Innlent

Hús­ráð­endur könnuðust ekkert við bíl­lyklana

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Bíllyklarnir gengu að bíl sem var fyrir utan húsið.
Bíllyklarnir gengu að bíl sem var fyrir utan húsið. Vísir/Vilhelm

Íbúar í Garðabæ hringdu á lögreglu fyrr í kvöld vegna bíllykla sem látnir höfðu verið inn um bréfalúgu á húsi þeirra.

Íbúarnir könnuðust ekkert við lyklana en bíllyklarnir gengu að bíl sem stóð auður fyrir utan húsið. Málið er í rannsókn samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um slagsmál í hverfi Laugardal en þegar lögregla kom á staðinn reyndist hafa verið um heimilisofbeldi að ræða.

Þá hafði lögregla afskipti af ölvuðum grunnskólakrökkum í miðbænum og tilkynnt var um innbrot í geymslu í sama hverfi, samkvæmt dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×