„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2022 13:31 Tónlistargoðsögnin Elton John hreifst af Sean Dyche hjá Watford. epa/Hugo Marie Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins. Dyche var leikmaður Watford frá 2002 til 2005 og varð þá þjálfari liðsins árið 2011, sem var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann stýrði liðinu í 11. sæti í ensku B-deildinni sem var þá besti árangur liðsins í fjögur ár. Hann var hins vegar látinn fara sumarið 2012, eftir aðeins ár í starfi, þar sem Pozzo-fjölskyldan frá Ítalíu festi kaup á félaginu og vildi ráða sinn eigin þjálfara. Dyche var nýverið gestur í Proper Football-hlaðvarpinu hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, þar sem hann segist hafa átt gott samband við Elton John og að tónlistarstjarnan hafi meira að segja gefið honum viðurnefni. „Ég hitti hann nokkrum sinnum, segir Dyche. „Engillinn minn, ástin mín,“ merkti hann mig. Hann segði „hér er engillinn minn, ástin mín“, áður en ég fengi frá honum stærðarinnar knús,“ Þá kallaði Elton hann út eitt sinn þegar Dyche mætti á tónleika hjá honum. „Ég Stoney [Steve Stone] og Woany [Ian Woan] (þjálfarar í teymi Dyche hjá Burnley) fórum með eiginkonum okkar að sjá hann í Birmingham. Þegar hann gekk út á svið sagði hann: „Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche er hér í kvöld“,“. Stöðugleikinn meiri hjá Dyche en Watford Eftir að Dyche var sagt upp hjá Watford tók hann fljótlega við Burnley, hvar hann var þjálfari Jóhanns Berg Guðmundssonar frá því að hann keypti Jóhann frá Charlton árið 2016 allt þar til Dyche var sagt upp störfum í apríl síðastliðnum. Dyche stýrði Burnley því í tíu ár og færði félaginu töluverðan stöðugleika. Óhætt er að segja að stöðugleikinn hafi verið minni hjá Watford eftir brottför hans þaðan, en líkt og greint var frá í vikunni, er Slaven Bilic nýr þjálfari liðsins og er sá sautjándi til að stýra liðinu frá því að Dyche var rekinn árið 2012. Á þeim tíu árum sem Dyche var þjálfari Burnley voru 15 mismunandi þjálfarar sem héldu um stjórnartaumana hjá Watford. Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford. England Tónlist Enski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Dyche var leikmaður Watford frá 2002 til 2005 og varð þá þjálfari liðsins árið 2011, sem var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann stýrði liðinu í 11. sæti í ensku B-deildinni sem var þá besti árangur liðsins í fjögur ár. Hann var hins vegar látinn fara sumarið 2012, eftir aðeins ár í starfi, þar sem Pozzo-fjölskyldan frá Ítalíu festi kaup á félaginu og vildi ráða sinn eigin þjálfara. Dyche var nýverið gestur í Proper Football-hlaðvarpinu hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, þar sem hann segist hafa átt gott samband við Elton John og að tónlistarstjarnan hafi meira að segja gefið honum viðurnefni. „Ég hitti hann nokkrum sinnum, segir Dyche. „Engillinn minn, ástin mín,“ merkti hann mig. Hann segði „hér er engillinn minn, ástin mín“, áður en ég fengi frá honum stærðarinnar knús,“ Þá kallaði Elton hann út eitt sinn þegar Dyche mætti á tónleika hjá honum. „Ég Stoney [Steve Stone] og Woany [Ian Woan] (þjálfarar í teymi Dyche hjá Burnley) fórum með eiginkonum okkar að sjá hann í Birmingham. Þegar hann gekk út á svið sagði hann: „Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche er hér í kvöld“,“. Stöðugleikinn meiri hjá Dyche en Watford Eftir að Dyche var sagt upp hjá Watford tók hann fljótlega við Burnley, hvar hann var þjálfari Jóhanns Berg Guðmundssonar frá því að hann keypti Jóhann frá Charlton árið 2016 allt þar til Dyche var sagt upp störfum í apríl síðastliðnum. Dyche stýrði Burnley því í tíu ár og færði félaginu töluverðan stöðugleika. Óhætt er að segja að stöðugleikinn hafi verið minni hjá Watford eftir brottför hans þaðan, en líkt og greint var frá í vikunni, er Slaven Bilic nýr þjálfari liðsins og er sá sautjándi til að stýra liðinu frá því að Dyche var rekinn árið 2012. Á þeim tíu árum sem Dyche var þjálfari Burnley voru 15 mismunandi þjálfarar sem héldu um stjórnartaumana hjá Watford. Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford.
Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford.
England Tónlist Enski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira