Bíó og sjónvarp

Kennir gagn­kyn­hneigðum um slæmt gengi kvik­myndarinnar

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Billy Eichner er leikstjóri, handritshöfundur og einn aðalleikari kvikmyndarinnar Bros. 
Billy Eichner er leikstjóri, handritshöfundur og einn aðalleikari kvikmyndarinnar Bros.  Getty/Jerod Harris

Miðasala fyrir nýju kvikmyndina Bros gekk heldur dapurlega um helgina en Billy Eichner, leikstjóri, höfundur og einn aðalleikari myndarinnar, segir það ekki við myndina sjálfa að sakast, heldur gagnkynhneigt fólk sem mætti ekki. 

Um er að ræða rómantíska gamanmynd með hinsegin einstaklingum í forgrunni en hún var frumsýnd í síðustu viku. 

Þrátt fyrir góð viðbrögð frá gagnrýnendum og áhorfendum þénaði kvikmyndin aðeins 4,8 milljónir dala og var þar með aðeins fjórða vinsælasta myndin í Bandaríkjunum yfir helgina, að því er kemur fram í frétt Variety.

Í færslu á Twitter síðu sinni sagðist Eichner hafa laumað sér inn á eina smekkfulla sýningu í Los Angeles þar sem áhorfendur grétu úr hlátri og klöppuðu þegar myndinni lauk að hans sögn. Hann sagðist mjög stoltur af myndinni en kenndi slæmu gengi um það að kvikmyndin væri um samkynhneigða karlmenn.

„Gagnkynhneigt fólk, sérstaklega í ákveðnum hlutum landsins, mætti bara ekki fyrir Bros. Það eru vonbrigði en það er bara eins og það er,“ sagði Eichner og bætti við: „Allir sem eru ekki furðufuglar með fordóma gegn samkynhneigðum ættu að fara að sjá BROS í kvöld!“

Fullyrðingar Eichner féllu ekki beint vel í kramið hjá netverjum og margir sögðu það einfaldlega Eichner sjálfum að kenna að myndinni hafi ekki gengið betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.