Gríðarlegt eignatjón, einhverjir virtu lokanir að vettugi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. september 2022 20:01 Bílaleiga Akureyrar varð fyrir tugmilljóna tjóni á bílaflota sínum í óveðrinu á sunnudag. Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar segir að mögulega hefði átt að loka vegum fyrr. G.Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar tekur undir það. Vísir/Egill Bílaleigur sitja uppi með gríðarlegt tjón eftir óveðrið á sunnudag. Hjá einni þeirra skemmdust hátt í þrjátíu bílar. Vegagerðin hefði mátt loka vegum fyrr og manna lokanir að sögn upplýsingafulltrúa. Verið er að skoða að setja upp fleiri lokunarhlið. Ljóst er að gríðarlegt tjón varð á bílaflota margra bílaleiga í aftakaveðrinu á Suðaustur-og Austurlandi á sunnudag. Til að mynda gjöreyðilögðust tuttugu og fimm bílar á planinu við Ferðaþjónustuna Fjalldýrð á Möðrudal þar sem rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls undan veðrinu. Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur að tjónið hlaupi á tugum milljóna. „Að minnsta kosti fjórir til fimm bílar leigunnar sem voru á Möðrudalsöræfum ery gjörónýtir og yfir tuttugu bílar minna skemmdir eftir sandfok á sunnudag en þeir voru staðsettir víða á Suðaustur-og Austurlandi,“ segir Bergþór. Einn þeirra bíla Bílaleigu Akureyrar sem er gjörónýtur eftir óveðrið á sunnudag.Vísir/Kristján Bjarnason Bergþór telur að tjónið lendi að mestu á bílaleigunni en hvert og eitt tilvik verði metið. „Það er misjafnt hvaða tryggingar ökumenn þessara bíla eru með. Í einhverjum tilvikum keyptu þeir áður sérstaka sandfokstryggingu hjá okkur og þá lendir tjónið alfarið á okkur. En svo eru aðrir sem hafa engar tryggingar. Þetta eru samtöl sem við erum að eiga þessa dagana. Við treystum okkur hins vegar ekki til að rukka hvern og einn sem hefur enga tryggingu um meira en eina milljón króna þó tjónið sé miklu meira í langflestum tilvikum,“ segir Bergþór. Hann telur að Vegagerðin hefði mátt bregðast fyrr við en hún lokaði vegum þar sem veðurspáin var verst um klukkan tólf á sunnudag. „Ég hefði viljað sjá lokanirnar fyrr. Svo eru líka lokanir kannski bara með slá um hálfann veginn og ekki virtar. Þær hefðu mátt vera skýrari stundu mer bíl er lagt á veginn og þá kemst enginn framhjá. Við vitum að einhverjir ökumenn fóru áfram þrátt fyrir lokunarpóstanna,“ segir Bergþór. Bílaleiga Akureyrar gerir ráð fyrir að heildartjón fyrirtækisins liggi ekki fyrir fyrr en í lok vikunnar þegar öll ökutæki sem lentu í veðurofsanum séu komin í hús.Vísir/Kristján Bjarnason G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar tekur undir þetta eftir það sem nú hefur komið í ljós. „Í þessu tilviki hefði verið betra að loka fyrr. En við fórum hins vegar eftir okkar ítrustu starfsreglum við lokanirnar þ.e. þá er mið tekið að veðurspá og veðurhæð. Við hikuðum líka aðeins með að kalla út björgunarsveitir til að manna lokunarpóstanna þennan dag því þær höfðu í svo mörgu að snúast. Það hefði hins vegar átt að manna lokanirnar strax miðað við það sem svo gerðist,“ segir G. Pétur. Hann segir enn fremur að því miður hafi einhverjir ökumenn virt lokanirnar að vettugi en einhverjir hafi líka komið annars staðar frá. „Það er ljóst núna að einhverjir ökumenn fóru inn á svæði sem búið var að loka. En það voru líka ökumenn að koma frá vegi að Dettifossi og þar voru ekki lokanir í gildi,“ segir G. Pétur. Hann segir að eftir þetta atvik verði bætt við lokunarhliðum við veginn frá Dettifossi og Stuðlabergi. Þá verði farið heildstætt yfir það hvar vanti lokunarhlið. „Ef við þurfum að breyta einhverju verklagi eða gera eitthvað öðruvísi þá gerum við það því hugsanlega mun óveður af þessum toga gerast oftar,“ segir G. Pétur. Bílar Veður Ferðamennska á Íslandi Vegagerð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Ljóst er að gríðarlegt tjón varð á bílaflota margra bílaleiga í aftakaveðrinu á Suðaustur-og Austurlandi á sunnudag. Til að mynda gjöreyðilögðust tuttugu og fimm bílar á planinu við Ferðaþjónustuna Fjalldýrð á Möðrudal þar sem rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls undan veðrinu. Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur að tjónið hlaupi á tugum milljóna. „Að minnsta kosti fjórir til fimm bílar leigunnar sem voru á Möðrudalsöræfum ery gjörónýtir og yfir tuttugu bílar minna skemmdir eftir sandfok á sunnudag en þeir voru staðsettir víða á Suðaustur-og Austurlandi,“ segir Bergþór. Einn þeirra bíla Bílaleigu Akureyrar sem er gjörónýtur eftir óveðrið á sunnudag.Vísir/Kristján Bjarnason Bergþór telur að tjónið lendi að mestu á bílaleigunni en hvert og eitt tilvik verði metið. „Það er misjafnt hvaða tryggingar ökumenn þessara bíla eru með. Í einhverjum tilvikum keyptu þeir áður sérstaka sandfokstryggingu hjá okkur og þá lendir tjónið alfarið á okkur. En svo eru aðrir sem hafa engar tryggingar. Þetta eru samtöl sem við erum að eiga þessa dagana. Við treystum okkur hins vegar ekki til að rukka hvern og einn sem hefur enga tryggingu um meira en eina milljón króna þó tjónið sé miklu meira í langflestum tilvikum,“ segir Bergþór. Hann telur að Vegagerðin hefði mátt bregðast fyrr við en hún lokaði vegum þar sem veðurspáin var verst um klukkan tólf á sunnudag. „Ég hefði viljað sjá lokanirnar fyrr. Svo eru líka lokanir kannski bara með slá um hálfann veginn og ekki virtar. Þær hefðu mátt vera skýrari stundu mer bíl er lagt á veginn og þá kemst enginn framhjá. Við vitum að einhverjir ökumenn fóru áfram þrátt fyrir lokunarpóstanna,“ segir Bergþór. Bílaleiga Akureyrar gerir ráð fyrir að heildartjón fyrirtækisins liggi ekki fyrir fyrr en í lok vikunnar þegar öll ökutæki sem lentu í veðurofsanum séu komin í hús.Vísir/Kristján Bjarnason G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar tekur undir þetta eftir það sem nú hefur komið í ljós. „Í þessu tilviki hefði verið betra að loka fyrr. En við fórum hins vegar eftir okkar ítrustu starfsreglum við lokanirnar þ.e. þá er mið tekið að veðurspá og veðurhæð. Við hikuðum líka aðeins með að kalla út björgunarsveitir til að manna lokunarpóstanna þennan dag því þær höfðu í svo mörgu að snúast. Það hefði hins vegar átt að manna lokanirnar strax miðað við það sem svo gerðist,“ segir G. Pétur. Hann segir enn fremur að því miður hafi einhverjir ökumenn virt lokanirnar að vettugi en einhverjir hafi líka komið annars staðar frá. „Það er ljóst núna að einhverjir ökumenn fóru inn á svæði sem búið var að loka. En það voru líka ökumenn að koma frá vegi að Dettifossi og þar voru ekki lokanir í gildi,“ segir G. Pétur. Hann segir að eftir þetta atvik verði bætt við lokunarhliðum við veginn frá Dettifossi og Stuðlabergi. Þá verði farið heildstætt yfir það hvar vanti lokunarhlið. „Ef við þurfum að breyta einhverju verklagi eða gera eitthvað öðruvísi þá gerum við það því hugsanlega mun óveður af þessum toga gerast oftar,“ segir G. Pétur.
Bílar Veður Ferðamennska á Íslandi Vegagerð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11
„Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33
Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21