Bresk yfirvöld komu hörðum refsiaðgerðum til framkvæmda eftir innrás Rússa í Úkraínu snemma á þessu ári. Aðgerðirnar snertu rússneska auðkýfinga sem áttu sterk tengsl við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. Ein afleiðing þeirra refsiaðgerða var sú að Rússinn Roman Abramovich neyddist til að selja enska knattspyrnuliðið Chelsea eftir 19 ára eignartíð.
Fyrir tilstuðlan úkraínsks aktívista hafa alþjóðalögfræðingnir Rhys Davies og Ben Keith kynnt gögn fyrir James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, sem sýni fram á að Sheikh Mansour hafi átt stórt hlutverk í því að aðstoða rússneska peningamenn við að koma fé og eignum frá Bretlandi til Furstadæmanna. Það hafi þeir gert til aðverja eignir sínar og komast undan refsiaðgerðum breskra stjórnvalda.
Utanríkisráðuneyti Bretlands er sagt vera með málið til skoðunar en ekki sé ákveðið hvort málið verði rannsakað til hlítar. Samkvæmt lögfræðingunum tveimur eru Sameinuðu arabísku furstadæmin nú „almennt álitin sem megin áfangastaður fyrir stuðningsmenn Pútíns sem sæta refsiaðgerðum“.
Enn fremur segja þeir rússneska milljarðamæringa í auknum mæli leita til Sheikh Mansour til að finna undan illa fengnum auð sínum skjól frá refsiaðgerðum.