Enski boltinn

Greenwood hand­tekinn fyrir að rjúfa skil­orð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Greenwood hefur ekki spilað fyrir Manchester United síðan þessi mynd var tekin 22. janúar á þessu ári.
Greenwood hefur ekki spilað fyrir Manchester United síðan þessi mynd var tekin 22. janúar á þessu ári. Ash Donelon/Getty Images

Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik.

Hinn 21 árs gamli Greenwood er sakaður um að hafa brotið kynferðislega á, nauðgað og hótað að myrða fyrrverandi kærustu sína. Var hann handtekinn eftir að hún birti myndband þar sem heyra mátti leikmanninn hóta henni.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur Greenwood verið handtekinn á nýjan leik fyrir að hafa haft samband við kærustuna fyrrverandi. The Sun greinir frá að lögreglan hafi farið heim til leikmannsins nú í morgunsárið, á laugardag, handtekið hann og yfirheyrt í kjölfarið á næstu lögreglustöð.

Skilorð leikmannsins hefur tvívegis verið framlengt en ekki hefur verið gefið út hvenær réttað verður í málinu. Samkvæmt lögreglunni er „rannsókn enn í gangi.“

Greenwood hefur ekki spilað fyrir Manchester United síðan 22. janúar og eftir að hann var handtekinn í fyrra skiptið gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það „sé á móti öllu ofbeldi.“


Tengdar fréttir

Lög­reglan vill fram­lengja gæslu­varð­hald Greenwood

Í næstu viku mun lögreglan í Manchester fara fram á að gæsluvarðhald Mason Greenwood verði framlengt. Hann er grunaður um að beita þáverandi kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Greenwood ku hafa gengið í skrokk á henni, brotið á henni kynferðislega og hótað að drepa hana.

Mál Greenwood enn til rann­sóknar

Fyrir skemmstu fór á flug sá orðrómur á samfélagsmiðlinum Twitter að Mason Greenwood væri laus allra mála og gæti mögulega snúið aftur í leikmannahóp Manchester United á næstu leiktíð. Sá orðrómar reyndust ekki á rökum reistur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×