Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 07:31 Hans Niemann tjáði sig í fyrsta sinn eftir ásakanir um að hafa svindlað í margfalt fleiri skákum en hann hafði áður viðurkennt. YouTube/Saint Louis Chess Club Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. Fyrr í þessari viku kom fram að samkvæmt rannsókn Chess.com væri líklegt að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði svindlað í yfir 100 skákum á netinu. Áður hafði heimsmeistarinn Magnus Carlsen sakað Niemann um svindl, í kjölfarið á tapi gegn honum á móti í síðasta mánuði, og hætt leik gegn honum í mótmælaskyni. „Ha? Er þetta allt og sumt?“ Niemann er nú mættur á bandaríska meistaramótið. Eftir öruggan sigur þar í fyrsta leik, gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo, var búist við að Niemann myndi tjá sig um skákina á blaðamannafundi í kjölfarið, eins og hefð er fyrir. En hann var fyrst spurður um „fílinn í herberginu“ með vísun í hið stóra hneykslismál sem ásakanirnar gegn honum felast í. „Þessi leikur var skilaboð til allra. Þetta hófst allt á því að ég sagði „skákin talar fyrir sig sjálf“ og ég held að þessi skák hafi talað fyrir sig sjálf og sýnt þann skákmann sem ég er. Hún sýndi líka að ég mun ekki draga mig í hlé og ég ætla að tefla eftir bestu getu hérna, burtséð frá allri pressu,“ sagði Niemann og tilkynnti svo að hann myndi ekki tjá sig frekar. „Ha? Er þetta allt og sumt? Allt í lagi,“ sagði hálfhlæjandi Yasser Seirawan sem stýrði fundinum. Samkvæmt rannsókn Chess.com á Niemann að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Skýrsla Chess.com er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Ásakanirnar á hendur Niemann hófust með óljósu skoti frá Carlsen á samfélagsmiðlum, eftir keppni þeirra á Sinquefield-mótinu í síðasta mánuði, en í síðustu viku sendi Carlsen svo frá sér skýra yfirlý singu og sakaði Niemann um svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Fyrr í þessari viku kom fram að samkvæmt rannsókn Chess.com væri líklegt að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði svindlað í yfir 100 skákum á netinu. Áður hafði heimsmeistarinn Magnus Carlsen sakað Niemann um svindl, í kjölfarið á tapi gegn honum á móti í síðasta mánuði, og hætt leik gegn honum í mótmælaskyni. „Ha? Er þetta allt og sumt?“ Niemann er nú mættur á bandaríska meistaramótið. Eftir öruggan sigur þar í fyrsta leik, gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo, var búist við að Niemann myndi tjá sig um skákina á blaðamannafundi í kjölfarið, eins og hefð er fyrir. En hann var fyrst spurður um „fílinn í herberginu“ með vísun í hið stóra hneykslismál sem ásakanirnar gegn honum felast í. „Þessi leikur var skilaboð til allra. Þetta hófst allt á því að ég sagði „skákin talar fyrir sig sjálf“ og ég held að þessi skák hafi talað fyrir sig sjálf og sýnt þann skákmann sem ég er. Hún sýndi líka að ég mun ekki draga mig í hlé og ég ætla að tefla eftir bestu getu hérna, burtséð frá allri pressu,“ sagði Niemann og tilkynnti svo að hann myndi ekki tjá sig frekar. „Ha? Er þetta allt og sumt? Allt í lagi,“ sagði hálfhlæjandi Yasser Seirawan sem stýrði fundinum. Samkvæmt rannsókn Chess.com á Niemann að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Skýrsla Chess.com er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Ásakanirnar á hendur Niemann hófust með óljósu skoti frá Carlsen á samfélagsmiðlum, eftir keppni þeirra á Sinquefield-mótinu í síðasta mánuði, en í síðustu viku sendi Carlsen svo frá sér skýra yfirlý singu og sakaði Niemann um svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti