Handbolti

Eyþór Lárusson: Við munum læra af þessu

Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar
Eyþór Lárusson
Eyþór Lárusson Hulda Margrét

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur eftir tap gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í dag. Fyrir leikinn voru Haukar enn án stiga. Það var hart barist strax frá fyrstu mínútu en Haukar höfðu þó yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 39-33. 

„Ég er drullusvekktur. Við vildum nátturlega vinna en við gerðum augljóslega eitthvað allt annað en það.“ Hafði Eyþór að segja strax að leik loknum. 

„Það var ansi margt sem vantaði upp á hjá okkur. Mér fannst við einhvern veginn aldrei ná að tengja vörn og við vorum fastar maður á mann. Og síðan voru bara fullt af skrítnum feilum líka. Þetta var svona sitt líðið af hverju en ég er líka svosem alveg ánægður margt í þessu. Við hættum aldrei þó að við séum á góðri leið með að kasta okkur úr leiknum nema í smá stund í seinni hálfleik. Við látum það svosem ekki á okkur fá.“

Selfoss mun mæta KA/Þór á útivelli í næstu umferð. 

„Það kemur bara nýr leikur og ný vika. Við munum bara læra af þessu og koma aftur. Þetta er svosem eitthvað sem gat alveg gerst og við vorum viðbúin því að eitthvað svona myndi gerast á tímabilinu og þá snýst þetta svolítið um það að gleyma sem fyrst og læra og koma svo aftur í næsta leik.“ Sagði Eyþór að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×