu Haukar? Þrátt fyrir að vera án Helenu Sverrisdóttur og Lovísu Henningsdóttur fylgdu Haukar eftir 51 stigs sigri gegn ÍR með frábærri frammistöðu gegn Val. Varnarleikur Hauka var frábær og settu heimakonur tóninn strax á fyrstu mínútu sem varð til þess að Valur þurfti þrettán tilraunir til að gera sína fyrstu körfu. Haukar litu síðan aldrei um öxlu og sigurinn verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson var allt í öllu í kvöld. Hún gerði 27 stig, tók 10 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og endaði með 37 framlagspunkta. Eva Margrét Kristjánsdóttir endaði einnig með tvöfalda tvennu. Eva gerði 17 stig og tók 10 fráköst. Eva gerði vel í sækja villur þar sem hún fiskaði níu villur. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var afar ómerkilegur. Þær leyfðu Haukum heldur auðveldlega að ýta sér úr öllum aðgerðum. Valur tapaði 27 boltum sem var ellefu boltum meira en Haukar. Kiana Johnson tapaði átta boltum í kvöld og var með 33 prósent skotnýtingu. Hvað gerist næst? Næsta miðvikudag mætast Keflavík og Haukar klukkan 20:15. Fimmtudaginn eftir viku eigast við Valur og ÍR klukkan 18:00 í Origo-höllinni. Ólafur: Leyfðum þeim að labba yfir okkur Ólafur Jónas var ekki sáttur með úrslit kvöldsinsVísir/Vilhelm Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var svekktur með tap kvöldsins. „Við mættum flatar frá fyrstu mínútu. Við vorum að klikka á vítum, sniðskotum og gerðum fimm stig eftir fyrsta leikhluta og við leyfðum þeim að labba yfir okkur,“ sagði Ólafur Jónas og hélt áfram. „Haukar ýttu okkur úr öllu sem við gerðum. Við undirbjuggum okkur fyrir það að Haukar myndu ýta í okkur en við brotnuðum bara niður. Við töpuðum 27 boltum sem er óásættanlegt og það á ekki að gerast.“ Valur minnkaði forskot Hauka niður í tvö stig í öðrum leikhluta og hefði Ólafur viljað sjá Val fylgja því betur eftir. „Svona er þetta stundum. Við vorum flatar, lélegar. Við verðum að fara yfir þetta og gera betur. Ég veit að við vorum að reyna en það gekk ekkert upp. Það er erfitt að snúa taflinu við þegar hlutirnir eru ekki að ganga og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti