Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2022 18:00 Úkraínskur hermaður skoðar leikskóla í Izyum þar sem Rússar héldu föngum og pyntuðu fólk. AP/Evgeniy Maloletka Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. Izyum var mikilvæg birgðastöð rússneska hersins og fóru fjölmargir hermenn þar í gegn. Úkraínskir hermenn ráku Rússa þó á brott frá héraðinu í skyndisókn í síðasta mánuði. Í kjölfarið fundu blaðamenn AP fréttaveitunnar tíu staði í Izyum þar sem Rússar pyntuðu fólk. Þeir staðfestu einnig að minnst átta hefðu verið myrtir við pyntingar og þar af voru sjö óbreyttir borgarar. Menn sem tengdust úkraínska hernum á einhvern hátt eru sagðir hafa ítrekað verið pyntaðir en hver sem er hefði getað verið tekinn til hliðar og pyntaður. Blaðamenn AP ræddu meðal annars við fólk sem var pyntað og lögregluþjóna í Izyum til að ná utan um umfang pyntinga þar. Læknir sem rætt var við sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með augljós sár eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Fangaklefi sem blaðamenn AP fundu í Izyum.AP/Evgeniy Maloletka Meðal þeirra sem ræddu við blaðamenn AP voru tveir úkraínskir hermenn sem lentu í höndum Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Þeir voru báðir pyntaðir grimmilega og svo sleppt, eingöngu til þess að vera handsamaðir aftur og pyntaðir aftur. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP þar sem rætt er við nokkra sem voru pyntaðir. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Meðal þeirra staða sem fólk var pyntað var heilsugæslustöð. Föngum Rússa var haldið í tveimur bílskúrum þar og voru þau færð inn í heilsugæslustöðina þar sem þau voru pyntuð. Viðmælendur fréttaveitunnar segja það hafa farið eftir hvaða herbergi um var að ræða hvernig þau voru pyntuð. Í einu hafi þau til að mynda verið pyntuð með raflosti og í öðru hafi þú verið beitt pyntingu sem á ensku kallast „waterboarding“. Það felst í því að setja tusku yfir andlit fólks og hella yfir það vatni og líkir pyntingaraðferðin eftir drukknun. Viðmælendur AP segja að konum hafi verið haldið í bílskúr nærri híbýlum rússneskra hermanna við heilsugæslustöðina og þeim hafi ítrekað verið nauðgað. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Izyum var mikilvæg birgðastöð rússneska hersins og fóru fjölmargir hermenn þar í gegn. Úkraínskir hermenn ráku Rússa þó á brott frá héraðinu í skyndisókn í síðasta mánuði. Í kjölfarið fundu blaðamenn AP fréttaveitunnar tíu staði í Izyum þar sem Rússar pyntuðu fólk. Þeir staðfestu einnig að minnst átta hefðu verið myrtir við pyntingar og þar af voru sjö óbreyttir borgarar. Menn sem tengdust úkraínska hernum á einhvern hátt eru sagðir hafa ítrekað verið pyntaðir en hver sem er hefði getað verið tekinn til hliðar og pyntaður. Blaðamenn AP ræddu meðal annars við fólk sem var pyntað og lögregluþjóna í Izyum til að ná utan um umfang pyntinga þar. Læknir sem rætt var við sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með augljós sár eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Fangaklefi sem blaðamenn AP fundu í Izyum.AP/Evgeniy Maloletka Meðal þeirra sem ræddu við blaðamenn AP voru tveir úkraínskir hermenn sem lentu í höndum Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Þeir voru báðir pyntaðir grimmilega og svo sleppt, eingöngu til þess að vera handsamaðir aftur og pyntaðir aftur. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP þar sem rætt er við nokkra sem voru pyntaðir. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Meðal þeirra staða sem fólk var pyntað var heilsugæslustöð. Föngum Rússa var haldið í tveimur bílskúrum þar og voru þau færð inn í heilsugæslustöðina þar sem þau voru pyntuð. Viðmælendur fréttaveitunnar segja það hafa farið eftir hvaða herbergi um var að ræða hvernig þau voru pyntuð. Í einu hafi þau til að mynda verið pyntuð með raflosti og í öðru hafi þú verið beitt pyntingu sem á ensku kallast „waterboarding“. Það felst í því að setja tusku yfir andlit fólks og hella yfir það vatni og líkir pyntingaraðferðin eftir drukknun. Viðmælendur AP segja að konum hafi verið haldið í bílskúr nærri híbýlum rússneskra hermanna við heilsugæslustöðina og þeim hafi ítrekað verið nauðgað.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira