Segja skráningu lyfja skilvirkustu lausnina við lyfjaskorti Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 4. október 2022 16:30 Hálfdan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Parlogis. Aðsent/Aldís Pálsdóttir Parlogis, stór dreifingaraðili lyfja á Íslandi, segir rangt að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. Það sé ekki í samræmi við upplýsingar sem Parlogis hafi gefið til Lyfjastofnunar vegna skýrslunnar. Skýrsla frá starfshópi um neyðarbirgðir á Íslandi kom út í lok síðasta mánaðar. Í skýrslunni eru hinir ýmsu vankantar á birgðastöðu lyfja, eldsneytis og annarra nauðsynja í mögulegu hættuástandi reifaðir. Þar kemur fram að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. „Lyfjabirgjar/lyfjaheildsalar eru á hverjum tíma með innan við mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum þ.e. lyf sem samningur er um við heilbrigðisstofnanir,“ segir í skýrslunni. Parlogis segir endingartíma almennra lyfja sem fyrirtækið birgðarstýri vera tvo og hálfan mánuð ekki innan við mánuð eins og skýrslan segi. Í augum fyrirtækisins sé lyfjaskortur alþjóðlegt vandamál sem geti átt sér hinar ýmsu skýringar. Þær algengustu séu alþjóðlegur skortur þar sem lyf séu ekki fáanleg á markaðssvæði Íslands, hitastigsfrávik í flutningum sem valdi því að lyfin séu ónothæf, mistök verði stundum í birgðastýringu en það sé sjaldgæft að það valdi lyfjaskorti og að lokum að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar. Fyrirtækið segir meiri líkur vera á lyfjaskorti hérlendis vegna þess að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar, myndist skortur á einu lyfi sé mikilvægt að hægt sé að nota lyf með sambærilega virkni í staðinn. „Meginforsenda þess að hægt sé að tryggja aðgengi að lyfjum er sú að lyfin séu skráð og markaðssett. Á Íslandi er staðan bagaleg hvað fjölda skráðra lyfja varðar en hér eru um 3.300 skráð vörunúmer samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Íslensk markaðsfyrirtæki vinna stöðugt að því að markaðssetja og skrá fleiri lyf en því miður er Ísland ekki ofarlega í forgangsröðun erlendra lyfjaframleiðenda,“ segir í tilkynningunni. Skilvirkustu leiðina við lyfjaskortinum segir Parlogis vera að fjölga skráðum lyfjum á íslenskum markaði. Skýrslu starfshópsins um neyðarbirgðir má lesa hér. Lyf Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Skýrsla frá starfshópi um neyðarbirgðir á Íslandi kom út í lok síðasta mánaðar. Í skýrslunni eru hinir ýmsu vankantar á birgðastöðu lyfja, eldsneytis og annarra nauðsynja í mögulegu hættuástandi reifaðir. Þar kemur fram að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. „Lyfjabirgjar/lyfjaheildsalar eru á hverjum tíma með innan við mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum þ.e. lyf sem samningur er um við heilbrigðisstofnanir,“ segir í skýrslunni. Parlogis segir endingartíma almennra lyfja sem fyrirtækið birgðarstýri vera tvo og hálfan mánuð ekki innan við mánuð eins og skýrslan segi. Í augum fyrirtækisins sé lyfjaskortur alþjóðlegt vandamál sem geti átt sér hinar ýmsu skýringar. Þær algengustu séu alþjóðlegur skortur þar sem lyf séu ekki fáanleg á markaðssvæði Íslands, hitastigsfrávik í flutningum sem valdi því að lyfin séu ónothæf, mistök verði stundum í birgðastýringu en það sé sjaldgæft að það valdi lyfjaskorti og að lokum að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar. Fyrirtækið segir meiri líkur vera á lyfjaskorti hérlendis vegna þess að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar, myndist skortur á einu lyfi sé mikilvægt að hægt sé að nota lyf með sambærilega virkni í staðinn. „Meginforsenda þess að hægt sé að tryggja aðgengi að lyfjum er sú að lyfin séu skráð og markaðssett. Á Íslandi er staðan bagaleg hvað fjölda skráðra lyfja varðar en hér eru um 3.300 skráð vörunúmer samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Íslensk markaðsfyrirtæki vinna stöðugt að því að markaðssetja og skrá fleiri lyf en því miður er Ísland ekki ofarlega í forgangsröðun erlendra lyfjaframleiðenda,“ segir í tilkynningunni. Skilvirkustu leiðina við lyfjaskortinum segir Parlogis vera að fjölga skráðum lyfjum á íslenskum markaði. Skýrslu starfshópsins um neyðarbirgðir má lesa hér.
Lyf Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira