Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 08:52 Keflavíkurflugvöllur var lokaður í um fjóra klukkutíma í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins. Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lögregla hafði þá fengið tilkynningu um að ákveðinn pakki innihéldi sprengju. „Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar. Vellinum lokað í fjóra klukkutíma Flugvélin var dregin yfir á öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallað hot cargo svæði, þar sem lögregla hafði verið að störfum frá því í nótt. „Vellinum var lokað fyrri part nætur og vélin lendir þarna rétt rúmlega ellefu og það lentu engar vélar á vellinum eftir það. Völlurinn er opnaður aftur um þrjú leytið í nótt og síðan þá skilst mér að allt hafi verið nokkurn veginn samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, um atburði næturinnar. Einhverjar flugvélar fóru yfir til Akureyrar og Egilstaða meðan Keflavíkurflugvelli var lokað og ein fór til Glasgow. Þá var einhverjum flugvélum snúið við aftur á brottfarastað. „Á endanum voru einhverjar vélar sem að komu frá völlum sem þeir lentu á yfir til Keflavíkur eftir að það var opnað aftur þarna um þrjú leytið. Þannig það var einhver röskun og vafalaust hafa einhverjir farþegar fundið fyrir því en þessi lokun varði í fjóra klukkutíma eða svo,“ segir Guðjón. „Það getur vissulega komið til að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum eða veikindum meðal farþega eða eitthvað slíkt, en það er sem betur fer ekki algengt að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum,“ segir hann enn fremur. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Lögreglumál Smygl Tengdar fréttir Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lögregla hafði þá fengið tilkynningu um að ákveðinn pakki innihéldi sprengju. „Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar. Vellinum lokað í fjóra klukkutíma Flugvélin var dregin yfir á öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallað hot cargo svæði, þar sem lögregla hafði verið að störfum frá því í nótt. „Vellinum var lokað fyrri part nætur og vélin lendir þarna rétt rúmlega ellefu og það lentu engar vélar á vellinum eftir það. Völlurinn er opnaður aftur um þrjú leytið í nótt og síðan þá skilst mér að allt hafi verið nokkurn veginn samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, um atburði næturinnar. Einhverjar flugvélar fóru yfir til Akureyrar og Egilstaða meðan Keflavíkurflugvelli var lokað og ein fór til Glasgow. Þá var einhverjum flugvélum snúið við aftur á brottfarastað. „Á endanum voru einhverjar vélar sem að komu frá völlum sem þeir lentu á yfir til Keflavíkur eftir að það var opnað aftur þarna um þrjú leytið. Þannig það var einhver röskun og vafalaust hafa einhverjir farþegar fundið fyrir því en þessi lokun varði í fjóra klukkutíma eða svo,“ segir Guðjón. „Það getur vissulega komið til að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum eða veikindum meðal farþega eða eitthvað slíkt, en það er sem betur fer ekki algengt að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum,“ segir hann enn fremur.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Lögreglumál Smygl Tengdar fréttir Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23