Innlent

Stal far­tölvum og veski á skrif­stofum sýslu­manns á Akur­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Skrifstofur sýslumanns Norðurlands eystra eru til húsa við Hafnargötu á Akureyri.
Skrifstofur sýslumanns Norðurlands eystra eru til húsa við Hafnargötu á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa stolið fartölvum og peningaveski á skrifstofum sýslumannembættis á Akureyri.

Í dómi kemur fram að fresta beri fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð.

Í ákæru kom fram að maðurinn hafi á skrifstofum sýslumanns á Norðurlandi eystra við Hafnarstræti á Akureyri stolið tveimur HP-fartölvum og peningaveski með debetkorti og ökuskírteini í byrjun maí 2022.

Maðurinn sótti ekki þingið þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað, fyrst árið 2018 og 2019.

Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þóknun til skipaðs verjanda, tæpar þrjátíu þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×