Full ástæða til að halda áfram að kortleggja hatursorðræðu á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 14:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshópinn í sumar í kjölfar vísbendinga um vaxandi hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Vísir/Vilhelm Fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka hafa sótt fundi starfshóps forsætisráðherra gegn hatursorðræðu en formaður hópsins segir ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir. Þó erfitt sé að meta hvort hatursorðræða fari beinlínis vaxandi hér á landi sé full ástæða til að halda vinnunni áfram. Starfshópurinn var skipaður af forsætisráðherra í sumar til að bregðast við vísbendingum um vaxandi hatursorðræðu í íslensku samfélagi en á síðustu vikum hafa fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka sótt fundi hópsins. Dagný Jónsdóttir, formaður starfshópsins, segir fundina gefa þeim mikið fóður inn í umræðuna sem er fram undan. „Það höfðu allir bara mjög margt að segja sem að hittu hópinn og þetta voru mjög góðar og málefnalegar umræður, líka tilfinningaríkar, og það er einhvern veginn bara allt sviðið undir,“ segir Dagný. Hlutverk hópsins er að ná fram samhæfðum aðgerðum gegn hatursorðræðu í garð ýmissa hópa sem verða fyrir fordómum meðal annars vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðaernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. Starfshópurinn mun halda áfram að kortleggja stöðuna. „Við höldum ótrauð áfram og okkur er ætlað að skila fyrir áramót og það má líka geta þess að út frá þessu þá viljum við heyra í fleirum þannig við ætlum að halda opinn fund í lok október þar sem fólki gefst þá færi til að ræða þessi mál,“ segir Dagný. Hampa árangri Íslands í hinsegin málum Hvað hinsegin málefni varðar hefur Íslandi í gegnum tíðina verið hampað fyrir góðan árangur en stefna íslenskra stjórnvalda í hinsegin málum var til umfjöllunar á dögunum hjá miðlinum Pink News. Var þar vísað til þess að íslensk stjórnvöld stefni að því að binda endi á bann samkynhneigðra karlmanna til að gefa blóð, koma á fót þjálfun í hinsegin málefnum fyrir lögreglu, og tryggja viðeigandi heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Ísland væri ofarlega á svokölluðu regnbogakorti Evrópu en Danmörk hafi sótt í sig veðrið á meðan Bretland væri að falla úr lestinni. Hinsegin fólk á Íslandi hefur þó talað um ákveðið bakslag í baráttunni, meðal annars vegna hatursorðræðu, og var það áberandi punktur í kringum Hinsegin daga síðastliðinn ágúst. Þá sagðist mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð hafa miklar áhyggjur af stöðu hinsegin barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi en umræddur hópur yrði oft fyrir aðkasti innan og utan veggja skólans. Hvort meira þurfi til í þeim málaflokki, eða öðrum, segir Dagný í hið minnsta ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir eins og staðan er í dag en erfitt sé að leggja mat á það hvort hatursorðræða fari vaxandi. „Hlutverkið okkar er sem sagt að skoða hvort að stjórnvöld skuli setja heildstæða áætlun um þessar aðgerðir stjórnvalda. Mitt mat er það, og ég held að flestir geti tekið undir það með mér eftir þessi viðtöl, að það er svo sannarlega ástæða til að halda þessari vinnu áfram,“ segir Dagný. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01 Haturssíður með hýsingu á Íslandi Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu. 15. júlí 2022 16:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður af forsætisráðherra í sumar til að bregðast við vísbendingum um vaxandi hatursorðræðu í íslensku samfélagi en á síðustu vikum hafa fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka sótt fundi hópsins. Dagný Jónsdóttir, formaður starfshópsins, segir fundina gefa þeim mikið fóður inn í umræðuna sem er fram undan. „Það höfðu allir bara mjög margt að segja sem að hittu hópinn og þetta voru mjög góðar og málefnalegar umræður, líka tilfinningaríkar, og það er einhvern veginn bara allt sviðið undir,“ segir Dagný. Hlutverk hópsins er að ná fram samhæfðum aðgerðum gegn hatursorðræðu í garð ýmissa hópa sem verða fyrir fordómum meðal annars vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðaernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. Starfshópurinn mun halda áfram að kortleggja stöðuna. „Við höldum ótrauð áfram og okkur er ætlað að skila fyrir áramót og það má líka geta þess að út frá þessu þá viljum við heyra í fleirum þannig við ætlum að halda opinn fund í lok október þar sem fólki gefst þá færi til að ræða þessi mál,“ segir Dagný. Hampa árangri Íslands í hinsegin málum Hvað hinsegin málefni varðar hefur Íslandi í gegnum tíðina verið hampað fyrir góðan árangur en stefna íslenskra stjórnvalda í hinsegin málum var til umfjöllunar á dögunum hjá miðlinum Pink News. Var þar vísað til þess að íslensk stjórnvöld stefni að því að binda endi á bann samkynhneigðra karlmanna til að gefa blóð, koma á fót þjálfun í hinsegin málefnum fyrir lögreglu, og tryggja viðeigandi heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Ísland væri ofarlega á svokölluðu regnbogakorti Evrópu en Danmörk hafi sótt í sig veðrið á meðan Bretland væri að falla úr lestinni. Hinsegin fólk á Íslandi hefur þó talað um ákveðið bakslag í baráttunni, meðal annars vegna hatursorðræðu, og var það áberandi punktur í kringum Hinsegin daga síðastliðinn ágúst. Þá sagðist mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð hafa miklar áhyggjur af stöðu hinsegin barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi en umræddur hópur yrði oft fyrir aðkasti innan og utan veggja skólans. Hvort meira þurfi til í þeim málaflokki, eða öðrum, segir Dagný í hið minnsta ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir eins og staðan er í dag en erfitt sé að leggja mat á það hvort hatursorðræða fari vaxandi. „Hlutverkið okkar er sem sagt að skoða hvort að stjórnvöld skuli setja heildstæða áætlun um þessar aðgerðir stjórnvalda. Mitt mat er það, og ég held að flestir geti tekið undir það með mér eftir þessi viðtöl, að það er svo sannarlega ástæða til að halda þessari vinnu áfram,“ segir Dagný.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01 Haturssíður með hýsingu á Íslandi Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu. 15. júlí 2022 16:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42
Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01
Haturssíður með hýsingu á Íslandi Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu. 15. júlí 2022 16:00