Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. október 2022 00:12 Frá fundi ríkjanna í Vín. Prins Abdulaziz bin Salman, orkumálaráðherra Sádí-Arabíu sést fyrir miðri mynd. Bandaríkjamenn eru æfir yfir ákvörðun samtaka olíuútflutningsríkja um að minnka framleiðslu. EPA OPEC+ samtök olíuútflutningsríkja ákváðu í dag að draga verulega úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkandi olíuverði. Áhrifin á heimshagkerfið eru talin mikil og búist er við hækkunum á olíuverði eftir langþráðar lækkanir síðustu vikur. Ákvörðunin er högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta sem segir ákvörðunina til marks um skammsýni og sakar samtökin um að styðja Rússa með ákvörðuninni. Orkumálaráðherrar í samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC+ tóku í dag ákvörðun um að skera niður framleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag frá og með nóvember. Ráðamenn segja ákvörðunina byggða á „óvissu sem umlykur efnahags- og olíumarkaðshorfur á heimsvísu.“ Orkuráðherra Sádi-Arabíu, Abdulaziz bin Salman, lagði áherslu á yfirlýst hlutverk hópsins sem verndari stöðugra orkumarkaða. „Við erum hér til að vera sem hófstillt afl, til að koma á stöðugleika,“ sagði hann við fréttamenn AP fréttaveitunnar. Olíuverð er langt undir sumartoppum sínum vegna ótta við samdrátt í helstu hagkerfum, Bandaríkja og Evrópu vegna verðbólgu, hækkandi vaxta og óvissu í kringum orkuútflugning. Ákvörðunin er sögð hagnast Rússum við að takast á við yfirvofandi bann Evrópusambandsins á stóran hluta rússneskrar olíu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er allt annað en sáttur við ákvörðunina. Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu ætla Biden og bandamenn hans að beita öllum brögðum til að minnka áhrif samtaka olíuútflutningsfyrirtækja á olíuverð. Key paragraph here in White House statement — suggests, maybe, US interest in exploring NOPEC, or repealing sovereign immunity from antitrust legislation that protects OPEC producers who manipulate energy prices. Would be a huge response pic.twitter.com/gRbvb4hEbm— Jeff Stein (@JStein_WaPo) October 5, 2022 “Það er alveg ljóst að OPEC+ eru að taka hlið Rússlands með nýjustu ákvörðuninni ,” sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Bin Salman vísaði því alfarið á bug að samtökin væru að aðstoða Rússa og sagði áherslu samtakanna vera skynsamlega stjórnun olíumarkaða. Orkumál Bandaríkin Sádi-Arabía Bensín og olía Tengdar fréttir Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Orkumálaráðherrar í samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC+ tóku í dag ákvörðun um að skera niður framleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag frá og með nóvember. Ráðamenn segja ákvörðunina byggða á „óvissu sem umlykur efnahags- og olíumarkaðshorfur á heimsvísu.“ Orkuráðherra Sádi-Arabíu, Abdulaziz bin Salman, lagði áherslu á yfirlýst hlutverk hópsins sem verndari stöðugra orkumarkaða. „Við erum hér til að vera sem hófstillt afl, til að koma á stöðugleika,“ sagði hann við fréttamenn AP fréttaveitunnar. Olíuverð er langt undir sumartoppum sínum vegna ótta við samdrátt í helstu hagkerfum, Bandaríkja og Evrópu vegna verðbólgu, hækkandi vaxta og óvissu í kringum orkuútflugning. Ákvörðunin er sögð hagnast Rússum við að takast á við yfirvofandi bann Evrópusambandsins á stóran hluta rússneskrar olíu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er allt annað en sáttur við ákvörðunina. Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu ætla Biden og bandamenn hans að beita öllum brögðum til að minnka áhrif samtaka olíuútflutningsfyrirtækja á olíuverð. Key paragraph here in White House statement — suggests, maybe, US interest in exploring NOPEC, or repealing sovereign immunity from antitrust legislation that protects OPEC producers who manipulate energy prices. Would be a huge response pic.twitter.com/gRbvb4hEbm— Jeff Stein (@JStein_WaPo) October 5, 2022 “Það er alveg ljóst að OPEC+ eru að taka hlið Rússlands með nýjustu ákvörðuninni ,” sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Bin Salman vísaði því alfarið á bug að samtökin væru að aðstoða Rússa og sagði áherslu samtakanna vera skynsamlega stjórnun olíumarkaða.
Orkumál Bandaríkin Sádi-Arabía Bensín og olía Tengdar fréttir Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23
OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36