„Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 20:00 Á morgun er komið að úrslitastundu hjá Þorsteini Halldórssyni og hans leikmönnum sem ætla sér að komast á HM í fyrsta sinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. Portúgal er lægra skrifað en Ísland, heilum þrettán sætum neðar á heimslistanum, en búast má við jöfnum leik hér í Pacos de Ferreira á morgun. Portúgal sýndi það á EM í sumar, þar sem liðið gerði til að mynda jafntefli við Sviss og tapaði naumlega gegn Hollandi 3-2, að liðið er sterkt og undirstrikaði það svo með 2-1 sigrinum gegn Belgíu á fimmtudaginn, sem skilaði liðinu áfram í leikinn við Ísland. „Ég held að Portúgalar hafi sýnt öllum í síðasta leik að þetta er ekki lið sem við erum að fara að labba eitthvað yfir. Þetta er sókndjarft lið og það eru mörk í leikmönnum þeirra,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Portúgalana „Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leik, þar sem við þurfum að vera grimm og vinna þau í návígjunum allan tímann. Þær eru agressívar og beinskeyttar, og við þurfum að stoppa ákveðna hluti í sóknarleik þeirra til að hindra að þær komist á skrið.“ Frekar viljað Belgíu miðað við síðasta leik Fyrir fram hefðu ef til vill einhverjir kosið að mæta Belgíu frekar en Portúgal, en eftir leik liðanna á fimmtudag er Þorsteinn ekki í vafa: „Ef ég ætti að miða við síðasta leik þá hefði ég frekar viljað mæta Belgíu. Þær [portúgölsku] voru bara betri heilt yfir. Auðvitað munaði ekkert miklu að Belgía hefði komist yfir, það var dæmt mark af þeim út af einhverjum millímetrum, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var Portúgal bara betra. Þær sýndu og sönnuðu að þetta er lið sem ekki er hægt að mæta með hangandi hendi. Við þurfum að mæta upp á okkar besta.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Portúgal er lægra skrifað en Ísland, heilum þrettán sætum neðar á heimslistanum, en búast má við jöfnum leik hér í Pacos de Ferreira á morgun. Portúgal sýndi það á EM í sumar, þar sem liðið gerði til að mynda jafntefli við Sviss og tapaði naumlega gegn Hollandi 3-2, að liðið er sterkt og undirstrikaði það svo með 2-1 sigrinum gegn Belgíu á fimmtudaginn, sem skilaði liðinu áfram í leikinn við Ísland. „Ég held að Portúgalar hafi sýnt öllum í síðasta leik að þetta er ekki lið sem við erum að fara að labba eitthvað yfir. Þetta er sókndjarft lið og það eru mörk í leikmönnum þeirra,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Portúgalana „Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leik, þar sem við þurfum að vera grimm og vinna þau í návígjunum allan tímann. Þær eru agressívar og beinskeyttar, og við þurfum að stoppa ákveðna hluti í sóknarleik þeirra til að hindra að þær komist á skrið.“ Frekar viljað Belgíu miðað við síðasta leik Fyrir fram hefðu ef til vill einhverjir kosið að mæta Belgíu frekar en Portúgal, en eftir leik liðanna á fimmtudag er Þorsteinn ekki í vafa: „Ef ég ætti að miða við síðasta leik þá hefði ég frekar viljað mæta Belgíu. Þær [portúgölsku] voru bara betri heilt yfir. Auðvitað munaði ekkert miklu að Belgía hefði komist yfir, það var dæmt mark af þeim út af einhverjum millímetrum, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var Portúgal bara betra. Þær sýndu og sönnuðu að þetta er lið sem ekki er hægt að mæta með hangandi hendi. Við þurfum að mæta upp á okkar besta.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti