Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að hið sameiginlega félag, Inkasso-Momentum, muni líkt og fyrirrennarar þess, sinna frum- og milliinnheimtu fyrir viðskiptavini sína, og lögfræðiinnheimtu fyrir milligöngu Gjaldheimtunnar.
Haft er eftir Guðmundi Magnasyni, framkvæmdastjóra hins sameinaða félags verð til öflugt félag með skýr markmið og framtíðarsýn.
„Gagnsæi, samfélagslega ábyrg innheimta og framsæknar stafrænar lausnir hafa nú þegar skapað fyrirtækjunum sérstöðu á markaði en með sameiningunni verður slagkrafturinn einfaldlega enn meiri. Við hlökkum til að veita viðskiptavinum okkar og greiðendum enn betri þjónustu. Að auki mun sameinað félag nýta fjártækni til að styrkja og auka vöruframboð til að mæta kröfum markaðarins á næstu misserum,” er haft eftir Guðmundi.
Sigurður Rúnar Birgisson lögmaður verður áfram framkvæmdastjóri Gjaldheimtunnar en Kristinn Hallgrímsson hrl. verður stjórnarformaður Inkasso-Momentum.
Fyrirtækið verður til húsa í Kauphallarhúsinu við Laugaveg í Reykjavík.