Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 11:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Á fundi í Seðlabankanum þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, kom skýrt fram að peningastefnunefndin teldi að skarpt stýrivaxtahækkunarferli væri farið að skila árangri. Ársverðbólga hefur lækkað úr 9,9 prósent í 9,3 prósent á milli mánaða. Það sem fer hratt upp getur farið hratt niður Á fundinum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að verðbólgan hafi hækkað skarpt undanfarin misseri, gæti hún að sama skapið hjaðnað fljótt. „Eins hratt og verðbólgan kom inn, í gegnum hækkanir á húsnæðisverði, eins hratt getur hún farið út aftur. Og það er að fara að gerast. Við sjáum fyrir okkur að einhverju leyti að þróun á fasteignamarkaði muni verða lykilþáttur til að ýta verðbólguvæntingum niður,“ sagði Ásgeir. Ítrekaði hann þó til að ná verðbólgunni niður væri samvinna lykilatriði. „Það að eiga við verðbólgu er samvinnuverkefni, sagði Ásgeir og vísaði í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í morgun þar sem segir eftirfarandi: Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum. Á fundinum sagðist Ásgeir að vonir stæðu til að toppinum á stýrivaxtahækkunum væri náð. Hann var þó með skýr skilaboð til verkalýðsfélaga og atvinnurekenda sem eru að gíra sig upp í kjarasamningalotu sem búist er að verði hörð, sem og ríkisstjórnarinnar: „Það sem við erum að gera núna er að gefa upp boltann. Seðlabankinn er búinn að ná árangri. Við erum búin að hækka vexti. Áhrifin eru komin fram. Ætla aðrir að taka við boltanum?, spurði Ásgeir, beinskeyttur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndarVísir/Vilhelm Þangað til að þessi orð voru látin falla hafði fundurinn að mestu verið á nokkuð léttum nótum. Greinilegt var þó að Ásgeir skipti um tón er hann lét þessu ummæli falla, hann bankaði létt í borðið til að leggja áherslu á orð sín, auk þess sem að raddblærinn var mun alvarlegri en á öðrum stundum fundarins. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum af okkur? Mögulega, ef það gengur eftir, þá kannski þurfum við ekki að beita vaxtatækjunum mikið meira. Það liggur alveg skýrt ef að þetta gengur í aðra átt þá verðum við að gera það. Það er enginn efi í okkar huga að auðvitað verðum við að ná þeim markmiðum sem okkur er sett samkvæmt lögum,“ sagði Ásgeir. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Kjaramál Stéttarfélög Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Væg hækkun nú vísbending um ánægju Seðlabankans Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. 5. október 2022 09:59 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Á fundi í Seðlabankanum þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, kom skýrt fram að peningastefnunefndin teldi að skarpt stýrivaxtahækkunarferli væri farið að skila árangri. Ársverðbólga hefur lækkað úr 9,9 prósent í 9,3 prósent á milli mánaða. Það sem fer hratt upp getur farið hratt niður Á fundinum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að verðbólgan hafi hækkað skarpt undanfarin misseri, gæti hún að sama skapið hjaðnað fljótt. „Eins hratt og verðbólgan kom inn, í gegnum hækkanir á húsnæðisverði, eins hratt getur hún farið út aftur. Og það er að fara að gerast. Við sjáum fyrir okkur að einhverju leyti að þróun á fasteignamarkaði muni verða lykilþáttur til að ýta verðbólguvæntingum niður,“ sagði Ásgeir. Ítrekaði hann þó til að ná verðbólgunni niður væri samvinna lykilatriði. „Það að eiga við verðbólgu er samvinnuverkefni, sagði Ásgeir og vísaði í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í morgun þar sem segir eftirfarandi: Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum. Á fundinum sagðist Ásgeir að vonir stæðu til að toppinum á stýrivaxtahækkunum væri náð. Hann var þó með skýr skilaboð til verkalýðsfélaga og atvinnurekenda sem eru að gíra sig upp í kjarasamningalotu sem búist er að verði hörð, sem og ríkisstjórnarinnar: „Það sem við erum að gera núna er að gefa upp boltann. Seðlabankinn er búinn að ná árangri. Við erum búin að hækka vexti. Áhrifin eru komin fram. Ætla aðrir að taka við boltanum?, spurði Ásgeir, beinskeyttur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndarVísir/Vilhelm Þangað til að þessi orð voru látin falla hafði fundurinn að mestu verið á nokkuð léttum nótum. Greinilegt var þó að Ásgeir skipti um tón er hann lét þessu ummæli falla, hann bankaði létt í borðið til að leggja áherslu á orð sín, auk þess sem að raddblærinn var mun alvarlegri en á öðrum stundum fundarins. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum af okkur? Mögulega, ef það gengur eftir, þá kannski þurfum við ekki að beita vaxtatækjunum mikið meira. Það liggur alveg skýrt ef að þetta gengur í aðra átt þá verðum við að gera það. Það er enginn efi í okkar huga að auðvitað verðum við að ná þeim markmiðum sem okkur er sett samkvæmt lögum,“ sagði Ásgeir. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan.
Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Kjaramál Stéttarfélög Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Væg hækkun nú vísbending um ánægju Seðlabankans Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. 5. október 2022 09:59 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Væg hækkun nú vísbending um ánægju Seðlabankans Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. 5. október 2022 09:59
Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31