Fór í legnám og missir af næstu leikjum Englandsmeistara Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 23:30 Emma Hayes mun missa af næstu leikjum Chelsea. Harriet Lander/Getty Images Þjálfari Englandsmeistara Chelsea, Emma Hayes, mun missa af næstu leikjum liðsins eftir að hafa farið í legnám. Frá þessu greindi hún á Twitter-síðu sinni fyrr í dag, fimmtudag. Emma Hayes hefur unnið magnað starf hjá Chelsea en hún hefur stýrt liðinu undanfarinn áratug. Undir hennar stjórn hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla. Chelsea byrjaði tímabilið á óvæntu tapi gegn nýliðum Liverpool en hefur síðan unnið Manchester City og West Ham United. Sem stendur situr liðið í þriðja sæti með sex stig líkt og Arsenal, Manchester United, Aston Villa og Everton. Nú er ljóst að liðið verður án þjálfara síns og mun aðstoðarþjálfarinn Denise Reddy stýra liðinu í næstu leikjum ásamt Paul Green. Ástæðan er sú að hin 45 ára gamla Hayes þarf tíma til að jafna sig eftir að hafa gengist undir legnám. Opnaði hún sig á samfélagsmiðlum varðandi aðgerðina sem var eina leið hennar í baráttu við sjúkdóminn endómetríósa, áður kallað legslímuflakk. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka. Í yfirlýsingunni biður Emma um tíma og þolinmæði meðan hún jafnar sig. Jafnframt þakkar hún eigendum Chelsea og starfsfólki félagsins fyrir stuðninginn. Hún tekur fram að hún reikni með að ná fullum bata og segist hlakka til að sjá fólk á vellinum þegar fram líða stundir. Time to heal. I m so grateful for all the support and I will be back soon x pic.twitter.com/iM9hSF60AT— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) October 13, 2022 Nánar má lesa um endómetríósa á vefnum endo.is. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Emma Hayes hefur unnið magnað starf hjá Chelsea en hún hefur stýrt liðinu undanfarinn áratug. Undir hennar stjórn hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla. Chelsea byrjaði tímabilið á óvæntu tapi gegn nýliðum Liverpool en hefur síðan unnið Manchester City og West Ham United. Sem stendur situr liðið í þriðja sæti með sex stig líkt og Arsenal, Manchester United, Aston Villa og Everton. Nú er ljóst að liðið verður án þjálfara síns og mun aðstoðarþjálfarinn Denise Reddy stýra liðinu í næstu leikjum ásamt Paul Green. Ástæðan er sú að hin 45 ára gamla Hayes þarf tíma til að jafna sig eftir að hafa gengist undir legnám. Opnaði hún sig á samfélagsmiðlum varðandi aðgerðina sem var eina leið hennar í baráttu við sjúkdóminn endómetríósa, áður kallað legslímuflakk. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka. Í yfirlýsingunni biður Emma um tíma og þolinmæði meðan hún jafnar sig. Jafnframt þakkar hún eigendum Chelsea og starfsfólki félagsins fyrir stuðninginn. Hún tekur fram að hún reikni með að ná fullum bata og segist hlakka til að sjá fólk á vellinum þegar fram líða stundir. Time to heal. I m so grateful for all the support and I will be back soon x pic.twitter.com/iM9hSF60AT— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) October 13, 2022 Nánar má lesa um endómetríósa á vefnum endo.is.
Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira