Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2022 11:22 Fjöldi fólks særðist í eldflaugaárásum Rússa á Kænugarð í gær. AP/Efrem Lukatsky Forseti Úkraínu segir að Rússum muni ekki takast að hræða Úkraínumenn til undirgefni með eldflaugaárásum á saklausan almenning og innviði samfélagsins. Árásirnar herði andstöðuna við innrás Rússa og sameini þjóðina enn frekar. Rússar héldu eldflaugaárásum sínum á borgir víðs vegar um Úkraínu áfram í nótt og morgun meðal annars á borgina Lviv í vesturhluta landsins. Tekist hafði að endurræsa um 95 prósent af raforkukerfi og um 70 prósent af vatnsveitukerfi borgarinnar eftir eldflaugaárásir gærdagsins. Eftir nýjustu eldflaugaárásirnar í dag eru um 30 prósent borgarinnar án rafmagns. Slökkviliðsmenn í borginni Dnipro skoða gíg eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Leo Correa Efasemdir eru um að Rússar geti haldið viðlíka eldflaugaárásum uppi lengi vegna þess að þeir séu uppskoroppa með vopn, að mati bresku leyniþjónustunnar. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar hafa rússneskar og hvítrússneskar hersveitir safnast saman við landamæri Hvítarússlands og Úkraínu, sem minnir um margt á aðdraganda innrásar Rússa í norðurhluta Úkraínu í upphafi stríðsins i febrúar. Vladimir Putin forseti Rússlands og Vassily Nebenzi fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sakað Úkraínumenn um hryðjuverk með árás þeirra á Krímbrúna á sunnudag. Sendiherrann sagði í gær að NATO vildi herða á stríðsátökunum og beitti Úkraínu fyrir sig til að veikja Rússland. Krímbrúin í ljósum logum eftir sprengjuárás á laugardag. Brúin er mjög mikilvæg fyrir flutninga birgða og hersveita Rússa til suðurhluta Úkraínu.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu stillti sér upp á götuhorni í Kænugarði í gærkvöldi skammt frá þar sem rússneskar eldflaugar höfðu sprungið. Hann sagði Rússa miða á leikvelli og innviði ásamt sögulega mikilvæga staði. Þetta væru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hryðjuverkaárásir Rússa á almenna borgara þjappa úkraínsku þjóðinni saman.AP/forsetaembætti Úkraínu „Það er ekki hægt að hræða Úkraínumenn, aðeins sameina þá enn frekar. Úkraína verður ekki stöðvuð, bara sannfærð enn frekar um að draga máttinn úr hryðjuverkamönnum. Rússneski herinn miðaði sérstaklega á þessi skotmörk á háannatíma. Þetta eru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Þeir vilja hræða fólk og hafa áhrif á almenning. Þeir gerðu það þannig að allur heimurinn tók eftir þvi,“ sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rússar héldu eldflaugaárásum sínum á borgir víðs vegar um Úkraínu áfram í nótt og morgun meðal annars á borgina Lviv í vesturhluta landsins. Tekist hafði að endurræsa um 95 prósent af raforkukerfi og um 70 prósent af vatnsveitukerfi borgarinnar eftir eldflaugaárásir gærdagsins. Eftir nýjustu eldflaugaárásirnar í dag eru um 30 prósent borgarinnar án rafmagns. Slökkviliðsmenn í borginni Dnipro skoða gíg eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Leo Correa Efasemdir eru um að Rússar geti haldið viðlíka eldflaugaárásum uppi lengi vegna þess að þeir séu uppskoroppa með vopn, að mati bresku leyniþjónustunnar. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar hafa rússneskar og hvítrússneskar hersveitir safnast saman við landamæri Hvítarússlands og Úkraínu, sem minnir um margt á aðdraganda innrásar Rússa í norðurhluta Úkraínu í upphafi stríðsins i febrúar. Vladimir Putin forseti Rússlands og Vassily Nebenzi fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sakað Úkraínumenn um hryðjuverk með árás þeirra á Krímbrúna á sunnudag. Sendiherrann sagði í gær að NATO vildi herða á stríðsátökunum og beitti Úkraínu fyrir sig til að veikja Rússland. Krímbrúin í ljósum logum eftir sprengjuárás á laugardag. Brúin er mjög mikilvæg fyrir flutninga birgða og hersveita Rússa til suðurhluta Úkraínu.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu stillti sér upp á götuhorni í Kænugarði í gærkvöldi skammt frá þar sem rússneskar eldflaugar höfðu sprungið. Hann sagði Rússa miða á leikvelli og innviði ásamt sögulega mikilvæga staði. Þetta væru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hryðjuverkaárásir Rússa á almenna borgara þjappa úkraínsku þjóðinni saman.AP/forsetaembætti Úkraínu „Það er ekki hægt að hræða Úkraínumenn, aðeins sameina þá enn frekar. Úkraína verður ekki stöðvuð, bara sannfærð enn frekar um að draga máttinn úr hryðjuverkamönnum. Rússneski herinn miðaði sérstaklega á þessi skotmörk á háannatíma. Þetta eru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Þeir vilja hræða fólk og hafa áhrif á almenning. Þeir gerðu það þannig að allur heimurinn tók eftir þvi,“ sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38
Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16
Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17