Lokaumferð deildarkeppninnar fór fram í kvöld og lék Róbert Orri síðustu 40 mínúturnar fyrir Montreal sem bar sigurorð af Inter Miami, 3-1.
Montreal lýkur keppni í 3.sæti deildarinnar á eftir Los Angeles FC og Philadelphia Union.
Þorleifur Úlfarsson kom inná á 88.mínútu þegar lið hans, Houston Dynamo, beið lægri hlut fyrir Chicharito og félögum í LA Galaxy. Houston Dynamo lýkur keppni í 25.sæti deildarinnar og fer ekki í úrslitakeppnina.
Victor Pálsson var ekki í leikmannahópi DC United sem tapaði 2-5 fyrir Cincinnati. Victor og félagar verma botnsætið, 28.sæti og ljóst að Wayne Rooney þarf að vinna vel með sitt lið fyrir næsta tímabil til að spyrna sér frá botninum.