Fyrsta Back to the Future-myndin kom út árið 1985 og voru gerðar tvær framhaldsmyndir sem komu út árið 1989 og 1990. Fyrsta myndin hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu hljóðbrellur.
Á laugardaginn hittust leikararnir í fyrsta sinn í langan tíma á Comic Con hátíðinni í New York. Þeir féllust í faðm við endurfundina. Fox greindist með Parkinson‘s-sjúkdóminn undir lok síðustu aldar og virðist sjúkdómurinn hafa ansi mikil áhrif á hreyfigetu hans. Árið 2020 tilkynnti hann að hann væri hættur að leika vegna heilsufars.
Such a beautiful moment, Michael J Fox and Christopher Lloyd renuiniting at Comic Con pic.twitter.com/HcblCb4ecD
— Giles Paley-Phillips (@eliistender10) October 9, 2022