Neyðaróp frá Staðlaráði: „Staðlar eru ekkert grín“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 16:15 Helga Sigrún Harðardóttir er framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Hún skefur ekki utan af því í umsögn um fjárlög ársins 2023. Staðlaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023. Þar er lögð áhersla á inngrip fjárlaganefndar til að forða því að ráðið verði eyðilagt. Þess er krafist að Staðlaráð njóti 0,007% af gjaldstofni tryggingargjalds líkt og um hafi verið samið. Í umsögninni kemur hins vegar fram að ríkið hafi svikið gefin loforð og haldið eftir fjárhæð sem nemi nú 420 milljónum. „Staðlar eru ekkert grín,“ segir í umsöginni. „Þeir eru í fjölda tilvika inntak lagalegra krafna, samkvæmt ákvörðun Alþingis og innihalda grjótharða grunninnviði sem tryggja gangverk mikilvægra kerfa, tryggja neytendavernd, tryggja öryggi fólks, vernda líf þess og heilsu, tryggja samvirkni ýmissa hluta, stafræna innviði, fjarskipti og stafræna þjónustu. Á grunni þeirra erum við Íslendingar hluti af stærri heild þar sem við lútum sömu þekktu og viðurkenndu viðmiðum og aðrar þjóðir.“ Staðlaráð er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Um 100 fyrirtæki, ríkisstofnanir og hagsmunasamtökeiga aðild að ráðinu. Þeirra á meðal eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Landspítalinn, orkufyrirtæki og fjarskiptafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn Staðlaráðs Íslands hefur það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð Í umsögninni er farið er hörðum orðum um vanefndir ríkisins í níu stafliðum og kostnaður metinn vegna lögbundinna verkefna sem menningar- og viðskiptaráðuneyti er sagt hafa hundsað svo árum skipitr. Ráðuneytið hafi ekki leyst langvarandi vanda ráðsins. Forsvarsmenn ráðsins segjast hafa tekið á sig nýjar og kostnaðarsamar kröfur og að lengra verði ekki gengið í niðurskurði eða samdrætti án afleiðinga. „Að óbreyttu verða viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja eyðilögð, neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð og möguleikum á sammæltum og samstilltum aðgerðum til að leysa flókin úrlausnarefni eins og stafræna þróun og loftslagsmál útrýmt,“ segir í umsögninni. Í löngu máli er farið yfir hlutverk ráðsins og kröfur sem gerðar eru til þess, lögum samkvæmt. Staðlaráð tryggi með innleiðingum á evrópsku regluverki neytendavernd, öryggi rafrænna viðskipti og fjarskiptaneta. Keyrt í þrot að óbreyttu Fram til ársins 2011 hafi Staðlaráð haft tryggar tekjur frá atvinnulífinu til að standa undir lögbundinni þjónustu vegna skuldbindinga samkvæmt EES samningi en ráðið. Í desember 2011 er ríkið sagt hafa rift einhliða, og án samráðs eða tilkynningar, fyrra samkomulagi og hefur síðan ekki skilað nema litlum hluta þess fjármagns sem innheimt er af atvinnulífinu. „Að óbreyttu verður rekstur Staðlaráðs keyrður í þrot. Engum varasjóðum er til að dreifa, tekjur duga ekki fyrir launum, hvað þá rekstarkostnaði, vinnuálag verður ekki aukið frekar á starfsmenn og atvinnulífið mun ekki greiða fyrir staðlastarf í þágu ríkisins tvisvar,“ segir í umsögninni sem lesa má í heild sinni í skjalinu hér að neðan. umsögn_staðlaráðsPDF157KBSækja skjal Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Staðlar eru ekkert grín,“ segir í umsöginni. „Þeir eru í fjölda tilvika inntak lagalegra krafna, samkvæmt ákvörðun Alþingis og innihalda grjótharða grunninnviði sem tryggja gangverk mikilvægra kerfa, tryggja neytendavernd, tryggja öryggi fólks, vernda líf þess og heilsu, tryggja samvirkni ýmissa hluta, stafræna innviði, fjarskipti og stafræna þjónustu. Á grunni þeirra erum við Íslendingar hluti af stærri heild þar sem við lútum sömu þekktu og viðurkenndu viðmiðum og aðrar þjóðir.“ Staðlaráð er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Um 100 fyrirtæki, ríkisstofnanir og hagsmunasamtökeiga aðild að ráðinu. Þeirra á meðal eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Landspítalinn, orkufyrirtæki og fjarskiptafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn Staðlaráðs Íslands hefur það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð Í umsögninni er farið er hörðum orðum um vanefndir ríkisins í níu stafliðum og kostnaður metinn vegna lögbundinna verkefna sem menningar- og viðskiptaráðuneyti er sagt hafa hundsað svo árum skipitr. Ráðuneytið hafi ekki leyst langvarandi vanda ráðsins. Forsvarsmenn ráðsins segjast hafa tekið á sig nýjar og kostnaðarsamar kröfur og að lengra verði ekki gengið í niðurskurði eða samdrætti án afleiðinga. „Að óbreyttu verða viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja eyðilögð, neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð og möguleikum á sammæltum og samstilltum aðgerðum til að leysa flókin úrlausnarefni eins og stafræna þróun og loftslagsmál útrýmt,“ segir í umsögninni. Í löngu máli er farið yfir hlutverk ráðsins og kröfur sem gerðar eru til þess, lögum samkvæmt. Staðlaráð tryggi með innleiðingum á evrópsku regluverki neytendavernd, öryggi rafrænna viðskipti og fjarskiptaneta. Keyrt í þrot að óbreyttu Fram til ársins 2011 hafi Staðlaráð haft tryggar tekjur frá atvinnulífinu til að standa undir lögbundinni þjónustu vegna skuldbindinga samkvæmt EES samningi en ráðið. Í desember 2011 er ríkið sagt hafa rift einhliða, og án samráðs eða tilkynningar, fyrra samkomulagi og hefur síðan ekki skilað nema litlum hluta þess fjármagns sem innheimt er af atvinnulífinu. „Að óbreyttu verður rekstur Staðlaráðs keyrður í þrot. Engum varasjóðum er til að dreifa, tekjur duga ekki fyrir launum, hvað þá rekstarkostnaði, vinnuálag verður ekki aukið frekar á starfsmenn og atvinnulífið mun ekki greiða fyrir staðlastarf í þágu ríkisins tvisvar,“ segir í umsögninni sem lesa má í heild sinni í skjalinu hér að neðan. umsögn_staðlaráðsPDF157KBSækja skjal
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira