„Við verðum að grípa í taumana“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 12. október 2022 22:23 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Í samtali við fréttastofu segir Andrés málið snúast um forgangsröðun stjórnvalda þegar kemur að loftslagsmálum, að þau skipti máli. Nauðsynlegt sé fyrir ríkisstjórnina að horfast í augu við stöðuna. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi í fimm ár verið að monta sig af því að vera sú metnaðarfyllsta í Íslandssögunni í loftslagsmálum þá er hún miklu meira að tala en að gera. Tölurnar eru bara farnar að sýna okkur það að á síðasta ári jókst losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum og það er bara afrakstur af allt of litlum metnaði stjórnarinnar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir Alþingi þurfa að bregðast við þeirri stöðu sem upp sé komin en engar líkur séu á að ríkisstjórnin geti sammælst um nægilega róttækar aðgerðir í loftslagsmálum. Hann játar því að ekki sé nógu mikil samstaða innan ríkisstjórnar um þessi mál og kallar það pólitískt neyðarástand. „Við sem Alþingi, sem fulltrúar alls almennings og sem fólkið sem ber ábyrgð á að næstu kynslóðir geti átt hér sómasamlegt líf líka, við verðum bara að grípa í taumana,“ segir Andrés Ingi. Viðtalið við Andrés Inga ásamt ræðu hans á þingi í dag má sjá hér að ofan. Alþingi Píratar Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33 Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Andrés málið snúast um forgangsröðun stjórnvalda þegar kemur að loftslagsmálum, að þau skipti máli. Nauðsynlegt sé fyrir ríkisstjórnina að horfast í augu við stöðuna. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi í fimm ár verið að monta sig af því að vera sú metnaðarfyllsta í Íslandssögunni í loftslagsmálum þá er hún miklu meira að tala en að gera. Tölurnar eru bara farnar að sýna okkur það að á síðasta ári jókst losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum og það er bara afrakstur af allt of litlum metnaði stjórnarinnar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir Alþingi þurfa að bregðast við þeirri stöðu sem upp sé komin en engar líkur séu á að ríkisstjórnin geti sammælst um nægilega róttækar aðgerðir í loftslagsmálum. Hann játar því að ekki sé nógu mikil samstaða innan ríkisstjórnar um þessi mál og kallar það pólitískt neyðarástand. „Við sem Alþingi, sem fulltrúar alls almennings og sem fólkið sem ber ábyrgð á að næstu kynslóðir geti átt hér sómasamlegt líf líka, við verðum bara að grípa í taumana,“ segir Andrés Ingi. Viðtalið við Andrés Inga ásamt ræðu hans á þingi í dag má sjá hér að ofan.
Alþingi Píratar Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33 Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33
Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30