Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 136-133 | Háspenna í Smáranum í tvíframlengdum leik Siggeir Ævarsson skrifar 13. október 2022 20:20 Breiðablik Grindavík Subway deild karla vetur 2022 körfubolti KKÍ Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Um var að ræða fyrsta heimaleik vetrarins í Smáranum Stúkan var þéttsetin og góð stemming í Kópavoginum þar sem áhorfendur fengu 50 mínútur af körfubolta fyrir peninginn. Félagar úr Kópacabana stuðningsmannasveit Blika voru mættir með trommur í stúkuna með Hilmar Jökul, kannski betur þekktur sem „Big Glacier“ fremstan í flokki og keyrðu áfram stemminguna í stúkunni. Algjörlega til fyrirmyndar frammistaðan þar í kvöld. Fyrirfram voru eflaust margir sem höfðu veðjað á nokkuð þægilegan sigur heimamanna. Blikar þekktir fyrir að spila hratt og hlaupa yfir lið þegar þeir fá færi á því. KR-ingar mættu þunnskipaðir til leiks og um miðbik leiksins leit allt út fyrir að Blikar myndu sigla þá í kaf. En einhversstaðar tókst sex KR-ingum að grafa upp baráttuþrek og útkoman varð tvíframlengdur æsispennandi leikur. Heimamenn höfðu þetta þó að lokum, lokatölur 136-133. Eins og við var að búast var þessi leikur spilaður á fullum hraða og rúmlega það á köflum. KR-ingar virtust klárir í þann slag og liðin skiptust á að skora fram og til baka. En Blikar lokuðu fyrri hálfleiknum 10-0 og hófu þann seinni 9-0 og allt útlit fyrir að þeir myndu hlaupa með þennan leik alla leið í bankann. Danero Thomas var sjóðheitur í fyrri hálfleik, setti 6 þrista í 10 tilraunum. Munurinn hélst áfram í tveggja stafa tölu fram allan þriðja leikhlutann en KR náðu þó að stoppa blæðinguna og byrjuðu að kroppa af forystunni hægt og bítandi. Fjórði leikhlutinn var svo eign KR-inga sem unnu hann 28-12. Lokamínútur venjulegs leiktíma voru æsispennandi þar sem bæði liðin fengu færi á að tryggja sér sigurinn. Mallory jafnaði 105-105 af vítalínunni og þar við sat eftir 40 mínútur. KR byrjuðu framlenginguna á þristaregni en hún endaði á svipuðum nótum, Dagur fékk tvö víti og hefði getað komið KR yfir en klikkaði á seinna. Fjórar sekúndur eftir á klukkunni og Árni Elmar fékk ágætis færi um það bil 5 metra frá þriggja en ofan í vildi boltinn ekki. Á þessum tímapunkti voru bæði Jordan Semple hjá KR og Sigurður Pétursson hjá Blikum komnir með 5 villur. KR rúllaði þennan leik á 6 leikmönnum og Blikar 7, svo að þreytan var líkleg til að gera vart við sig og mistök eftir því. KR söknuðu síns manns þó sennilega sárar, Semple með 43 stig í kvöld. Aftur var framlengt og Blikar héldu áfram að keyra upp hraðann. Everage kom þeim 7 stigum yfir með silkimjúkum „step-back“ þristi en KR jöfnuðu enn á ný, 130-130. Lengra komust KR ekki og Blikarnir náðu loks að loka þessu, lokatölur eins og áður sagði 136-130. Af hverju vann Breiðablik? Stærstu skotin duttu hjá Blikum í kvöld. 22 þristar gegn 16 telja líka drjúgt, og auðvitað sú staðreynd að þeir fengu mörg stig frá nokkrum leikmönnum, meðan að sóknarleikur KR-inga hvíldi að mestu á herðum Semple og Dags. Hvað gekk illa? KR tapaði alltof mörgum boltum, nokkrum þeirra óþarflega klaufalega. 29 tapaðir boltar hjá KR gegn 16 hjá Breiðabliki. Hverjir stóðu upp úr? Everage Lee Richardson sótti körfur í öllum regnbogans litum í kvöld og tók til sinna ráða undir lok leiks þegar á reyndi. Endaði með 34 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Þá var Danero Thomas sjóðheitur fyrir utan, setti 8 þrista í 17 tilraunum, sem gerir 47% nýtingu. Einnig er vert að minnast á hlut Clayton Riggs Ladine sem var hlutfallslega enn heitari fyrir utan en Thomas, 5 af 9 í þristum sem gefur 55% nýtingu. Hann bætti líka við 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá KR voru það eins og áður sagði Jordan Semple og Dagur Kár sem báru sóknarleikinn uppi. Jordan setti 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Dagur Kár endaði leikinn með 35 stig og var sérstaklega iðinn við kolann undir lokin þegar mest á reyndi og setti stórar körfur. Dagur bætti við 10 stoðsendingum til að fullkomna tvöfalda tvennu. Hvað gerist næst? Blikar eru þá með fullt hús stiga eftir tvær umferðir, og eiga leik næst gegn Valsmönnum á Hlíðarenda eftir viku. KR eru áfram án sigurs en freista þess að sækja þann fyrsta á heimavelli sama kvöld, þann 20. október. Gerðum ansi margar heiðarlegar tilraunir til að tapa þessum leik Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika.Vísir/Hulda Margrét Pétri Ingvarssyni þjálfara Breiðabliks var auðsýnilega töluvert létt í leikslok eftir 50 mínútur af spennandi körfubolta. Var þessi leikur ekki alltof jafn þegar á heildina er litið? „Jú kannski. Miðað við hvernig leikurinn hafði þróast þá gerðum við ansi margar tilraunir til að tapa þessum leik, en það tókst ekki. En í fyrra þá vorum við vanalega að tapa svona jöfnum leikjum en sýndum karakter í kvöld og unnum svona leik, og þá munar að vera ekki 1-1 heldur 2-0. Við tökum því bara. Við erum bara að læra sem lið.“ Að læra sem lið sagði Pétur, má ekki kalla þetta ákveðið þroskamerki, að landa þessu sigri að lokum þrátt fyrir bakslag? „Við gerðum náttúrulega eins og ég sagði, ansi margar heiðarlegar tilraunir til að tapa þessu. Menn voru að reyna að fara einn á fimm manna vörn og það er bara svolítið erfitt. Það er eitthvað sem við þurfum kannski aðeins að vinna betur í og slípa okkur betur saman varðandi slíka hluti. Að glutra niður 20 stiga forskoti er kannski ekkert voðalega gott, en við sýndum karakter og kláruðum þetta.“ Þegar öllu er á botninn hvolft þá telja allir sigrar jafn mikið, hvernig sem munurinn er að lokum. Það er nóg eftir af tímabilinu og Pétur sagðist þess fullviss að fljótlega yrðu flestir búnir að gleyma hvernig þessi leikur vannst. Hann vannst og það skiptir höfuðmáli. „Eftir einn mánuð þá man enginn eftir því hvernig þessi leikur þróaðist eða af hverju bara að við unnum þennan leik. Það eru 20 leikir eftir og okkar markmið að vinna fleiri leiki en við töpum og so far so good.“ Subway-deild karla KR Breiðablik
Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Um var að ræða fyrsta heimaleik vetrarins í Smáranum Stúkan var þéttsetin og góð stemming í Kópavoginum þar sem áhorfendur fengu 50 mínútur af körfubolta fyrir peninginn. Félagar úr Kópacabana stuðningsmannasveit Blika voru mættir með trommur í stúkuna með Hilmar Jökul, kannski betur þekktur sem „Big Glacier“ fremstan í flokki og keyrðu áfram stemminguna í stúkunni. Algjörlega til fyrirmyndar frammistaðan þar í kvöld. Fyrirfram voru eflaust margir sem höfðu veðjað á nokkuð þægilegan sigur heimamanna. Blikar þekktir fyrir að spila hratt og hlaupa yfir lið þegar þeir fá færi á því. KR-ingar mættu þunnskipaðir til leiks og um miðbik leiksins leit allt út fyrir að Blikar myndu sigla þá í kaf. En einhversstaðar tókst sex KR-ingum að grafa upp baráttuþrek og útkoman varð tvíframlengdur æsispennandi leikur. Heimamenn höfðu þetta þó að lokum, lokatölur 136-133. Eins og við var að búast var þessi leikur spilaður á fullum hraða og rúmlega það á köflum. KR-ingar virtust klárir í þann slag og liðin skiptust á að skora fram og til baka. En Blikar lokuðu fyrri hálfleiknum 10-0 og hófu þann seinni 9-0 og allt útlit fyrir að þeir myndu hlaupa með þennan leik alla leið í bankann. Danero Thomas var sjóðheitur í fyrri hálfleik, setti 6 þrista í 10 tilraunum. Munurinn hélst áfram í tveggja stafa tölu fram allan þriðja leikhlutann en KR náðu þó að stoppa blæðinguna og byrjuðu að kroppa af forystunni hægt og bítandi. Fjórði leikhlutinn var svo eign KR-inga sem unnu hann 28-12. Lokamínútur venjulegs leiktíma voru æsispennandi þar sem bæði liðin fengu færi á að tryggja sér sigurinn. Mallory jafnaði 105-105 af vítalínunni og þar við sat eftir 40 mínútur. KR byrjuðu framlenginguna á þristaregni en hún endaði á svipuðum nótum, Dagur fékk tvö víti og hefði getað komið KR yfir en klikkaði á seinna. Fjórar sekúndur eftir á klukkunni og Árni Elmar fékk ágætis færi um það bil 5 metra frá þriggja en ofan í vildi boltinn ekki. Á þessum tímapunkti voru bæði Jordan Semple hjá KR og Sigurður Pétursson hjá Blikum komnir með 5 villur. KR rúllaði þennan leik á 6 leikmönnum og Blikar 7, svo að þreytan var líkleg til að gera vart við sig og mistök eftir því. KR söknuðu síns manns þó sennilega sárar, Semple með 43 stig í kvöld. Aftur var framlengt og Blikar héldu áfram að keyra upp hraðann. Everage kom þeim 7 stigum yfir með silkimjúkum „step-back“ þristi en KR jöfnuðu enn á ný, 130-130. Lengra komust KR ekki og Blikarnir náðu loks að loka þessu, lokatölur eins og áður sagði 136-130. Af hverju vann Breiðablik? Stærstu skotin duttu hjá Blikum í kvöld. 22 þristar gegn 16 telja líka drjúgt, og auðvitað sú staðreynd að þeir fengu mörg stig frá nokkrum leikmönnum, meðan að sóknarleikur KR-inga hvíldi að mestu á herðum Semple og Dags. Hvað gekk illa? KR tapaði alltof mörgum boltum, nokkrum þeirra óþarflega klaufalega. 29 tapaðir boltar hjá KR gegn 16 hjá Breiðabliki. Hverjir stóðu upp úr? Everage Lee Richardson sótti körfur í öllum regnbogans litum í kvöld og tók til sinna ráða undir lok leiks þegar á reyndi. Endaði með 34 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Þá var Danero Thomas sjóðheitur fyrir utan, setti 8 þrista í 17 tilraunum, sem gerir 47% nýtingu. Einnig er vert að minnast á hlut Clayton Riggs Ladine sem var hlutfallslega enn heitari fyrir utan en Thomas, 5 af 9 í þristum sem gefur 55% nýtingu. Hann bætti líka við 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá KR voru það eins og áður sagði Jordan Semple og Dagur Kár sem báru sóknarleikinn uppi. Jordan setti 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Dagur Kár endaði leikinn með 35 stig og var sérstaklega iðinn við kolann undir lokin þegar mest á reyndi og setti stórar körfur. Dagur bætti við 10 stoðsendingum til að fullkomna tvöfalda tvennu. Hvað gerist næst? Blikar eru þá með fullt hús stiga eftir tvær umferðir, og eiga leik næst gegn Valsmönnum á Hlíðarenda eftir viku. KR eru áfram án sigurs en freista þess að sækja þann fyrsta á heimavelli sama kvöld, þann 20. október. Gerðum ansi margar heiðarlegar tilraunir til að tapa þessum leik Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika.Vísir/Hulda Margrét Pétri Ingvarssyni þjálfara Breiðabliks var auðsýnilega töluvert létt í leikslok eftir 50 mínútur af spennandi körfubolta. Var þessi leikur ekki alltof jafn þegar á heildina er litið? „Jú kannski. Miðað við hvernig leikurinn hafði þróast þá gerðum við ansi margar tilraunir til að tapa þessum leik, en það tókst ekki. En í fyrra þá vorum við vanalega að tapa svona jöfnum leikjum en sýndum karakter í kvöld og unnum svona leik, og þá munar að vera ekki 1-1 heldur 2-0. Við tökum því bara. Við erum bara að læra sem lið.“ Að læra sem lið sagði Pétur, má ekki kalla þetta ákveðið þroskamerki, að landa þessu sigri að lokum þrátt fyrir bakslag? „Við gerðum náttúrulega eins og ég sagði, ansi margar heiðarlegar tilraunir til að tapa þessu. Menn voru að reyna að fara einn á fimm manna vörn og það er bara svolítið erfitt. Það er eitthvað sem við þurfum kannski aðeins að vinna betur í og slípa okkur betur saman varðandi slíka hluti. Að glutra niður 20 stiga forskoti er kannski ekkert voðalega gott, en við sýndum karakter og kláruðum þetta.“ Þegar öllu er á botninn hvolft þá telja allir sigrar jafn mikið, hvernig sem munurinn er að lokum. Það er nóg eftir af tímabilinu og Pétur sagðist þess fullviss að fljótlega yrðu flestir búnir að gleyma hvernig þessi leikur vannst. Hann vannst og það skiptir höfuðmáli. „Eftir einn mánuð þá man enginn eftir því hvernig þessi leikur þróaðist eða af hverju bara að við unnum þennan leik. Það eru 20 leikir eftir og okkar markmið að vinna fleiri leiki en við töpum og so far so good.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum