Tveir reynsluboltar hjá Íslandspósti fá biðlaun eftir langa baráttu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. október 2022 08:16 Fólkið hafði starfað hjá Póstinum i áratugi en var sagt upp í hópuppsögn haustið 2019. Vísir/Vilhelm Tveir reynslumiklir starfsmenn hjá Íslandspósti, sem sagt var upp árið 2019, fá greidd biðlaun frá fyrirtækinu eftir að hafa þurft að leita réttar síns fyrir dómstólum. Um er að ræða karl og konu sem gegndu yfirmannsstöðum hjá Íslandspósti. Karlinum var sagt upp í fjöldauppsögn í ágúst 2019 og konunni í október sama ár. Var vísað til skipulagsbreytingar við uppsögnina. Annað þeirra hóf störf hjá Póst- og símamálastofnun árið 1980 en hitt rúmum áratug síðar. Fyrirtækið varð að Pósti og síma árið 1997 og svo Íslandspósti. Þegar þeim var sagt upp kröfðust þau biðlauna en fengu ekki. Höfðuðu þau mál af þeim sökum. Karlinn taldi sig eiga rétt á tólf mánaða biðlaunum og konan sömuleiðis og vísað til réttinda og skylda starfsmanna ríkisins frá því á síðustu öld, þegar fyrirtækið var ríkisfyrirtæki. Héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá en Landsréttur var á öðru máli. Rétturinn horfði til þess að samkvæmt lögum um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar frá 1996 áttu fastráðnir starfsmenn stofnunarinnar rétt á sambærilegum störfum hjá hlutafélaginu, sem til stóð að stofna, enda héldu þeir réttindum hjá félaginu sem þeir hefðu áunnið sér hjá stofnuninni, þar á meðal biðlaunaréttindum. Segir í sömu lögum að starfsmenn sem hefðu starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu áður en starf þeirra var lagt niður ættu rétt á sex mánaða biðlaunum en þeir sem starfað hefðu lengur en það ættu rétt á tólf mánaða biðlaunum. Konan hafði, þegar Póstur og sími varð að Íslandspósti starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu en hélt því fram í kröfu sinni að þar sem hún hefði starfað hjá Íslandspósti, sem væri opinbert hlutafélag, til ársins 2019 væri hún komin yfir fimmtán ára markið. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og henni voru dæmd sex mánaða biðlaun. Maðurinn hafði hins vegar starfað mun lengur hjá stofnuninni og mat dómurinn það svo að hann ætti rétt á tólf mánaða biðlaunum. Dómsmál Pósturinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Um er að ræða karl og konu sem gegndu yfirmannsstöðum hjá Íslandspósti. Karlinum var sagt upp í fjöldauppsögn í ágúst 2019 og konunni í október sama ár. Var vísað til skipulagsbreytingar við uppsögnina. Annað þeirra hóf störf hjá Póst- og símamálastofnun árið 1980 en hitt rúmum áratug síðar. Fyrirtækið varð að Pósti og síma árið 1997 og svo Íslandspósti. Þegar þeim var sagt upp kröfðust þau biðlauna en fengu ekki. Höfðuðu þau mál af þeim sökum. Karlinn taldi sig eiga rétt á tólf mánaða biðlaunum og konan sömuleiðis og vísað til réttinda og skylda starfsmanna ríkisins frá því á síðustu öld, þegar fyrirtækið var ríkisfyrirtæki. Héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá en Landsréttur var á öðru máli. Rétturinn horfði til þess að samkvæmt lögum um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar frá 1996 áttu fastráðnir starfsmenn stofnunarinnar rétt á sambærilegum störfum hjá hlutafélaginu, sem til stóð að stofna, enda héldu þeir réttindum hjá félaginu sem þeir hefðu áunnið sér hjá stofnuninni, þar á meðal biðlaunaréttindum. Segir í sömu lögum að starfsmenn sem hefðu starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu áður en starf þeirra var lagt niður ættu rétt á sex mánaða biðlaunum en þeir sem starfað hefðu lengur en það ættu rétt á tólf mánaða biðlaunum. Konan hafði, þegar Póstur og sími varð að Íslandspósti starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu en hélt því fram í kröfu sinni að þar sem hún hefði starfað hjá Íslandspósti, sem væri opinbert hlutafélag, til ársins 2019 væri hún komin yfir fimmtán ára markið. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og henni voru dæmd sex mánaða biðlaun. Maðurinn hafði hins vegar starfað mun lengur hjá stofnuninni og mat dómurinn það svo að hann ætti rétt á tólf mánaða biðlaunum.
Dómsmál Pósturinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05
Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12