Lagið er að finna á plötunni Stór Agnarögn sem er svokölluð ábreiðuplata þar sem þekkt íslenskt tónlistarfólk tekur lög Ásgeirs Trausta og gerir þau að sínum. Stór Agnarögn kom út í ágúst í tilefni af tíu ára afmæli fyrstu plötu Ásgeirs, Dýrðar í Dauðaþögn.
„Frá því ég var þrettán ára hef ég hlustað á Dýrð í Dauðaþögn eftir Ásgeir Trausta og núna fékk ég að endurgera útgáfu af þessu lagi. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ sagði Bríet í samtali við Íslenska listann. Bríet og Ásgeir Trausti fluttu Dýrð í Dauðaþögn saman á tónleikum Ásgeirs í Hörpu nú í lok ágúst við mikinn fögnuð áhorfenda.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: