Viðskipti innlent

Ljós­brá Baldurs­dóttir fyrsti kven­kyns for­stjóri PwC

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ljósbrá Baldursdóttir, nýr forstjóri PwC.
Ljósbrá Baldursdóttir, nýr forstjóri PwC. Aðsent

Ljósbrá Baldursdóttir hefur verið ráðin sem nýr forstjóri PwC en hún tekur við af Friðgeir Sigurðssyni. Ljósbrá verður fyrsta konan til þess að gegna þessari stöðu í 98 ára sögu félagsins á Íslandi.

Ljósbrá er endurskoðandi að mennt en hún hefur starfað hjá PwC síðan 2002. Einnig er hún viðskiptafræðimenntuð og lauk hún kennaramenntun.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Ljósbrá sé einnig fær bridge spilari en hún sé eina konan sem hafi orðið Íslandsmeistari í bridge í opnum flokki karla og kvenna.

Ljósbrá tekur við stöðunni frá og með 1. október. Fráfarandi forstjóri mun ekki yfirgefa félagið heldur starfa sem yfirlögfræðingur og sérfræðingur í skatta- og fyrirtækjalögfræði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×