„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 13:01 Frá síðasta tímabili eru aðeins þeir Nicholas Satchwell og Einar Rafn Eiðsson að spila fyrir KA á þessari leiktíð en Ólafur Gústafsson snýr væntanlega aftur eftir áramót, þegar hann jafnar sig af meiðslum. Stöð 2 Sport Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni. KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Olís-deildarinnar í vetur en átti ekki möguleika gegn Val í síðasta leik og tapaði 26-18. Liðið ætti hins vegar að eiga góða möguleika á sigri á morgun, á heimavelli gegn ÍR. Finnst eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni Fyrir síðustu leiktíð fékk KA þrjá afar öfluga leikmenn í þeim Óðni Þór Ríkharðssyni, sem varð markakóngur og valinn besti leikmaður síðasta tímabils, Arnari Frey Ársælssyni og Einari Rafni Eiðssyni. Óðinn er nú farinn í atvinnumennsku og Arnar Freyr til Stjörnunnar. „Núna finnst mér eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni. Ég hef ekkert fyrir mér í því en mín tilfinning er sú að hann elski þetta ekkert. Svo missa þeir Ólaf Gústafsson rétt fyrir tímabilið og ég næ því ekki af hverju gæinn var ekki farinn í aðgerð í maí. Það er ekkert smáhögg fyrir þá að missa þristinn út,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem ásamt Guðjóni Guðmundssyni mætti í Handkastið til Arnars Daða Arnarssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um KA hefst eftir 21 mínútu og 40 sekúndur. KA hefur einnig misst línumanninn Pætur Mikkjalsson og Jón Heiðar Sigurðsson frá síðustu leiktíð. Fáránlegt að spá KA öðru en tíunda sæti? Guðjón benti á að Valur hefði ekki átt góðan leik en samt unnið KA með sannfærandi hætti: „Ég sá viðtal við Jónatan [Magnússon, þjálfara KA] fyrir leik og maður sá að hann hafði ekki nokkra trú á því að liðið ætti möguleika í leikinn á móti Val. Þetta er auðvitað afar slæmt. Leikmennirnir vissu þetta greinilega líka,“ sagði Guðjón. „Ég hef bullandi áhyggjur af KA,“ sagði Arnar Daði og fór yfir hvernig lið KA hefði breyst frá síðustu leiktíð sem þó var ekkert frábær, þó að KA hafi reyndar komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Með Arnar Frey, Óla Gúst, Jón Heiðar, Patrek, Einar Rafn, Allan, Óðinn, Pætur og Birgi þá endaði KA einu stigi frá 10. sæti í fyrra. Það var ekki meira varið í þetta en það. Er ekki fáránlegt að spá KA einhverju öðru en 10. sæti?“ spurði Arnar Daði sem reiknar með því að Hörður og ÍR endi í tveimur neðstu sætunum. Hrannar benti á að ekki væru bara sterkir leikmenn farnir frá KA heldur miklir karakterar. „Miðað við það sem ég hef séð hlýtur markmið KA bara að vera að halda sér í deildinni. Ef að þeir fá ekki Óla Gúst inn þá verður þetta brekka alla leið,“ sagði Guðjón en umræðuna má heyra í þættinum hér að ofan. Olís-deild karla KA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Olís-deildarinnar í vetur en átti ekki möguleika gegn Val í síðasta leik og tapaði 26-18. Liðið ætti hins vegar að eiga góða möguleika á sigri á morgun, á heimavelli gegn ÍR. Finnst eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni Fyrir síðustu leiktíð fékk KA þrjá afar öfluga leikmenn í þeim Óðni Þór Ríkharðssyni, sem varð markakóngur og valinn besti leikmaður síðasta tímabils, Arnari Frey Ársælssyni og Einari Rafni Eiðssyni. Óðinn er nú farinn í atvinnumennsku og Arnar Freyr til Stjörnunnar. „Núna finnst mér eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni. Ég hef ekkert fyrir mér í því en mín tilfinning er sú að hann elski þetta ekkert. Svo missa þeir Ólaf Gústafsson rétt fyrir tímabilið og ég næ því ekki af hverju gæinn var ekki farinn í aðgerð í maí. Það er ekkert smáhögg fyrir þá að missa þristinn út,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem ásamt Guðjóni Guðmundssyni mætti í Handkastið til Arnars Daða Arnarssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um KA hefst eftir 21 mínútu og 40 sekúndur. KA hefur einnig misst línumanninn Pætur Mikkjalsson og Jón Heiðar Sigurðsson frá síðustu leiktíð. Fáránlegt að spá KA öðru en tíunda sæti? Guðjón benti á að Valur hefði ekki átt góðan leik en samt unnið KA með sannfærandi hætti: „Ég sá viðtal við Jónatan [Magnússon, þjálfara KA] fyrir leik og maður sá að hann hafði ekki nokkra trú á því að liðið ætti möguleika í leikinn á móti Val. Þetta er auðvitað afar slæmt. Leikmennirnir vissu þetta greinilega líka,“ sagði Guðjón. „Ég hef bullandi áhyggjur af KA,“ sagði Arnar Daði og fór yfir hvernig lið KA hefði breyst frá síðustu leiktíð sem þó var ekkert frábær, þó að KA hafi reyndar komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Með Arnar Frey, Óla Gúst, Jón Heiðar, Patrek, Einar Rafn, Allan, Óðinn, Pætur og Birgi þá endaði KA einu stigi frá 10. sæti í fyrra. Það var ekki meira varið í þetta en það. Er ekki fáránlegt að spá KA einhverju öðru en 10. sæti?“ spurði Arnar Daði sem reiknar með því að Hörður og ÍR endi í tveimur neðstu sætunum. Hrannar benti á að ekki væru bara sterkir leikmenn farnir frá KA heldur miklir karakterar. „Miðað við það sem ég hef séð hlýtur markmið KA bara að vera að halda sér í deildinni. Ef að þeir fá ekki Óla Gúst inn þá verður þetta brekka alla leið,“ sagði Guðjón en umræðuna má heyra í þættinum hér að ofan.
Olís-deild karla KA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira