Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2022 16:58 Sólveig Anna Jónsdóttir er meðal frambjóðanda til formanns Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. „Mér var auðvitað brugðið,“ segir Sólveig Anna í stund milli stríða á þingi ASÍ sem hófst í dag. Á vefsíðunni Samstöðunni í dag var sagt frá því að Sólveig hefði verið boðuð í skýrslutöku. Þar hefðu henni verið sýnd skilaboð þar sem hún hefði verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Karlmennirnir tveir, sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og sæta gæsluvarðhaldi til föstudags, hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“ „Fyrstu viðbrögð voru kannski á þann veg að gera lítið úr þessu. Auðvitað er hræðilegt að ungir menn fari einhvern veginn á þennan stað í lífi sínu. Ég upplifði það, einhverja svona vorkunn með þeim. Það var kannski ekki fyrr en ég kom heim til mínum kvöldið, var að segja fjölskyldu minni frá þessu, að við fórum úr því að vera að flissa að þessu yfir í að viðurkenna alvarleika málsins sem er sannarlega til skila,“ segir Sólveig Anna. Fleiri nöfn voru nefnd í samskiptum mannanna. Má þar nefna þingmann Pírata Björn Leví Gunnarsson og fyrrverandi þingmenn flokksins, Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson. Einnig Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg.“ Sólveig Anna segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir í kjölfar þessa. „En staðreyndin er sú að ég og fjölskylda mín höfum í vetur passað betur upp á heimilið og okkur sjálf. Það kom fram í vetur ofbeldis- og eignaspjallahótun gagnvart heimili okkar. Við tókum upp þann háttinn að gæta þess ávallt að húsið sé læst. Við erum þar áfram en höfum að öðru leyti ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
„Mér var auðvitað brugðið,“ segir Sólveig Anna í stund milli stríða á þingi ASÍ sem hófst í dag. Á vefsíðunni Samstöðunni í dag var sagt frá því að Sólveig hefði verið boðuð í skýrslutöku. Þar hefðu henni verið sýnd skilaboð þar sem hún hefði verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Karlmennirnir tveir, sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og sæta gæsluvarðhaldi til föstudags, hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“ „Fyrstu viðbrögð voru kannski á þann veg að gera lítið úr þessu. Auðvitað er hræðilegt að ungir menn fari einhvern veginn á þennan stað í lífi sínu. Ég upplifði það, einhverja svona vorkunn með þeim. Það var kannski ekki fyrr en ég kom heim til mínum kvöldið, var að segja fjölskyldu minni frá þessu, að við fórum úr því að vera að flissa að þessu yfir í að viðurkenna alvarleika málsins sem er sannarlega til skila,“ segir Sólveig Anna. Fleiri nöfn voru nefnd í samskiptum mannanna. Má þar nefna þingmann Pírata Björn Leví Gunnarsson og fyrrverandi þingmenn flokksins, Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson. Einnig Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg.“ Sólveig Anna segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir í kjölfar þessa. „En staðreyndin er sú að ég og fjölskylda mín höfum í vetur passað betur upp á heimilið og okkur sjálf. Það kom fram í vetur ofbeldis- og eignaspjallahótun gagnvart heimili okkar. Við tókum upp þann háttinn að gæta þess ávallt að húsið sé læst. Við erum þar áfram en höfum að öðru leyti ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað